Gul viðvörun verður rauð ef ekkert er að gert Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 27. apríl 2023 08:02 Seðlabankastjóri hefur nú ítrekað komið upp, kynnt stýrivaxtahækkanir og hvatt almenning til að draga úr neyslu. Í tólfta skiptið var stigið það stóra skref að hækka stýrivexti um heila prósentu. Við erum öll orðin meðvituð um afleiðingarnar og hvað áhrif þessar hækkanir hafa á rekstur heimila í landinu. Það verða allir að ganga í takt og mikilvægt er að Seðlabankinn sjálfur gangi fram með góðu fordæmi svo hægt sé að segja að hljóð og mynd fari saman. Miklar afleiðingar á húsnæðismarkaði Húsnæðismarkaðurinn hefur fundið fyrir aðgerðum Seðlabankans með margvíslegum hætti. Kaupendum hefur verið gert erfiðara um vik með að komast inn á markaðinn og fjármögnun nýframkvæmda er orðin dýrari. Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á þá sem eru að taka sín fyrstu skref hvað varðar húsnæðiskaup og hefur þar af leiðandi einnig áhrif á fólk sem þarf að stækka við sig. Með öðrum orðum hefur þetta áhrif á keðjuna. Ungt fólk á varla möguleika í núverandi aðstæðum. Það er kannski vægt til orða tekið og réttara væri að segja að það ætti hreinlega ekki möguleika nema hugsanlega með aðstoð efnaðra foreldra. Þetta er vond staða og ekki í takti við það samfélag sem við viljum byggja. Við sjáum að hlutfall fyrstu kaupenda á fasteignamarkaðnum hefur dregist verulega saman og er það bein afleiðing aðgerða Seðlabankans sem ég hef margoft bent á. Það verður þó að segjast að Seðlabankanum hafi vissulega tekist ætlunarverk sitt sem var að kæla markaðinn, en við verðum þá jafnframt að spyrja okkur að því hvernig við ætlum að bregðast við í nútíð og til framtíðar. Á tímum sem þessum er ekki hægt að setja á pásu og stöðva lífið tímabundið hjá ákveðnum hópi fólks og setja svo af stað aftur þegar ástandinu slotar. Nei, lífið einfaldlega heldur áfram og við sjáum nú margt fólk, ungt fjölskyldufólk og aðra kaupendur í fullkominni pattstöðu. Lausnirnar eru einfaldar Lausnirnar eru oft einfaldar en við erum ekki alltaf sammála hvaða leið við viljum fara. Ég hef áður skrifað og rætt um ýmsar leiðir til að bregðast við stöðunni en það blasir við okkur að það verður að grípa fyrstu kaupendur og ráðast í tímabundnar sértækar aðgerðir til að leysa þann hnút sem við erum komin í. Því til viðbótar þarf að hafa skýra sýn á uppbyggingu húsnæðis til framtíðar. Því legg ég til eftirfarandi leiðir sem ég trúi á og vona að fái hljómgrunn: Breyta reglum er varða veðsetningu lána fyrstu kaupenda svo að auðveldara sé að festa kaup á húsnæði en samhliða horfa enn frekar á greiðslugetu. Ráðast í sértækar aðgerðir fyrir þá sem fyrirhuga byggingu hagkvæmra íbúða á næstu mánuðum og þar má horfa til sérstakra lánaskilmála hjá fjármálafyrirtækjum og/eða undanskilja þá aðila frá fyrirhugaðri lækkun endurgreiðslu virðisaukaskatts úr 60% í 35% vegna framkvæmda við íbúðahúsnæði. Þá þurfa lífeyrissjóðirnir að axla ábyrgð og taka þátt í uppbyggingu heilbrigðs leigumarkaðar. Nauðsynlegar lagabreytingar eru að mínu mati engin fyrirstaða. Þessu til viðbótar þarf að tímasetja rýmkun á reglum og kröfum hvað varðar veitingu hlutdeildarlána til fyrstu kaupenda. Aðgerð 2. væri þá sú sértæka aðgerð sem þyrfti til svo til tryggja mætti nauðsynlega uppbyggingu íbúðarhúsnæðis til framtíðar og koma í veg fyrir fyrirsjáanlega stöðnun. Ég er full meðvitaður um þann línudans sem þetta er á tímum hárra vaxta og verðbólgu, en núverandi ástand mun einungis leiða til hærra leiguverðs og auka þrýsting á mjög hátt fasteignaverð þegar núverandi ástand líður undir lok. Við þá sem trúa því að svo verði ekki vil ég segja eftirfarandi og gera orð Páls postula úr fyrra Korintubréfi að mínum: „Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn, hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn. En þegar ég var orðinn fulltíða maður, lagði ég niður barnaskapinn.“ Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Húsnæðismál Efnahagsmál Seðlabankinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Seðlabankastjóri hefur nú ítrekað komið upp, kynnt stýrivaxtahækkanir og hvatt almenning til að draga úr neyslu. Í tólfta skiptið var stigið það stóra skref að hækka stýrivexti um heila prósentu. Við erum öll orðin meðvituð um afleiðingarnar og hvað áhrif þessar hækkanir hafa á rekstur heimila í landinu. Það verða allir að ganga í takt og mikilvægt er að Seðlabankinn sjálfur gangi fram með góðu fordæmi svo hægt sé að segja að hljóð og mynd fari saman. Miklar afleiðingar á húsnæðismarkaði Húsnæðismarkaðurinn hefur fundið fyrir aðgerðum Seðlabankans með margvíslegum hætti. Kaupendum hefur verið gert erfiðara um vik með að komast inn á markaðinn og fjármögnun nýframkvæmda er orðin dýrari. Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á þá sem eru að taka sín fyrstu skref hvað varðar húsnæðiskaup og hefur þar af leiðandi einnig áhrif á fólk sem þarf að stækka við sig. Með öðrum orðum hefur þetta áhrif á keðjuna. Ungt fólk á varla möguleika í núverandi aðstæðum. Það er kannski vægt til orða tekið og réttara væri að segja að það ætti hreinlega ekki möguleika nema hugsanlega með aðstoð efnaðra foreldra. Þetta er vond staða og ekki í takti við það samfélag sem við viljum byggja. Við sjáum að hlutfall fyrstu kaupenda á fasteignamarkaðnum hefur dregist verulega saman og er það bein afleiðing aðgerða Seðlabankans sem ég hef margoft bent á. Það verður þó að segjast að Seðlabankanum hafi vissulega tekist ætlunarverk sitt sem var að kæla markaðinn, en við verðum þá jafnframt að spyrja okkur að því hvernig við ætlum að bregðast við í nútíð og til framtíðar. Á tímum sem þessum er ekki hægt að setja á pásu og stöðva lífið tímabundið hjá ákveðnum hópi fólks og setja svo af stað aftur þegar ástandinu slotar. Nei, lífið einfaldlega heldur áfram og við sjáum nú margt fólk, ungt fjölskyldufólk og aðra kaupendur í fullkominni pattstöðu. Lausnirnar eru einfaldar Lausnirnar eru oft einfaldar en við erum ekki alltaf sammála hvaða leið við viljum fara. Ég hef áður skrifað og rætt um ýmsar leiðir til að bregðast við stöðunni en það blasir við okkur að það verður að grípa fyrstu kaupendur og ráðast í tímabundnar sértækar aðgerðir til að leysa þann hnút sem við erum komin í. Því til viðbótar þarf að hafa skýra sýn á uppbyggingu húsnæðis til framtíðar. Því legg ég til eftirfarandi leiðir sem ég trúi á og vona að fái hljómgrunn: Breyta reglum er varða veðsetningu lána fyrstu kaupenda svo að auðveldara sé að festa kaup á húsnæði en samhliða horfa enn frekar á greiðslugetu. Ráðast í sértækar aðgerðir fyrir þá sem fyrirhuga byggingu hagkvæmra íbúða á næstu mánuðum og þar má horfa til sérstakra lánaskilmála hjá fjármálafyrirtækjum og/eða undanskilja þá aðila frá fyrirhugaðri lækkun endurgreiðslu virðisaukaskatts úr 60% í 35% vegna framkvæmda við íbúðahúsnæði. Þá þurfa lífeyrissjóðirnir að axla ábyrgð og taka þátt í uppbyggingu heilbrigðs leigumarkaðar. Nauðsynlegar lagabreytingar eru að mínu mati engin fyrirstaða. Þessu til viðbótar þarf að tímasetja rýmkun á reglum og kröfum hvað varðar veitingu hlutdeildarlána til fyrstu kaupenda. Aðgerð 2. væri þá sú sértæka aðgerð sem þyrfti til svo til tryggja mætti nauðsynlega uppbyggingu íbúðarhúsnæðis til framtíðar og koma í veg fyrir fyrirsjáanlega stöðnun. Ég er full meðvitaður um þann línudans sem þetta er á tímum hárra vaxta og verðbólgu, en núverandi ástand mun einungis leiða til hærra leiguverðs og auka þrýsting á mjög hátt fasteignaverð þegar núverandi ástand líður undir lok. Við þá sem trúa því að svo verði ekki vil ég segja eftirfarandi og gera orð Páls postula úr fyrra Korintubréfi að mínum: „Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn, hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn. En þegar ég var orðinn fulltíða maður, lagði ég niður barnaskapinn.“ Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun