Meira en þrjátíu ár síðan FH tókst síðast að slá ÍBV út úr úrslitakeppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2023 15:31 Sigursteinn Arndal ræðir við sína leikmenn í FH. Vísir/Hulda Margrét FH-ingar taka í kvöld á móti Eyjamönnum í fyrsta leiknum í undanúrslitaeinvígi liðanna í Olís deild karla í handbolta. Það er búið að bíða svolítið eftir að undanúrslitin hefjist enda kláruðust átta liða úrslitin fyrir fimmtán dögum síðan. Landsleikjahlé og fjögur sóp í átta liða úrslitunum sáu til þess. Nú byrjar fjörið á ný og það er von á spennandi leikjum. Leikur FH og ÍBV hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.30. FH endaði einu sæti og einu stigi ofar en ÍBV í deildarkeppninni. FH-ingar unnu báða leiki liðanna í deildinni þar af seinni leikinn með þriggja marka mun í Kaplakrika í byrjun mars. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu á móti annað hvort Haukum eða Aftureldingu. Einvígi þeirra hefst á morgun. Þetta er í fimmta sinn sem FH og ÍBV mætast í úrslitakeppninni og það er óhætt að segja að úrslitin hafi verið einhliða undanfarin ár. Eyjamenn hafa sent FH-inga þrisvar sinnum í sumarfrí á undanförnum fimm árum. Það þarf að fara 31 ár aftur í tímann til að finna einvígi þar sem FH hafði betur á móti ÍBV. FH vann 2-1 í undanúrslitaeinvígi á móti ÍBV vorið 1992 en FH-ingar fóru þá alla leið og urðu Íslandsmeistarar. ÍBV vann FH í átta liða úrslitunum 2021 og hafði þá betur á dramatískan hátt. Út af kórónuveirufaraldrinum þá voru aðeins spilaðir tveir leikir og þeir enduðu báðir með jafntefli. ÍBV komst áfram á fleiri mörkum á útivelli. ÍBV vann 2-0 sigur á FH í átta liða úrslitunum 2019 en FH var þá með heimavallarréttinn. ÍBV tryggði sér síðan Íslandsmeistaratitilinn 2018 eftir 3-1 sigur á FH í úrslitaeinvíginu. Félögin mættust ekki í úrslitakeppninni frá 1993 til 2017. Olís-deild karla FH ÍBV Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Það er búið að bíða svolítið eftir að undanúrslitin hefjist enda kláruðust átta liða úrslitin fyrir fimmtán dögum síðan. Landsleikjahlé og fjögur sóp í átta liða úrslitunum sáu til þess. Nú byrjar fjörið á ný og það er von á spennandi leikjum. Leikur FH og ÍBV hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.30. FH endaði einu sæti og einu stigi ofar en ÍBV í deildarkeppninni. FH-ingar unnu báða leiki liðanna í deildinni þar af seinni leikinn með þriggja marka mun í Kaplakrika í byrjun mars. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu á móti annað hvort Haukum eða Aftureldingu. Einvígi þeirra hefst á morgun. Þetta er í fimmta sinn sem FH og ÍBV mætast í úrslitakeppninni og það er óhætt að segja að úrslitin hafi verið einhliða undanfarin ár. Eyjamenn hafa sent FH-inga þrisvar sinnum í sumarfrí á undanförnum fimm árum. Það þarf að fara 31 ár aftur í tímann til að finna einvígi þar sem FH hafði betur á móti ÍBV. FH vann 2-1 í undanúrslitaeinvígi á móti ÍBV vorið 1992 en FH-ingar fóru þá alla leið og urðu Íslandsmeistarar. ÍBV vann FH í átta liða úrslitunum 2021 og hafði þá betur á dramatískan hátt. Út af kórónuveirufaraldrinum þá voru aðeins spilaðir tveir leikir og þeir enduðu báðir með jafntefli. ÍBV komst áfram á fleiri mörkum á útivelli. ÍBV vann 2-0 sigur á FH í átta liða úrslitunum 2019 en FH var þá með heimavallarréttinn. ÍBV tryggði sér síðan Íslandsmeistaratitilinn 2018 eftir 3-1 sigur á FH í úrslitaeinvíginu. Félögin mættust ekki í úrslitakeppninni frá 1993 til 2017.
Olís-deild karla FH ÍBV Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni