Einangrun dragi ekki úr líkum á að fangar endurtaki brot sín Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. apríl 2023 18:25 Margrét Valdimarsdóttir er afbrotafræðingur. egill aðalsteinsson Afbrotafræðingur segir að ef koma eigi í veg fyrir að fangar fari hættulegri út í samfélagið að afplánun lokinni þá verði að huga að betrun og stuðningi í fangelsum. Einangrun sé versta úrræðið til að draga úr líkum á að fangar endurtaki brot sín. Í Kompás fjölluðum við um úrræðaleysi þegar kemur að andlega veikum föngum en í dag eru þeir oft einangraðir frá öllum þar sem þeir eiga erfitt með samneyti við aðra fanga og engin önnur úrræði í boði. Þeir fá ekki viðeigandi aðstoð og því hætta á að þeir fari aftur út í samfélagið hættulegri en áður. Afbrotafræðingur segir einangrun eitt versta úrræði sem hægt er að beita ef litið er til betrunar. „Ef þú ætlar að draga úr líkum á því að viðkomandi endurtaki brot sín eftir að afplánun lýkur þá er félagsleg einangrun í raun og veru það versta,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur. Margrét segir ljóst að það vanti úrræði hér á landi fyrir þá sem eru með þroskaskerðingar eða fatlanir og afplána dóma. „Og þetta er kannski ekki gríðarlegur fjöldi af föngum, ekki á Íslandi og þess vegna væri kannski ekkert mjög svo erfitt að hafa sérstaka stofnun eða að aðrar heilbrigðisstofnanir gætu einhvern veginn tekið á móti þessum hópi.“ Betrun og stuðningur dragi úr líkum á afbroti Kompásþátturinn hefur vakið mikla athygli og þótt umdeildur en í honum er rætt er við mann sem er dæmdur fyrir kynferðisbrot. Margrét segir umræðuna flókna þar sem betrun sé ekki eina markmið fangelsisrefsingar, heldur sé það einnig markmið að vernda brotaþola og aðra borgara og refsa hinum dæmda. „En ef við erum bara að hugsa um þennan þátt, að við viljum draga úr afbrotum. Að við viljum koma í veg fyrir að fólk sem kemur út úr fangelsi, vegna þess að það fær enginn lífstíðardóm á Íslandi, fólk kemur úr fangelsi - ef við viljum bara draga úr fleiri brotum þá verðum við að huga að betrun og þá verðum við að huga að stuðningi.“ Kompás Fangelsismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ef fækka eigi afbrotum verði að vinna í rót vandans og hjálpa veikum föngum Hjúkrunarfræðingur í stjórn Geðhjálpar segir ljóst að ef fækka eigi afbrotum þurfi að vinna í rót vandans og hjálpa einstaklingum í fangelsi. Þörf sé á sértækum úrræðum fyrir afplánun andlega veikra fanga. Stjórnvöld verði að bregðast við. 25. apríl 2023 22:31 „Ég er aleinn allan daginn mamma“ Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. 25. apríl 2023 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Í Kompás fjölluðum við um úrræðaleysi þegar kemur að andlega veikum föngum en í dag eru þeir oft einangraðir frá öllum þar sem þeir eiga erfitt með samneyti við aðra fanga og engin önnur úrræði í boði. Þeir fá ekki viðeigandi aðstoð og því hætta á að þeir fari aftur út í samfélagið hættulegri en áður. Afbrotafræðingur segir einangrun eitt versta úrræði sem hægt er að beita ef litið er til betrunar. „Ef þú ætlar að draga úr líkum á því að viðkomandi endurtaki brot sín eftir að afplánun lýkur þá er félagsleg einangrun í raun og veru það versta,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur. Margrét segir ljóst að það vanti úrræði hér á landi fyrir þá sem eru með þroskaskerðingar eða fatlanir og afplána dóma. „Og þetta er kannski ekki gríðarlegur fjöldi af föngum, ekki á Íslandi og þess vegna væri kannski ekkert mjög svo erfitt að hafa sérstaka stofnun eða að aðrar heilbrigðisstofnanir gætu einhvern veginn tekið á móti þessum hópi.“ Betrun og stuðningur dragi úr líkum á afbroti Kompásþátturinn hefur vakið mikla athygli og þótt umdeildur en í honum er rætt er við mann sem er dæmdur fyrir kynferðisbrot. Margrét segir umræðuna flókna þar sem betrun sé ekki eina markmið fangelsisrefsingar, heldur sé það einnig markmið að vernda brotaþola og aðra borgara og refsa hinum dæmda. „En ef við erum bara að hugsa um þennan þátt, að við viljum draga úr afbrotum. Að við viljum koma í veg fyrir að fólk sem kemur út úr fangelsi, vegna þess að það fær enginn lífstíðardóm á Íslandi, fólk kemur úr fangelsi - ef við viljum bara draga úr fleiri brotum þá verðum við að huga að betrun og þá verðum við að huga að stuðningi.“
Kompás Fangelsismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ef fækka eigi afbrotum verði að vinna í rót vandans og hjálpa veikum föngum Hjúkrunarfræðingur í stjórn Geðhjálpar segir ljóst að ef fækka eigi afbrotum þurfi að vinna í rót vandans og hjálpa einstaklingum í fangelsi. Þörf sé á sértækum úrræðum fyrir afplánun andlega veikra fanga. Stjórnvöld verði að bregðast við. 25. apríl 2023 22:31 „Ég er aleinn allan daginn mamma“ Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. 25. apríl 2023 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ef fækka eigi afbrotum verði að vinna í rót vandans og hjálpa veikum föngum Hjúkrunarfræðingur í stjórn Geðhjálpar segir ljóst að ef fækka eigi afbrotum þurfi að vinna í rót vandans og hjálpa einstaklingum í fangelsi. Þörf sé á sértækum úrræðum fyrir afplánun andlega veikra fanga. Stjórnvöld verði að bregðast við. 25. apríl 2023 22:31
„Ég er aleinn allan daginn mamma“ Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. 25. apríl 2023 07:00