Fullyrðir að Berge hafi hafnað landsliðsþjálfarastarfinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. apríl 2023 23:30 Christian Berge er ekki að taka við íslenska landsliðinu ef marka má heimildir Arnars Daða Arnarssonar. Kolektiff Images/DeFodi Images via Getty Images Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi handboltahlaðvarpsins Handkastsins og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, fullyrðir að hann hafi heimildir fyrir því að Christian Berge hafi hafnað því að taka við sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Nafn Berge hefur komið upp í nokkur skipti á undanförnum vikum í tengslum við umræðuna um næsta þjálfara íslenska landsliðsins. Berge er í dag þjálfari norska verðandi ofurliðsins Kolstad þar sem landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson leika, en hann þjálfaði einnig norska landsliðið um árabil. Undir stjórn Berge unnu Norðmenn til silfurverðlauna á HM í tvígang (2017 og 2019) og einu sinni hafnaði liðið í þriðja sæti á EM (2020). Berge virðist þó ekki vera að taka við íslenska landsliðinu ef marka má heimildir Arnars sem greinir frá málinu á Twitter-síðu sinni. Samkvæmt heimildum Sérfræðingsins sagði sá norski nei við HSÍ í upphafi vikunnar. Eftir það hefur samtalið milli HSÍ og Snorra Steins verið virkt. Samtalið heldur áfram um helgina. HSÍ vonast til að klára málið í upphafi næstu viku. Einar. #Handkastið pic.twitter.com/BI6zbDxouu— Arnar Daði (@arnardadi) April 28, 2023 Arnar segir að Berge hafi hafnað starfinu í upphafi vikunnar og að HSÍ hafi nú virkjað samtalið við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals. Nafn Snorra hefur einnig borið á góma í umræðunni um næsta landsliðsþjálfara. Þá segir Arnar einnig að HSÍ vilji klára málið fljótlega eftir helgi, en íslenska karlalandsliðið mætir Eistlandi í lokaumferð undankeppni EM á sunnudaginn. Með sigri tryggir íslenska liðið sér efsta sæti riðilsins og þar með yrði Ísland í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM sem haldið verður í Þýskalandi í janúar á næsta ári. Landslið karla í handbolta HSÍ Handkastið Tengdar fréttir Berge staðfestir áhuga frá Íslandi en Krickau vill ekki tjá sig Christian Berge, þjálfari norska verðandi ofurliðsins Kolstad, hefur staðfest þann orðróm að hann sé á blaði HSÍ yfir mögulega landsliðsþjálfara Íslands í handbolta. Nicolej Krickau, þjálfari danska liðsins GOG, hefur hins vegar ekki viljað tjá sig um málið. 23. apríl 2023 14:25 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Sjá meira
Nafn Berge hefur komið upp í nokkur skipti á undanförnum vikum í tengslum við umræðuna um næsta þjálfara íslenska landsliðsins. Berge er í dag þjálfari norska verðandi ofurliðsins Kolstad þar sem landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson leika, en hann þjálfaði einnig norska landsliðið um árabil. Undir stjórn Berge unnu Norðmenn til silfurverðlauna á HM í tvígang (2017 og 2019) og einu sinni hafnaði liðið í þriðja sæti á EM (2020). Berge virðist þó ekki vera að taka við íslenska landsliðinu ef marka má heimildir Arnars sem greinir frá málinu á Twitter-síðu sinni. Samkvæmt heimildum Sérfræðingsins sagði sá norski nei við HSÍ í upphafi vikunnar. Eftir það hefur samtalið milli HSÍ og Snorra Steins verið virkt. Samtalið heldur áfram um helgina. HSÍ vonast til að klára málið í upphafi næstu viku. Einar. #Handkastið pic.twitter.com/BI6zbDxouu— Arnar Daði (@arnardadi) April 28, 2023 Arnar segir að Berge hafi hafnað starfinu í upphafi vikunnar og að HSÍ hafi nú virkjað samtalið við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals. Nafn Snorra hefur einnig borið á góma í umræðunni um næsta landsliðsþjálfara. Þá segir Arnar einnig að HSÍ vilji klára málið fljótlega eftir helgi, en íslenska karlalandsliðið mætir Eistlandi í lokaumferð undankeppni EM á sunnudaginn. Með sigri tryggir íslenska liðið sér efsta sæti riðilsins og þar með yrði Ísland í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM sem haldið verður í Þýskalandi í janúar á næsta ári.
Landslið karla í handbolta HSÍ Handkastið Tengdar fréttir Berge staðfestir áhuga frá Íslandi en Krickau vill ekki tjá sig Christian Berge, þjálfari norska verðandi ofurliðsins Kolstad, hefur staðfest þann orðróm að hann sé á blaði HSÍ yfir mögulega landsliðsþjálfara Íslands í handbolta. Nicolej Krickau, þjálfari danska liðsins GOG, hefur hins vegar ekki viljað tjá sig um málið. 23. apríl 2023 14:25 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Sjá meira
Berge staðfestir áhuga frá Íslandi en Krickau vill ekki tjá sig Christian Berge, þjálfari norska verðandi ofurliðsins Kolstad, hefur staðfest þann orðróm að hann sé á blaði HSÍ yfir mögulega landsliðsþjálfara Íslands í handbolta. Nicolej Krickau, þjálfari danska liðsins GOG, hefur hins vegar ekki viljað tjá sig um málið. 23. apríl 2023 14:25