„Líkaminn er að hafna handleggnum“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. apríl 2023 13:10 Guðmundur Felix er þessa dagana á spítala að berjast við höfnunina. Steralyfjagjöf hefur verið aukin verulega að því er fram kemur í máli hans á Facebook. Vísir/Vilhelm Guðmundur Felix Grétarsson greinir í dag frá bakslagi eftir ígræðsluna á handleggjunum fyrir rúmum tveimur árum. Líkaminn er byrjaður að hafna handleggjunum og möguleiki er á að hann missi þá. „Það er smá bakslag hjá mér,“ segir Guðmundur í myndbandsupptöku sem hann birti á Facebook í dag. Guðmundur var þá staddur á spítala í steralyfjameðferð til að reyna snúa höfnun við.„Fyrir um tveimur eða þremur vikum síðan byrjaði ég að bólgna í kringum neglurnar. Þetta var heilmikil bólga og neglurnar byrjuðu að detta af,“ segir Guðmundur. „Þetta leit ekki vel út þannig að það var ákveðið að taka vefjasýni.“ Sögðu læknarnir að það væri möguleiki á að þetta væri höfnun, en gæti líka verið eitthvað annað. Uppruninn virtist vera í fingrunum, þar sem neglurnar verða til. Fékk hann í kjölfarið sterasprautur. Sá rauða díla Einkennin byrjuðu hins vegar að ágerast. „Um helgina byrjaði ég að sjá rauða díla. Í upphafi hafði ég ekki miklar áhyggjur en svo á mánudag og þriðjudag ágerðist þetta,“ segir Guðmundur. Ákvað hann því að senda læknateymi sínu myndir af handleggjunum, sem voru með útbrotum og roða. Höfnunin byrjaði í nöglunum. „Líkaminn er að hafna handleggnum,“ segir Guðmundur. Þetta sé ekki í fyrsta skipti sem höfnunareinkenni komi upp hjá honum. Hjá sjúklingum sem hafa farið í ígræðslu komi höfnun yfirleitt upp á fyrstu vikunum eða mánuðunum eftir aðgerð. Sjaldgæfara sé að þetta gerist eftir meira en tvö ár, eins og hjá Guðmundi nú. Napalmsprengja á ónæmiskerfið Guðmundur segir að það sé möguleiki að hann missi handleggina. Læknarnir hafi ákveðið að auka steraskammtinn verulega, úr fimm milligrömmum á dag í fimm hundruð. „Þetta er eins og napalmsprengja sem tekur út ónæmiskerfið mitt algerlega,“ segir Guðmundur. „Ég vona að þetta dugi og að ég komist aftur á rétta leið.“ Handleggir græddir á Guðmund Felix Heilbrigðismál Tengdar fréttir Guðmundur Felix hjólaði í fyrsta sinn í 25 ár Guðmundur Felix Grétarsson hjólaði nýverið í fyrsta sinn eftir að hafa misst báða handleggi sína í slysi árið 1998. Hann stefnir á að geta hjólað til og frá spítala í Frakklandi þar sem hann býr. 20. apríl 2023 08:44 Guðmundur Felix með aðra hönd á stýri Guðmundur Felix Grétarsson er byrjaður að æfa sig að keyra með hægri hendinni. Síðan um aldamótin hefur hann eingöngu getað keyrt með fótstýri. Nú sér hann fram á að geta loksins keypt sér nýrri bíl. 19. febrúar 2023 12:51 Guðmundur Felix fagnar tveggja ára afmæli Guðmundur Felix Grétarsson fagnar því að tvö ár séu liðin frá því að hann fékk ágræddar hendur. Frönsk sjónvarpsstöð tók hús á honum í dag. 13. janúar 2023 21:36 Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eiga heima í veröldinni Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Þau þurfi að finna hvar þau eiga heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Sjá meira
„Það er smá bakslag hjá mér,“ segir Guðmundur í myndbandsupptöku sem hann birti á Facebook í dag. Guðmundur var þá staddur á spítala í steralyfjameðferð til að reyna snúa höfnun við.„Fyrir um tveimur eða þremur vikum síðan byrjaði ég að bólgna í kringum neglurnar. Þetta var heilmikil bólga og neglurnar byrjuðu að detta af,“ segir Guðmundur. „Þetta leit ekki vel út þannig að það var ákveðið að taka vefjasýni.“ Sögðu læknarnir að það væri möguleiki á að þetta væri höfnun, en gæti líka verið eitthvað annað. Uppruninn virtist vera í fingrunum, þar sem neglurnar verða til. Fékk hann í kjölfarið sterasprautur. Sá rauða díla Einkennin byrjuðu hins vegar að ágerast. „Um helgina byrjaði ég að sjá rauða díla. Í upphafi hafði ég ekki miklar áhyggjur en svo á mánudag og þriðjudag ágerðist þetta,“ segir Guðmundur. Ákvað hann því að senda læknateymi sínu myndir af handleggjunum, sem voru með útbrotum og roða. Höfnunin byrjaði í nöglunum. „Líkaminn er að hafna handleggnum,“ segir Guðmundur. Þetta sé ekki í fyrsta skipti sem höfnunareinkenni komi upp hjá honum. Hjá sjúklingum sem hafa farið í ígræðslu komi höfnun yfirleitt upp á fyrstu vikunum eða mánuðunum eftir aðgerð. Sjaldgæfara sé að þetta gerist eftir meira en tvö ár, eins og hjá Guðmundi nú. Napalmsprengja á ónæmiskerfið Guðmundur segir að það sé möguleiki að hann missi handleggina. Læknarnir hafi ákveðið að auka steraskammtinn verulega, úr fimm milligrömmum á dag í fimm hundruð. „Þetta er eins og napalmsprengja sem tekur út ónæmiskerfið mitt algerlega,“ segir Guðmundur. „Ég vona að þetta dugi og að ég komist aftur á rétta leið.“
Handleggir græddir á Guðmund Felix Heilbrigðismál Tengdar fréttir Guðmundur Felix hjólaði í fyrsta sinn í 25 ár Guðmundur Felix Grétarsson hjólaði nýverið í fyrsta sinn eftir að hafa misst báða handleggi sína í slysi árið 1998. Hann stefnir á að geta hjólað til og frá spítala í Frakklandi þar sem hann býr. 20. apríl 2023 08:44 Guðmundur Felix með aðra hönd á stýri Guðmundur Felix Grétarsson er byrjaður að æfa sig að keyra með hægri hendinni. Síðan um aldamótin hefur hann eingöngu getað keyrt með fótstýri. Nú sér hann fram á að geta loksins keypt sér nýrri bíl. 19. febrúar 2023 12:51 Guðmundur Felix fagnar tveggja ára afmæli Guðmundur Felix Grétarsson fagnar því að tvö ár séu liðin frá því að hann fékk ágræddar hendur. Frönsk sjónvarpsstöð tók hús á honum í dag. 13. janúar 2023 21:36 Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eiga heima í veröldinni Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Þau þurfi að finna hvar þau eiga heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Sjá meira
Guðmundur Felix hjólaði í fyrsta sinn í 25 ár Guðmundur Felix Grétarsson hjólaði nýverið í fyrsta sinn eftir að hafa misst báða handleggi sína í slysi árið 1998. Hann stefnir á að geta hjólað til og frá spítala í Frakklandi þar sem hann býr. 20. apríl 2023 08:44
Guðmundur Felix með aðra hönd á stýri Guðmundur Felix Grétarsson er byrjaður að æfa sig að keyra með hægri hendinni. Síðan um aldamótin hefur hann eingöngu getað keyrt með fótstýri. Nú sér hann fram á að geta loksins keypt sér nýrri bíl. 19. febrúar 2023 12:51
Guðmundur Felix fagnar tveggja ára afmæli Guðmundur Felix Grétarsson fagnar því að tvö ár séu liðin frá því að hann fékk ágræddar hendur. Frönsk sjónvarpsstöð tók hús á honum í dag. 13. janúar 2023 21:36