Gul viðvörun verður rauð ef ekkert er að gert Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 27. apríl 2023 08:02 Seðlabankastjóri hefur nú ítrekað komið upp, kynnt stýrivaxtahækkanir og hvatt almenning til að draga úr neyslu. Í tólfta skiptið var stigið það stóra skref að hækka stýrivexti um heila prósentu. Við erum öll orðin meðvituð um afleiðingarnar og hvað áhrif þessar hækkanir hafa á rekstur heimila í landinu. Það verða allir að ganga í takt og mikilvægt er að Seðlabankinn sjálfur gangi fram með góðu fordæmi svo hægt sé að segja að hljóð og mynd fari saman. Miklar afleiðingar á húsnæðismarkaði Húsnæðismarkaðurinn hefur fundið fyrir aðgerðum Seðlabankans með margvíslegum hætti. Kaupendum hefur verið gert erfiðara um vik með að komast inn á markaðinn og fjármögnun nýframkvæmda er orðin dýrari. Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á þá sem eru að taka sín fyrstu skref hvað varðar húsnæðiskaup og hefur þar af leiðandi einnig áhrif á fólk sem þarf að stækka við sig. Með öðrum orðum hefur þetta áhrif á keðjuna. Ungt fólk á varla möguleika í núverandi aðstæðum. Það er kannski vægt til orða tekið og réttara væri að segja að það ætti hreinlega ekki möguleika nema hugsanlega með aðstoð efnaðra foreldra. Þetta er vond staða og ekki í takti við það samfélag sem við viljum byggja. Við sjáum að hlutfall fyrstu kaupenda á fasteignamarkaðnum hefur dregist verulega saman og er það bein afleiðing aðgerða Seðlabankans sem ég hef margoft bent á. Það verður þó að segjast að Seðlabankanum hafi vissulega tekist ætlunarverk sitt sem var að kæla markaðinn, en við verðum þá jafnframt að spyrja okkur að því hvernig við ætlum að bregðast við í nútíð og til framtíðar. Á tímum sem þessum er ekki hægt að setja á pásu og stöðva lífið tímabundið hjá ákveðnum hópi fólks og setja svo af stað aftur þegar ástandinu slotar. Nei, lífið einfaldlega heldur áfram og við sjáum nú margt fólk, ungt fjölskyldufólk og aðra kaupendur í fullkominni pattstöðu. Lausnirnar eru einfaldar Lausnirnar eru oft einfaldar en við erum ekki alltaf sammála hvaða leið við viljum fara. Ég hef áður skrifað og rætt um ýmsar leiðir til að bregðast við stöðunni en það blasir við okkur að það verður að grípa fyrstu kaupendur og ráðast í tímabundnar sértækar aðgerðir til að leysa þann hnút sem við erum komin í. Því til viðbótar þarf að hafa skýra sýn á uppbyggingu húsnæðis til framtíðar. Því legg ég til eftirfarandi leiðir sem ég trúi á og vona að fái hljómgrunn: Breyta reglum er varða veðsetningu lána fyrstu kaupenda svo að auðveldara sé að festa kaup á húsnæði en samhliða horfa enn frekar á greiðslugetu. Ráðast í sértækar aðgerðir fyrir þá sem fyrirhuga byggingu hagkvæmra íbúða á næstu mánuðum og þar má horfa til sérstakra lánaskilmála hjá fjármálafyrirtækjum og/eða undanskilja þá aðila frá fyrirhugaðri lækkun endurgreiðslu virðisaukaskatts úr 60% í 35% vegna framkvæmda við íbúðahúsnæði. Þá þurfa lífeyrissjóðirnir að axla ábyrgð og taka þátt í uppbyggingu heilbrigðs leigumarkaðar. Nauðsynlegar lagabreytingar eru að mínu mati engin fyrirstaða. Þessu til viðbótar þarf að tímasetja rýmkun á reglum og kröfum hvað varðar veitingu hlutdeildarlána til fyrstu kaupenda. Aðgerð 2. væri þá sú sértæka aðgerð sem þyrfti til svo til tryggja mætti nauðsynlega uppbyggingu íbúðarhúsnæðis til framtíðar og koma í veg fyrir fyrirsjáanlega stöðnun. Ég er full meðvitaður um þann línudans sem þetta er á tímum hárra vaxta og verðbólgu, en núverandi ástand mun einungis leiða til hærra leiguverðs og auka þrýsting á mjög hátt fasteignaverð þegar núverandi ástand líður undir lok. Við þá sem trúa því að svo verði ekki vil ég segja eftirfarandi og gera orð Páls postula úr fyrra Korintubréfi að mínum: „Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn, hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn. En þegar ég var orðinn fulltíða maður, lagði ég niður barnaskapinn.“ Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Húsnæðismál Efnahagsmál Seðlabankinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Seðlabankastjóri hefur nú ítrekað komið upp, kynnt stýrivaxtahækkanir og hvatt almenning til að draga úr neyslu. Í tólfta skiptið var stigið það stóra skref að hækka stýrivexti um heila prósentu. Við erum öll orðin meðvituð um afleiðingarnar og hvað áhrif þessar hækkanir hafa á rekstur heimila í landinu. Það verða allir að ganga í takt og mikilvægt er að Seðlabankinn sjálfur gangi fram með góðu fordæmi svo hægt sé að segja að hljóð og mynd fari saman. Miklar afleiðingar á húsnæðismarkaði Húsnæðismarkaðurinn hefur fundið fyrir aðgerðum Seðlabankans með margvíslegum hætti. Kaupendum hefur verið gert erfiðara um vik með að komast inn á markaðinn og fjármögnun nýframkvæmda er orðin dýrari. Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á þá sem eru að taka sín fyrstu skref hvað varðar húsnæðiskaup og hefur þar af leiðandi einnig áhrif á fólk sem þarf að stækka við sig. Með öðrum orðum hefur þetta áhrif á keðjuna. Ungt fólk á varla möguleika í núverandi aðstæðum. Það er kannski vægt til orða tekið og réttara væri að segja að það ætti hreinlega ekki möguleika nema hugsanlega með aðstoð efnaðra foreldra. Þetta er vond staða og ekki í takti við það samfélag sem við viljum byggja. Við sjáum að hlutfall fyrstu kaupenda á fasteignamarkaðnum hefur dregist verulega saman og er það bein afleiðing aðgerða Seðlabankans sem ég hef margoft bent á. Það verður þó að segjast að Seðlabankanum hafi vissulega tekist ætlunarverk sitt sem var að kæla markaðinn, en við verðum þá jafnframt að spyrja okkur að því hvernig við ætlum að bregðast við í nútíð og til framtíðar. Á tímum sem þessum er ekki hægt að setja á pásu og stöðva lífið tímabundið hjá ákveðnum hópi fólks og setja svo af stað aftur þegar ástandinu slotar. Nei, lífið einfaldlega heldur áfram og við sjáum nú margt fólk, ungt fjölskyldufólk og aðra kaupendur í fullkominni pattstöðu. Lausnirnar eru einfaldar Lausnirnar eru oft einfaldar en við erum ekki alltaf sammála hvaða leið við viljum fara. Ég hef áður skrifað og rætt um ýmsar leiðir til að bregðast við stöðunni en það blasir við okkur að það verður að grípa fyrstu kaupendur og ráðast í tímabundnar sértækar aðgerðir til að leysa þann hnút sem við erum komin í. Því til viðbótar þarf að hafa skýra sýn á uppbyggingu húsnæðis til framtíðar. Því legg ég til eftirfarandi leiðir sem ég trúi á og vona að fái hljómgrunn: Breyta reglum er varða veðsetningu lána fyrstu kaupenda svo að auðveldara sé að festa kaup á húsnæði en samhliða horfa enn frekar á greiðslugetu. Ráðast í sértækar aðgerðir fyrir þá sem fyrirhuga byggingu hagkvæmra íbúða á næstu mánuðum og þar má horfa til sérstakra lánaskilmála hjá fjármálafyrirtækjum og/eða undanskilja þá aðila frá fyrirhugaðri lækkun endurgreiðslu virðisaukaskatts úr 60% í 35% vegna framkvæmda við íbúðahúsnæði. Þá þurfa lífeyrissjóðirnir að axla ábyrgð og taka þátt í uppbyggingu heilbrigðs leigumarkaðar. Nauðsynlegar lagabreytingar eru að mínu mati engin fyrirstaða. Þessu til viðbótar þarf að tímasetja rýmkun á reglum og kröfum hvað varðar veitingu hlutdeildarlána til fyrstu kaupenda. Aðgerð 2. væri þá sú sértæka aðgerð sem þyrfti til svo til tryggja mætti nauðsynlega uppbyggingu íbúðarhúsnæðis til framtíðar og koma í veg fyrir fyrirsjáanlega stöðnun. Ég er full meðvitaður um þann línudans sem þetta er á tímum hárra vaxta og verðbólgu, en núverandi ástand mun einungis leiða til hærra leiguverðs og auka þrýsting á mjög hátt fasteignaverð þegar núverandi ástand líður undir lok. Við þá sem trúa því að svo verði ekki vil ég segja eftirfarandi og gera orð Páls postula úr fyrra Korintubréfi að mínum: „Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn, hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn. En þegar ég var orðinn fulltíða maður, lagði ég niður barnaskapinn.“ Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun