„Absúrd“ að Karl sé kóngur í Karíbahafi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. maí 2023 22:46 Brátt mun koma í ljós hvaða áhrif krýning nýs konungs mun hafa á breska konungsveldið. Aaron Chown/WPA Pool/Getty Forsætisráðherra eyjaríkisins Sankti Vinsent og Grenadína í Karíbahafi segir það „absúrd“ að Karl Bretakonungur sé þjóðhöfðingi ríkisins. Hann segist myndu vilja sjá valdatíma Karls á eyjunum líða undir lok á sinni lífstíð. Það er breska ríkisútvarpið sem greinir frá ummælum forsætisráðherrans Ralph Gonsalves. Ráðherrann segir að hann myndi glaður þiggja afsökunarbeiðni frá breska ríkinu og konungsveldinu fyrir þrælahald fyrri alda. Karl er þjóðhöfðingi átta ríkja í Karíbahafinu. Á síðastliðnu ári hafa leiðtogar Bahamas, Belís, Grenada, Jamaíka, Sankti Kitts og Nevis, auk Antígva og Barbúda allir lýst því yfir að þau hyggist taka til endurskoðunar stöðu Karls sem þjóðhöfðingja. Umræðan fór á flug eftir að Elísabet Bretlandsdrottning lést á síðasta ári. Segir breskan þjóðhöfðingja móðgun Forsætisráðherrann Gonsalves segir að vera bresks þjóðhöfðingja í landinu móðgi þjóðina og minni hennar. Hann segist styðja breytingar á stjórnarskránni svo að landið verði lýðveldi með kjörinn forseta. Eyríkið hélt þjóðaratkvæðagreiðslu um málið árið 2009. Þar var almenningur spurður hvort hann væri til í að landið yrði lýðveldi með kjörinn forseta. 45 prósent kjósenda studdi myndun lýðveldis en tveir þriðju hluta kjósenda þarf til að breytingarnar gangi í gegn. Gonsales segist ætla að beita sér fyrir því að kosið verði aftur um málið. Þjóðin ósammála Þrátt fyrir sterkar skoðanir forsætisráðherrans hefur nýleg skoðanakönnun sýnt að 63 prósent þjóðarinnar myndi hafna stofnun lýðveldis á kostnað bresku krúnunnar. Einungis 34 prósent myndu styðja hugmyndina. Í tilkynningu frá bresku konungsfjölskyldunni segir að það sé í höndum stjórnvalda hvers ríkis að ákveða breytingar á stjórnarskrá þeirra. Sjálfur segir Gonsalves að hann myndi taka fagnandi afsökunarbeiðni frá Karli vegna fortíðar Bretlands er varðar þrælahald. Karl III Bretakonungur Kóngafólk Sankti Vinsent og Grenadínur Bretland Bahamaeyjar Belís Grenada Jamaíka Sankti Kitts og Nevis Antígva og Barbúda Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Það er breska ríkisútvarpið sem greinir frá ummælum forsætisráðherrans Ralph Gonsalves. Ráðherrann segir að hann myndi glaður þiggja afsökunarbeiðni frá breska ríkinu og konungsveldinu fyrir þrælahald fyrri alda. Karl er þjóðhöfðingi átta ríkja í Karíbahafinu. Á síðastliðnu ári hafa leiðtogar Bahamas, Belís, Grenada, Jamaíka, Sankti Kitts og Nevis, auk Antígva og Barbúda allir lýst því yfir að þau hyggist taka til endurskoðunar stöðu Karls sem þjóðhöfðingja. Umræðan fór á flug eftir að Elísabet Bretlandsdrottning lést á síðasta ári. Segir breskan þjóðhöfðingja móðgun Forsætisráðherrann Gonsalves segir að vera bresks þjóðhöfðingja í landinu móðgi þjóðina og minni hennar. Hann segist styðja breytingar á stjórnarskránni svo að landið verði lýðveldi með kjörinn forseta. Eyríkið hélt þjóðaratkvæðagreiðslu um málið árið 2009. Þar var almenningur spurður hvort hann væri til í að landið yrði lýðveldi með kjörinn forseta. 45 prósent kjósenda studdi myndun lýðveldis en tveir þriðju hluta kjósenda þarf til að breytingarnar gangi í gegn. Gonsales segist ætla að beita sér fyrir því að kosið verði aftur um málið. Þjóðin ósammála Þrátt fyrir sterkar skoðanir forsætisráðherrans hefur nýleg skoðanakönnun sýnt að 63 prósent þjóðarinnar myndi hafna stofnun lýðveldis á kostnað bresku krúnunnar. Einungis 34 prósent myndu styðja hugmyndina. Í tilkynningu frá bresku konungsfjölskyldunni segir að það sé í höndum stjórnvalda hvers ríkis að ákveða breytingar á stjórnarskrá þeirra. Sjálfur segir Gonsalves að hann myndi taka fagnandi afsökunarbeiðni frá Karli vegna fortíðar Bretlands er varðar þrælahald.
Karl III Bretakonungur Kóngafólk Sankti Vinsent og Grenadínur Bretland Bahamaeyjar Belís Grenada Jamaíka Sankti Kitts og Nevis Antígva og Barbúda Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira