Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að dælubílar þeirra hafi farið í alls sex verkefni síðasta sólarhringinn, meðal annars vegna bruna í Egilshöll sem fjallað var um hér á Vísi í gærkvöldi, og vegna skúrs sem brann í Skammadal.
Sjúkrabílar embættisins fóru í 129 útköll síðasta sólarhring en í færslunni segir að þónokkur erill hafi verið í miðbænum.
Hér fyrir neðan má sjá myndband af slökkvibílum fyrir utan Höfðabakka í nótt.