Stöðva útflutning á upprunaábyrgðum vegna mögulegra brota Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2023 09:54 Einhverjir stórnotendur á Íslandi hafa haldið því fram að þeir noti græna orku aðeins á þeim grundvelli að þeir hafi starfsemi hér á landi þar sem nær öll raforka er framleidd með endurnýjanlegum hætti. Kaupa þarf upprunaábyrgðir til þess að setja fram slíkar fullyrðingar. Vísir/Vilhelm Grunur leikur á að íslenskir stórnotendur raforku hafi brotið reglur um upprunaábyrgðir með því að fullyrða að þeir nýti græna orku án þess að kaupa slíkar ábyrgðir. Útflutningur á upprunaábyrgðum frá Íslandi var stöðvaður í síðustu viku á meðan krafist er útbóta. AIB, samtök útgefanda upprunaábyrgða, segja í tilkynningu á vefsíðu sinni að þeim hafi borist vísbendingar um að raforka frá Íslandi væri tvítalin í nóvember. Stórnotendur hafi haldið því fram að þeir nýttu sér græna orku án þess að kaupa upprunaábyrgðir. Þess í stað hafi upprunaábyrgðir fyrir þær orku verið fluttar úr landi. Stjórn AIB ákvað í kjölfarið að stöðva allan útflutning á íslenskum upprunaábyrgðum tímabundið. Landsnet sér um útgáfu upprunaábyrgðaskírteina á Íslandi og vottun virkjana. AIB segist ætla að hjálpa fyrirtækinu að leysa úr flækjunni, tryggja hagsmuni Íslands og styrkja upprunaábyrgðakerfið. Samkvæmt reglum evrópska upprunábyrgðakerfisins mega raforkunotendur aðeins fullyrða að þeir notist við græna orku ef þeir kaupa svonefnd græn skírteini. Sama gildir á Íslandi jafnvel þó að svo gott sem öll raforka sé framleidd með endurnýjanlegum hætti. Ekki er tekið fram í tilkynningu AIB hvaða fyrirtæki eru talin hafa brotið reglurnar. Tíu fyrirtæki eru skilgreind sem stórnotendur á vefsíðu Landsnets. Þau eru álverin þrjú, tvö kísilver, fjögur gagnaver og aflþynnuverksmiðja. Upprunaábyrgðakerfið var sett á fót til þess að skapa fjárhagslega hvata til uppbyggingar á endurnýjanlegum orkugjöfum í Evrópu og þar með orkuskipta til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Upprunaábyrgðir hafa verið gefnar út á Íslandi frá 2012. Viðskipti með þær velta nú milljörðum á hverju ári. Framleiðendur raforku selja skírteini til notenda raforku annað hvort beint eða á markaði. Framleiðendur geta flutt skírteini út og selt til erlendra notenda. Ef innlendur notandi vill að sú orka sem hann hefur notað sé vottuð græn þá afskráir hann skírteini sem samsvara því orku magni þ.e. eitt skírteini á móti einni megawattstund (1 MWh). Einar Einarsson, forstöðumaður á skrifstofu forstjóra Landsnets, segir að viðskipti með upprunaábyrgðir haldi áfram innanlands þrátt fyrir ákvörðun AIB. Það sé aðeins útflutningur á upprunaábyrgðunum sem sé stöðvaður tímabundið. Ekki liggur fyrir hversu lengi úttekt samtakanna taki. Landsvirkjun áætlar að árlegt verðmæti upprunaábyrgða fyrir íslenska raforkuframleiðendur gæti numið tuttugu milljörðum króna á ári haldist verðið á þeim í sömu hæðum og um þessar mundir. „Það eru vissulega miklir hagsmunir í húfi. Ég geri ráð fyrir að menn reyni að vinna hratt í þessu,“ segir Einar við Vísi. Loftslagsmál Orkumál Evrópusambandið Stóriðja Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
AIB, samtök útgefanda upprunaábyrgða, segja í tilkynningu á vefsíðu sinni að þeim hafi borist vísbendingar um að raforka frá Íslandi væri tvítalin í nóvember. Stórnotendur hafi haldið því fram að þeir nýttu sér græna orku án þess að kaupa upprunaábyrgðir. Þess í stað hafi upprunaábyrgðir fyrir þær orku verið fluttar úr landi. Stjórn AIB ákvað í kjölfarið að stöðva allan útflutning á íslenskum upprunaábyrgðum tímabundið. Landsnet sér um útgáfu upprunaábyrgðaskírteina á Íslandi og vottun virkjana. AIB segist ætla að hjálpa fyrirtækinu að leysa úr flækjunni, tryggja hagsmuni Íslands og styrkja upprunaábyrgðakerfið. Samkvæmt reglum evrópska upprunábyrgðakerfisins mega raforkunotendur aðeins fullyrða að þeir notist við græna orku ef þeir kaupa svonefnd græn skírteini. Sama gildir á Íslandi jafnvel þó að svo gott sem öll raforka sé framleidd með endurnýjanlegum hætti. Ekki er tekið fram í tilkynningu AIB hvaða fyrirtæki eru talin hafa brotið reglurnar. Tíu fyrirtæki eru skilgreind sem stórnotendur á vefsíðu Landsnets. Þau eru álverin þrjú, tvö kísilver, fjögur gagnaver og aflþynnuverksmiðja. Upprunaábyrgðakerfið var sett á fót til þess að skapa fjárhagslega hvata til uppbyggingar á endurnýjanlegum orkugjöfum í Evrópu og þar með orkuskipta til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Upprunaábyrgðir hafa verið gefnar út á Íslandi frá 2012. Viðskipti með þær velta nú milljörðum á hverju ári. Framleiðendur raforku selja skírteini til notenda raforku annað hvort beint eða á markaði. Framleiðendur geta flutt skírteini út og selt til erlendra notenda. Ef innlendur notandi vill að sú orka sem hann hefur notað sé vottuð græn þá afskráir hann skírteini sem samsvara því orku magni þ.e. eitt skírteini á móti einni megawattstund (1 MWh). Einar Einarsson, forstöðumaður á skrifstofu forstjóra Landsnets, segir að viðskipti með upprunaábyrgðir haldi áfram innanlands þrátt fyrir ákvörðun AIB. Það sé aðeins útflutningur á upprunaábyrgðunum sem sé stöðvaður tímabundið. Ekki liggur fyrir hversu lengi úttekt samtakanna taki. Landsvirkjun áætlar að árlegt verðmæti upprunaábyrgða fyrir íslenska raforkuframleiðendur gæti numið tuttugu milljörðum króna á ári haldist verðið á þeim í sömu hæðum og um þessar mundir. „Það eru vissulega miklir hagsmunir í húfi. Ég geri ráð fyrir að menn reyni að vinna hratt í þessu,“ segir Einar við Vísi.
Upprunaábyrgðakerfið var sett á fót til þess að skapa fjárhagslega hvata til uppbyggingar á endurnýjanlegum orkugjöfum í Evrópu og þar með orkuskipta til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Upprunaábyrgðir hafa verið gefnar út á Íslandi frá 2012. Viðskipti með þær velta nú milljörðum á hverju ári. Framleiðendur raforku selja skírteini til notenda raforku annað hvort beint eða á markaði. Framleiðendur geta flutt skírteini út og selt til erlendra notenda. Ef innlendur notandi vill að sú orka sem hann hefur notað sé vottuð græn þá afskráir hann skírteini sem samsvara því orku magni þ.e. eitt skírteini á móti einni megawattstund (1 MWh).
Loftslagsmál Orkumál Evrópusambandið Stóriðja Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira