Vaknar klukkan fimm á hverjum morgni til að sinna ástríðunni Snorri Másson skrifar 27. apríl 2023 09:02 Hinn pólski Jacek Godek hefur unnið ötullega að þýðingum úr íslensku yfir í pólsku í meira en fimmtíu ár. Ferill Jaceks í þýðingum hófst á unglingsaldri þegar hann fluttist hingað vegna starfa föður hans fyrir pólska sendiráðið. Jacek fékk á dögunum viðurkenninguna Orðstír, sem fer til þýðenda úr íslensku yfir á erlend mál, og var þar heiðraður fyrir gífurlega umfangsmikið starf. Allt frá Jónasi Hallgrímssyni og Egils sögu til Fríðu Ísberg og Elísabetar Jökulsdóttir. Saga Jacek er býsna merkileg og rætt var við þýðandann í Íslandi í dag. Hinn pólski Jacek Godek hefur unnið ötullega að þýðingum úr íslensku yfir í pólsku í meira en fimmtíu ár og vaknar enn klukkan fimm á hverjum morgni.Vísir Jacek rifjar það upp í viðtalinu að þegar hann hafi komið til landsins í lok sjöunda áratugarins hafi hann og systir hans verið einu útlendingarnir í skólanum. „Okkur tókst nokkuð fljótt að aðlagast og eignuðumst marga vini á Íslandi. Við fórum síðan bara í fýlu þegar við vorum að fara héðan fimm árum síðan,“ segir Jacek, sem var orðinn 16 ára gamall þegar hann fór aftur til Póllands. Þá var hann fullnuma í tungumálinu og lýsir því að hann og systir hans hafi ekki sleppt tökunum á íslensku. „Íslenska var svona leyndó. Ég talaði hana við systur mína þegar við vildum ekki vera skilin. Og síðan las ég mikið og hélt henni þannig við,“ segir Jacek. Jacek Godek, lengst til vinstri, gekk í Melaskóla á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar þegar fjölskylda hans flutti til Íslands vegna starfa föður hans í pólska sendiráðinu. Í dag er Jacek leikari og leikstjóri í Póllandi, en á sama tíma þýðandi úr íslensku í pólsku. Á tímum mikilla fólksflutninga til Íslands að utan beinir Jacek því til nýbúa að leggja sig eftir því að læra íslenskuna. Ekki aðeins hafi tungumálið sögulegt gildi sem eins konar latína Norðurlanda, heldur einnig mikið praktískt gildi fyrir íbúa hér. „Þú kynnist ekki samfélaginu ef þú kynnist ekki menningararfi þess og þú kynnist ekki menningararfi ef þú hefur ekki tungumálið,“ segir Jacek. Pólverjar eru langfjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi og skipta á þriðja tug þúsunda. Spurður um ráð til þeirra sem hingað koma segir Jacek: „Það fyrsta er að reyna að læra tungumálið og finna sér vini á Íslandi, íslenska vini. Og hætta til dæmis að vera í svona pólskum gettóum. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig það er á Íslandi en ég hef orðið var við það í til dæmis Bretlandi.“ „Það er bara þú og Egill Skallagrímsson“ Frumraun Jaceks á sviði þýðinga voru þýðingar hans á kvæðum Jónasar Hallgrímssonar, sem hann hóf að vinna fyrir pólska útvarpið þegar hann var fjórtán ára. Í innslaginu hér að ofan gefur hann dæmi um hvernig „Ég bið að heilsa“ hljómar á pólsku. Jacek fékk á dögunum viðurkenninguna Orðstír, sem fer til þýðenda úr íslensku yfir á erlend mál, og var þar heiðraður fyrir gífurlega umfangsmikið starf. „Stundum er ekki auðvelt að ná sömu hughrifum úr íslensku yfir á pólsku. En ég vona að mér takist það. Frá mínu sjónarmiði er íslenskan fallegt og auðvelt mál miðað við pólskuna, sem er flókin. En það er líka kannski útaf því að á íslensku er textinn bara til. En ég þarf að gera það sama á pólsku. Og það getur verið snúið,“ segir Jacek. Í daglegu lífi tekur Jacek þýðingarnar alvarlega. Hann vaknar klukkan fimm á morgnana til að byrja að þýða en þá er klukkan þrjú á íslenskum tíma. „Morgnarnir eru bara besti tími dagsins. Ekkert truflar þig. Það er bara þú og Egill Skallagrímsson,“ segir Jacek. Pólland Ísland í dag Bókmenntir Bókmenntahátíð Íslensk fræði Íslensk tunga Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Jacek fékk á dögunum viðurkenninguna Orðstír, sem fer til þýðenda úr íslensku yfir á erlend mál, og var þar heiðraður fyrir gífurlega umfangsmikið starf. Allt frá Jónasi Hallgrímssyni og Egils sögu til Fríðu Ísberg og Elísabetar Jökulsdóttir. Saga Jacek er býsna merkileg og rætt var við þýðandann í Íslandi í dag. Hinn pólski Jacek Godek hefur unnið ötullega að þýðingum úr íslensku yfir í pólsku í meira en fimmtíu ár og vaknar enn klukkan fimm á hverjum morgni.Vísir Jacek rifjar það upp í viðtalinu að þegar hann hafi komið til landsins í lok sjöunda áratugarins hafi hann og systir hans verið einu útlendingarnir í skólanum. „Okkur tókst nokkuð fljótt að aðlagast og eignuðumst marga vini á Íslandi. Við fórum síðan bara í fýlu þegar við vorum að fara héðan fimm árum síðan,“ segir Jacek, sem var orðinn 16 ára gamall þegar hann fór aftur til Póllands. Þá var hann fullnuma í tungumálinu og lýsir því að hann og systir hans hafi ekki sleppt tökunum á íslensku. „Íslenska var svona leyndó. Ég talaði hana við systur mína þegar við vildum ekki vera skilin. Og síðan las ég mikið og hélt henni þannig við,“ segir Jacek. Jacek Godek, lengst til vinstri, gekk í Melaskóla á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar þegar fjölskylda hans flutti til Íslands vegna starfa föður hans í pólska sendiráðinu. Í dag er Jacek leikari og leikstjóri í Póllandi, en á sama tíma þýðandi úr íslensku í pólsku. Á tímum mikilla fólksflutninga til Íslands að utan beinir Jacek því til nýbúa að leggja sig eftir því að læra íslenskuna. Ekki aðeins hafi tungumálið sögulegt gildi sem eins konar latína Norðurlanda, heldur einnig mikið praktískt gildi fyrir íbúa hér. „Þú kynnist ekki samfélaginu ef þú kynnist ekki menningararfi þess og þú kynnist ekki menningararfi ef þú hefur ekki tungumálið,“ segir Jacek. Pólverjar eru langfjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi og skipta á þriðja tug þúsunda. Spurður um ráð til þeirra sem hingað koma segir Jacek: „Það fyrsta er að reyna að læra tungumálið og finna sér vini á Íslandi, íslenska vini. Og hætta til dæmis að vera í svona pólskum gettóum. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig það er á Íslandi en ég hef orðið var við það í til dæmis Bretlandi.“ „Það er bara þú og Egill Skallagrímsson“ Frumraun Jaceks á sviði þýðinga voru þýðingar hans á kvæðum Jónasar Hallgrímssonar, sem hann hóf að vinna fyrir pólska útvarpið þegar hann var fjórtán ára. Í innslaginu hér að ofan gefur hann dæmi um hvernig „Ég bið að heilsa“ hljómar á pólsku. Jacek fékk á dögunum viðurkenninguna Orðstír, sem fer til þýðenda úr íslensku yfir á erlend mál, og var þar heiðraður fyrir gífurlega umfangsmikið starf. „Stundum er ekki auðvelt að ná sömu hughrifum úr íslensku yfir á pólsku. En ég vona að mér takist það. Frá mínu sjónarmiði er íslenskan fallegt og auðvelt mál miðað við pólskuna, sem er flókin. En það er líka kannski útaf því að á íslensku er textinn bara til. En ég þarf að gera það sama á pólsku. Og það getur verið snúið,“ segir Jacek. Í daglegu lífi tekur Jacek þýðingarnar alvarlega. Hann vaknar klukkan fimm á morgnana til að byrja að þýða en þá er klukkan þrjú á íslenskum tíma. „Morgnarnir eru bara besti tími dagsins. Ekkert truflar þig. Það er bara þú og Egill Skallagrímsson,“ segir Jacek.
Pólland Ísland í dag Bókmenntir Bókmenntahátíð Íslensk fræði Íslensk tunga Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira