Bindur vonir við nýja forystu ASÍ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2023 10:32 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segist sammála fjármálaráði að ríkisstjórnin þurfi að draga úr útgjöldum sínum. Vísir/Arnar Ásgeir Jónsson segist binda miklar vonir við að ný forysta ASÍ komi sambandinu á þann stað að það verði aftur leiðandi á vinnumarkaði. Vinnumarkaðurinn þurfi að taka ábyrgð á sínum þætti í verðbólgunni og fara að grípa til aðgerða til að árangur náist í baráttu gegn henni. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu sitja fyrir svörum á opnum fundi Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Efni fundarins er ný skýrsla peningastefnunefndar Seðlabankans til Alþingis. Verðbólga mælist nú 9,9 prósent sem Ásgeir segir vonbrigði. „Það olli mér miklum vonbrigðum og sérstaklega olli vonbrigðum að fasteignaverð sé enn að leggja til verðbólgunnar. Það stafar að einhverju leiti af því að framboð hefur aldrei haldið í við eftirspurn frá Hruni, byggingargeirinn fór illa og það komu mörg ár þar sem fólkinu fjölgaði í landinu en ekki var byggt í neinu mæli. Við erum að súpa seyðið af því,“ sagði Ásgeir í upphafi fundarins. Enn meira aðhald þurfi í ríkisfjármálum Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2024 til 2028 var kynnt í lok mars og eru þar ýmis gjöld og skattar hækkaðir til að vinna á verðbólgunni. Fjármálaráð gagnrýndi hins vegar ríkisstjórnina fyrir að minnka ekki útgjöld ríkissjóðs enn meira og áætlar ríkisstjórn að ríkissjóður verði rekinn með halla til 2027. Ásgeir tekur undir með fjármálaráði. „Við viljum sjá meira aðhald í ríkisfjármálum. En á móti kemur líka að það er erfiðara að reka ríkissjóð.Það er erfitt að ætla að vera með snöggar breytingar því á sama tíma liggur við að það er þörf á töluverðum fjárfestingum. Við getum ekki rekið þessa ferðaþjónustu áfram með þetta vegakerfi en við höfum viljað sjá meira og meira aðhald,“ segir Ásgeir. Bindur vonir við að vinnumarkaðurinn taki ábyrgð Fjármálaáætlunin sé þó skýrt merki um að ríkisstjórnin sé meðvituð um vandann og byrjuð að vinda ofan af honum. „Ég vona að þau herði á þessu í næstu fjárlögum. Núna bíðum við eftir vinnumarkaðnum. Ég bind miklar vonir við næsta þing ASÍ að það samband verði aftur leiðandi og vinnumarkaðurinn taki ábyrgð líka þannig að við getum unnið þetta saman,“ segir Ásgeir en síðasti dagur 45. þings ASÍ fer fram í dag og verður kjörin ný forysta á fundi dagsins. Alþingi Seðlabankinn Efnahagsmál ASÍ Tengdar fréttir Ekki ljós punktur í verðbólgutölum og Seðlabankinn mun bregðast hart við Líklegt er að Seðlabankinn bregðist hart við tíðindum um hærri verðbólgu – sem var langt yfir opinberum spám greinenda - og hækkandi verðbólguálagi. Sjóðstjóri telur að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um eitt prósent við næstu vaxtaákvörðun. Gangi það eftir yrðu þeir 8,5 prósent. Annar sjóðstjóri segir erfitt að sjá „ljósan punkt“ í nýjustu verðbólgumælingu því „hann er líklega ekki til staðar.“ 28. apríl 2023 07:00 Bankarnir bíða með óþreyju eftir sjálfbærri útgáfu ríkissjóðs Íslensku viðskiptabankanir bíða óþreyjufullir eftir því að ríkissjóður gefi út sitt fyrsta sjálfbæra skuldabréf sem myndi gagnast sem viðmið fyrir verðlagningu á sjálfbærum íslenskum skuldabréfum á erlendum mörkuðum. Engin ákvörðun hefur verið tekin um tímasetningu enda er ríkissjóður, sem uppfyllir alla lánsfjárþörf sína með útgáfu á innlendum markaði, ekki í neinum flýti. 24. apríl 2023 13:52 Bein útsending: Ræða skýrslu peningastefnunefndar til þingsins Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis klukkan 9:15 í dag. 28. apríl 2023 08:46 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu sitja fyrir svörum á opnum fundi Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Efni fundarins er ný skýrsla peningastefnunefndar Seðlabankans til Alþingis. Verðbólga mælist nú 9,9 prósent sem Ásgeir segir vonbrigði. „Það olli mér miklum vonbrigðum og sérstaklega olli vonbrigðum að fasteignaverð sé enn að leggja til verðbólgunnar. Það stafar að einhverju leiti af því að framboð hefur aldrei haldið í við eftirspurn frá Hruni, byggingargeirinn fór illa og það komu mörg ár þar sem fólkinu fjölgaði í landinu en ekki var byggt í neinu mæli. Við erum að súpa seyðið af því,“ sagði Ásgeir í upphafi fundarins. Enn meira aðhald þurfi í ríkisfjármálum Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2024 til 2028 var kynnt í lok mars og eru þar ýmis gjöld og skattar hækkaðir til að vinna á verðbólgunni. Fjármálaráð gagnrýndi hins vegar ríkisstjórnina fyrir að minnka ekki útgjöld ríkissjóðs enn meira og áætlar ríkisstjórn að ríkissjóður verði rekinn með halla til 2027. Ásgeir tekur undir með fjármálaráði. „Við viljum sjá meira aðhald í ríkisfjármálum. En á móti kemur líka að það er erfiðara að reka ríkissjóð.Það er erfitt að ætla að vera með snöggar breytingar því á sama tíma liggur við að það er þörf á töluverðum fjárfestingum. Við getum ekki rekið þessa ferðaþjónustu áfram með þetta vegakerfi en við höfum viljað sjá meira og meira aðhald,“ segir Ásgeir. Bindur vonir við að vinnumarkaðurinn taki ábyrgð Fjármálaáætlunin sé þó skýrt merki um að ríkisstjórnin sé meðvituð um vandann og byrjuð að vinda ofan af honum. „Ég vona að þau herði á þessu í næstu fjárlögum. Núna bíðum við eftir vinnumarkaðnum. Ég bind miklar vonir við næsta þing ASÍ að það samband verði aftur leiðandi og vinnumarkaðurinn taki ábyrgð líka þannig að við getum unnið þetta saman,“ segir Ásgeir en síðasti dagur 45. þings ASÍ fer fram í dag og verður kjörin ný forysta á fundi dagsins.
Alþingi Seðlabankinn Efnahagsmál ASÍ Tengdar fréttir Ekki ljós punktur í verðbólgutölum og Seðlabankinn mun bregðast hart við Líklegt er að Seðlabankinn bregðist hart við tíðindum um hærri verðbólgu – sem var langt yfir opinberum spám greinenda - og hækkandi verðbólguálagi. Sjóðstjóri telur að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um eitt prósent við næstu vaxtaákvörðun. Gangi það eftir yrðu þeir 8,5 prósent. Annar sjóðstjóri segir erfitt að sjá „ljósan punkt“ í nýjustu verðbólgumælingu því „hann er líklega ekki til staðar.“ 28. apríl 2023 07:00 Bankarnir bíða með óþreyju eftir sjálfbærri útgáfu ríkissjóðs Íslensku viðskiptabankanir bíða óþreyjufullir eftir því að ríkissjóður gefi út sitt fyrsta sjálfbæra skuldabréf sem myndi gagnast sem viðmið fyrir verðlagningu á sjálfbærum íslenskum skuldabréfum á erlendum mörkuðum. Engin ákvörðun hefur verið tekin um tímasetningu enda er ríkissjóður, sem uppfyllir alla lánsfjárþörf sína með útgáfu á innlendum markaði, ekki í neinum flýti. 24. apríl 2023 13:52 Bein útsending: Ræða skýrslu peningastefnunefndar til þingsins Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis klukkan 9:15 í dag. 28. apríl 2023 08:46 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Ekki ljós punktur í verðbólgutölum og Seðlabankinn mun bregðast hart við Líklegt er að Seðlabankinn bregðist hart við tíðindum um hærri verðbólgu – sem var langt yfir opinberum spám greinenda - og hækkandi verðbólguálagi. Sjóðstjóri telur að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um eitt prósent við næstu vaxtaákvörðun. Gangi það eftir yrðu þeir 8,5 prósent. Annar sjóðstjóri segir erfitt að sjá „ljósan punkt“ í nýjustu verðbólgumælingu því „hann er líklega ekki til staðar.“ 28. apríl 2023 07:00
Bankarnir bíða með óþreyju eftir sjálfbærri útgáfu ríkissjóðs Íslensku viðskiptabankanir bíða óþreyjufullir eftir því að ríkissjóður gefi út sitt fyrsta sjálfbæra skuldabréf sem myndi gagnast sem viðmið fyrir verðlagningu á sjálfbærum íslenskum skuldabréfum á erlendum mörkuðum. Engin ákvörðun hefur verið tekin um tímasetningu enda er ríkissjóður, sem uppfyllir alla lánsfjárþörf sína með útgáfu á innlendum markaði, ekki í neinum flýti. 24. apríl 2023 13:52
Bein útsending: Ræða skýrslu peningastefnunefndar til þingsins Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis klukkan 9:15 í dag. 28. apríl 2023 08:46