„Hann sveik dálítið liðið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2023 15:01 Daníel Matthíasson og félagar í FH eru lentir 1-0 undir og næsti leikur er út í Eyjum. Vísir/Hulda Margrét FH-ingar misstu heimavallarréttinn í gær þegar þeir töpuðu fyrsta leik undanúrslitaeinvígis síns á móti ÍBV með fjögurra marka mun, 27-31. ÍBV er því komið í 1-0 í einvíginu og næsti leikur fer fram í Vestmannaeyjum. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. FH-ingar unnu báða deildarleiki liðanna í vetur og voru yfir í hálfleik í gær, 15-14, Eyjamenn voru miklu sterkari í seinni hálfleiknum. Seinni bylgjan fór yfir leikinn og sérfræðingarnir voru ekki allt of hrifnir af FH-liðinu í þessum mikilvæga leik. „Fyrir utan Ása þá var þetta ekki burðugt,“ sagði Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, um FH-liðið. Ásbjörn Friðriksson skoraði tólf mörk úr aðeins sextán skotum í leiknum. „Hvað þurfa FH-ingar að gera út í Vestmannaeyjum,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Hann nefndi að FH-liðið þarf að koma fleiri mönnum inn í þetta og svo voru þeir að fá á sig 31 mark. Það var auðvitað rautt spjald Jóns Bjarna Ólafssonar snemma leiks sem hafði mikil áhrif á varnarleik FH-liðsins. „Þeir missa lykilvarnarmann strax og þeir þurftu að endurskipuleggja sig eftir það. Væntanlega átti Gústi (Ágúst Birgisson) ekki að spila svona mikið. Fyrst og fremst myndi ég setjast niður með útileikmönnunum og vera reiður við Egil Magnússon: Hey, nú þarft þú að borga til baka. Við vitum ekki hvort hann verði áfram en þú getur ekki komið inn á og gert ekki neitt,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Ég yrði reiður við hann en svo myndi ég setjast rólega niður með Einari Braga og Jóhannesi Berg. Segja bara: Þetta var bara fyrsti leikur. Þú áttir fína kafla en svona er þetta og þetta verður erfitt. Reyna að hjálpa þeim aðeins. Einar Bragi byrjaði frábærlega en svo tekur reynsluleysið við og menn koðna niður. Fá óþægileg högg og það er stemmning í stúkunni. Þetta er allt öðruvísi batterí,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ég held að þetta sé eini gallinn að vera með heimavallarréttinn. Að fara í leik tvö, vera búinn að tapa fyrsta leik. Þú getur kannski tapað fyrsta leik en þá áttu heimaleikinn í leik tvö. Ég er sammála Jóa að auðvitað er það rándýrt fyrir FH-inga að missa Jón Bjarna. Þetta var ekkert eðlilega mikið rautt spjald,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Hann sveik dálítið liðið, þetta var óþarfi,“ skaut Jóhann Gunnar inn í. Jón Bjarni Ólafsson fékk rautt spjald á ellefu. mínútu fyrir gróft brot á Arnóri Viðarssyni. Hann fór í andlitið á Arnóri og dómarar leiksins lyftu rauða spjaldinu eftir að hafa kíkt í skjáinn. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun sérfræðingana um FH-liðið. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað þarf FH að gera 1-0 undir á móti ÍBV? Olís-deild karla Seinni bylgjan FH ÍBV Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
ÍBV er því komið í 1-0 í einvíginu og næsti leikur fer fram í Vestmannaeyjum. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. FH-ingar unnu báða deildarleiki liðanna í vetur og voru yfir í hálfleik í gær, 15-14, Eyjamenn voru miklu sterkari í seinni hálfleiknum. Seinni bylgjan fór yfir leikinn og sérfræðingarnir voru ekki allt of hrifnir af FH-liðinu í þessum mikilvæga leik. „Fyrir utan Ása þá var þetta ekki burðugt,“ sagði Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, um FH-liðið. Ásbjörn Friðriksson skoraði tólf mörk úr aðeins sextán skotum í leiknum. „Hvað þurfa FH-ingar að gera út í Vestmannaeyjum,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Hann nefndi að FH-liðið þarf að koma fleiri mönnum inn í þetta og svo voru þeir að fá á sig 31 mark. Það var auðvitað rautt spjald Jóns Bjarna Ólafssonar snemma leiks sem hafði mikil áhrif á varnarleik FH-liðsins. „Þeir missa lykilvarnarmann strax og þeir þurftu að endurskipuleggja sig eftir það. Væntanlega átti Gústi (Ágúst Birgisson) ekki að spila svona mikið. Fyrst og fremst myndi ég setjast niður með útileikmönnunum og vera reiður við Egil Magnússon: Hey, nú þarft þú að borga til baka. Við vitum ekki hvort hann verði áfram en þú getur ekki komið inn á og gert ekki neitt,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Ég yrði reiður við hann en svo myndi ég setjast rólega niður með Einari Braga og Jóhannesi Berg. Segja bara: Þetta var bara fyrsti leikur. Þú áttir fína kafla en svona er þetta og þetta verður erfitt. Reyna að hjálpa þeim aðeins. Einar Bragi byrjaði frábærlega en svo tekur reynsluleysið við og menn koðna niður. Fá óþægileg högg og það er stemmning í stúkunni. Þetta er allt öðruvísi batterí,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ég held að þetta sé eini gallinn að vera með heimavallarréttinn. Að fara í leik tvö, vera búinn að tapa fyrsta leik. Þú getur kannski tapað fyrsta leik en þá áttu heimaleikinn í leik tvö. Ég er sammála Jóa að auðvitað er það rándýrt fyrir FH-inga að missa Jón Bjarna. Þetta var ekkert eðlilega mikið rautt spjald,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Hann sveik dálítið liðið, þetta var óþarfi,“ skaut Jóhann Gunnar inn í. Jón Bjarni Ólafsson fékk rautt spjald á ellefu. mínútu fyrir gróft brot á Arnóri Viðarssyni. Hann fór í andlitið á Arnóri og dómarar leiksins lyftu rauða spjaldinu eftir að hafa kíkt í skjáinn. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun sérfræðingana um FH-liðið. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað þarf FH að gera 1-0 undir á móti ÍBV?
Olís-deild karla Seinni bylgjan FH ÍBV Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira