Hanna eftir lokaleikinn á einstökum ferli: „Ég geng sátt frá borði“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. maí 2023 19:17 Hanna Guðrún Stefánsdóttir eftir síðasta leikinn á einstökum ferli sem spannaði næstum því þrjátíu ár. vísir/hulda margrét Hanna Guðrún Stefánsdóttir lék í dag sinn síðasta leik á löngum og glæsilegum ferli sem hófst um miðjan 10. áratug síðustu aldar. Stjarnan tapaði þá fyrir Val, 20-27, í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildarinnar. „Eins og staðan er núna er tilfinningin mjög súr. Maður hefði viljað enda betur, að leikurinn hefði verið meira spennandi en ég geng sátt frá borði,“ sagði Hanna við Vísi eftir leikinn. „Ég er stolt af öllu sem ég hef gert og verið ótrúlega heppinn, verið í landsliðinu og það var mikill heiður og upplifa öll stórmótin með því. Ég held að ég sé alveg búin að skila mínu í boltanum.“ En hvað stendur upp úr á þessum næstum því þrjátíu ára ferli í meistaraflokki? „Stórmótin og ýmsir titlar sem ég hef unnið. Ég hef unnið alla titla á Íslandi en sumir eru sætari en aðrir,“ sagði hin 44 ára Hanna sem hefur alla tíð hugsað vel um sig sem skýrir af hverju ferilinn var jafn langur og raun bar vitni. „Þetta eru fórnir og það þarf að hugsa vel um sig og æfa vel, vera mjög skipulagður og eiga góða fjölskyldu og góðan maka. Þegar maður eldist lærir maður alltaf eitthvað nýtt og þarf að hugsa öðruvísi um sig. Maður getur ekki farið bara áfram á hornunum heldur þarf að hægja á sér en samt æfa vel. Það er galdurinn,“ sagði Hanna sem ætlar að taka sér langþráð frí núna en útilokar ekki að tengjast handboltanum í framtíðinni. „Ég er rosa spennt fyrir því að taka eitt ár og gera bara ekki neitt, prufa það. Ég fór á fyrstu handboltaæfingu um tíu ára aldurinn. Ég er rosalega spennt að gera ekki neitt en þjálfun kemur alveg til greina,“ sagði Hanna að lokum. Olís-deild kvenna Stjarnan Valur Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Fleiri fréttir Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Sjá meira
„Eins og staðan er núna er tilfinningin mjög súr. Maður hefði viljað enda betur, að leikurinn hefði verið meira spennandi en ég geng sátt frá borði,“ sagði Hanna við Vísi eftir leikinn. „Ég er stolt af öllu sem ég hef gert og verið ótrúlega heppinn, verið í landsliðinu og það var mikill heiður og upplifa öll stórmótin með því. Ég held að ég sé alveg búin að skila mínu í boltanum.“ En hvað stendur upp úr á þessum næstum því þrjátíu ára ferli í meistaraflokki? „Stórmótin og ýmsir titlar sem ég hef unnið. Ég hef unnið alla titla á Íslandi en sumir eru sætari en aðrir,“ sagði hin 44 ára Hanna sem hefur alla tíð hugsað vel um sig sem skýrir af hverju ferilinn var jafn langur og raun bar vitni. „Þetta eru fórnir og það þarf að hugsa vel um sig og æfa vel, vera mjög skipulagður og eiga góða fjölskyldu og góðan maka. Þegar maður eldist lærir maður alltaf eitthvað nýtt og þarf að hugsa öðruvísi um sig. Maður getur ekki farið bara áfram á hornunum heldur þarf að hægja á sér en samt æfa vel. Það er galdurinn,“ sagði Hanna sem ætlar að taka sér langþráð frí núna en útilokar ekki að tengjast handboltanum í framtíðinni. „Ég er rosa spennt fyrir því að taka eitt ár og gera bara ekki neitt, prufa það. Ég fór á fyrstu handboltaæfingu um tíu ára aldurinn. Ég er rosalega spennt að gera ekki neitt en þjálfun kemur alveg til greina,“ sagði Hanna að lokum.
Olís-deild kvenna Stjarnan Valur Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Fleiri fréttir Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Sjá meira