Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að hún hafi rætt við allmarga vegna brunans en það hafi ekki orðið til þess að upplýsa málið. Á meðal þeirra sem rætt var við eru fjögur ungmenni sem lýst var eftir í vikunni. Þau eru ekki talin tengjast brunanum á nokkurn hátt.
Tilkynning um eld í gömlu húsu húsnæði sem hýsti vélsmiðju og slipp við Hafnarfjarðarhöfn barst klukkan hálf níu á mánudagskvöld. Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út og stóð slökkvistarf fram á nótt. Takmörkuð starfsemi var í húsinu sem til stóð að rífa. Húsið stendur á lóð sem er verið að endurskipuleggja.
Fréttin hefur verið uppfærð.