Þetta má lesa úr ákærunni sem fréttastofa hefur undir höndum að hluta. Ákæran hefur að miklu verið hreinsuð og verður þinghald í málinu lokað.
Segir í ákærunni að maðurinn hafi gert tilraun til hlutdeildar í kynferðisbroti gegn barni. Hann hafi á ótilgreindu föstudagskvöldi hvatt konu til að „hafa önnur kynferðismök en samræði við son hennar, …………. með því að biðja hana um að fróa, nudda og strjúka getnaðarlim …….. og sýna ákærða það í gegnum farsíma hennar.“
Ekki liggur fyrir hvort bótakrafa hafi verið lögð fram í málinu.