Hundrað manns tóku þátt í æfingu Landhelgisgæslunnar Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 6. maí 2023 18:30 Þyrlan lék lykilhlutverk í æfingunni. Vísir/Steingrímur Dúi Umfangsmikil æfing Landhelgisgæslunnar, slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins og annarra helstu björgunaraðila fór fram á Faxaflóa í dag. Að sögn æfingastjóra eru æfingar sem þessar mikilvægur liður í að samhæfa verklag allra sem koma að björgunaraðgerðum á sjó. Lagt var af stað með frétta og tökumenn á sérútbúnum bát frá Reykjavíkurhöfn í morgun og tók siglingin um það bil fimmtán mínútur að æfingastaðnum en blíðskaparveður var á faxaflóa. Anton, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni og æfingastjóri segir æfinguna umfangsmikla. „Við erum komnir á björgunaræfinguna Faxi 23 sem er skipulögð af Landsbjörgu og öðrum viðbragðsaðilum í samstarfi við slökkviliðið á Höfuðborgarsvæðinu, Almannavarnir, lögregluna á Höfuðborgarsvæðinu og fleiri. Þetta er hluti af æfingaseríu sem við erum að keyra í gang núna. Þetta er fyrsta æfingin og við munum svo keyra æfinguna í kringum landið með öllum björgunarsveitum. Í þessu tilfelli þá kom upp eldur í vélarrými skipsins. Tveir eru í vélarrúminu sem slökkviliðsmenn munu reykkafa og draga svo fólkið út. svo er sjúkrahópur frá slökkviliðinu að bráðaflokka og björgunarsveitirnar eru komnar til að flytja þá sem þarf yfir í varðskipið Þór.“ Mikill fjöldi fólks kom að æfingu dagsins. Vísir/Steingrímur Dúi Æfingin var mikið sjónarspil þar sem þyrla gæslunnar var í aðalhlutverki en fyrstu viðbrögð voru að flytja slökkviliðsmenn um borð í skipið, meta þá slösuðu og flytja þá mest slösuðu strax í land en aðrir voru fluttir í varðskipið þór. „Sko mestu máli skiptir að við erum að skipuleggja þetta saman þannig að allir viðbragsðaðilar koma að því og þannig kynnumst við betur og lærum verkferla hvers annars. Við skipuleggjum þetta þannig að hver og einn kemur með æfingamarkmið frá sér og svo keyrum við þetta saman og látum söguna ganga þannig að allir fái það sem þeir þurfa út úr æfingunni. Við æfum náttúrulega mjög oft en þessi æfing er sú fyrsta í þessari seríu sem er samhæfð með öllum öðrum viðbragðsaðilum.“ 23 farþegar voru í skipinu, sem voru ánægðir með björgunaraðilana. Þröstur Ólafsson vélstjóri hjá Eldingu er einn þeirra. „Ég tek ofan fyrir þessum mönnum og konum, þetta er geggjað lið svo ég noti nú slæm lýsingarorð. en þeir eiga skilin mikinn heiður.“ Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Slökkvilið Almannavarnir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Lagt var af stað með frétta og tökumenn á sérútbúnum bát frá Reykjavíkurhöfn í morgun og tók siglingin um það bil fimmtán mínútur að æfingastaðnum en blíðskaparveður var á faxaflóa. Anton, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni og æfingastjóri segir æfinguna umfangsmikla. „Við erum komnir á björgunaræfinguna Faxi 23 sem er skipulögð af Landsbjörgu og öðrum viðbragðsaðilum í samstarfi við slökkviliðið á Höfuðborgarsvæðinu, Almannavarnir, lögregluna á Höfuðborgarsvæðinu og fleiri. Þetta er hluti af æfingaseríu sem við erum að keyra í gang núna. Þetta er fyrsta æfingin og við munum svo keyra æfinguna í kringum landið með öllum björgunarsveitum. Í þessu tilfelli þá kom upp eldur í vélarrými skipsins. Tveir eru í vélarrúminu sem slökkviliðsmenn munu reykkafa og draga svo fólkið út. svo er sjúkrahópur frá slökkviliðinu að bráðaflokka og björgunarsveitirnar eru komnar til að flytja þá sem þarf yfir í varðskipið Þór.“ Mikill fjöldi fólks kom að æfingu dagsins. Vísir/Steingrímur Dúi Æfingin var mikið sjónarspil þar sem þyrla gæslunnar var í aðalhlutverki en fyrstu viðbrögð voru að flytja slökkviliðsmenn um borð í skipið, meta þá slösuðu og flytja þá mest slösuðu strax í land en aðrir voru fluttir í varðskipið þór. „Sko mestu máli skiptir að við erum að skipuleggja þetta saman þannig að allir viðbragsðaðilar koma að því og þannig kynnumst við betur og lærum verkferla hvers annars. Við skipuleggjum þetta þannig að hver og einn kemur með æfingamarkmið frá sér og svo keyrum við þetta saman og látum söguna ganga þannig að allir fái það sem þeir þurfa út úr æfingunni. Við æfum náttúrulega mjög oft en þessi æfing er sú fyrsta í þessari seríu sem er samhæfð með öllum öðrum viðbragðsaðilum.“ 23 farþegar voru í skipinu, sem voru ánægðir með björgunaraðilana. Þröstur Ólafsson vélstjóri hjá Eldingu er einn þeirra. „Ég tek ofan fyrir þessum mönnum og konum, þetta er geggjað lið svo ég noti nú slæm lýsingarorð. en þeir eiga skilin mikinn heiður.“
Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Slökkvilið Almannavarnir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira