Eldri hjón fengu ekki að innrita sig þótt þrír tímar væru í flugið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2023 11:57 Hjónin komust aldrei í námunda við brottfararhliðin. Þau mættu í innritun en var tjáð að henni væri lokið. Þau kæmust ekki til Vínarborgar. vísir/Vilhelm Eldri hjón fá engar bætur frá Wizz air eftir að hafa misst af flugi með flugfélaginu frá Keflavík til Vínarborgar í apríl í fyrra. Þau fengu ekki að innrita sig þótt tæplega þrjár klukkustundir væru í auglýst flugtak. Forsaga málsins er sú að hjónin áttu bókað flug klukkan 18:40. Upp úr hádegi barst SMS frá Wizz air um að seinkun á brottför um rúmlega tvær klukkustundir. Fyrir vikið mættu eldri hjónin ekki á Keflavíkurflugvöll fyrr en upp úr klukkan 18. Var þeim þá tjáð af starfsmanni Airport Associates, fulltrúa Wizz Air á vellinum, að innritun væri lokið. Þau fengju ekki að fara um borð. Tölvan sagði nei Ekki dugði að rökræða við starfsmanninn sem svaraði því til að tölvan segði nei. Hann gæti ekki skráð þau um borð. Sonur hjónanna, sem hafði fylgt þeim á flugvöllinn vegna búsetu í næsta nágrenni við flugvöllinn, sá með hjálp FlightRadar að enn voru tvær klukkustundir í að vélin lenti í Keflavík. Áður en hún flygi aftur til Vínar. Það skipti engu máli og þurftu hjónin frá að hverfa. Sonurinn sendi erindi til Wizz air vegna málsins og í framhaldi til Samgöngustofu og lýsti furðu sinni á framkomunni. Samgöngustofa gekk á eftir svörum frá Wizz air og fékk svar mánuði síðar. Þar sagði Wizz air að fólkið ætti engan rétt á bótum þar sem seinkun á fluginu hefði verið innan við þrjár klukkustundir. Samgöngustofa benti þá á að kvörtunin sneri að neitun á fari, ekki seinkun. Wizz Air svaraði fimm vikum síðar og óskaði eftir frekari upplýsingum. Samgöngustofa ítrekaði svo beiðni um svör frá Wizz air í þrjú skipti þar til svar barst loks þann 31. janúar 2023 eða níu mánuðum eftir flugferðina. Þar hafnaði Wizz air bótakröfunni og benti á skyldu fólksins til að innrita sig 45 mínútum fyrir auglýstan brottfarartíma. Kröfu um bætur hafnað Í úrskurði Samgöngustofu er fallist á sjónarmið Wizz air. Farþegum beri að innrita sig eigi síðar en 45 mínútum fyrir auglýstan brottfarartíma sem var 18:40. Í skilmálum Wizz air segi að innritun ljúki 30 mínútum fyrir upprunalega áætlaðan brottfarartíma. Fólkið hafi vissulega fengið skilaboð um breyttan brottfarartíma en ekki breyttan inn innritunartíma. Samgöngustofa segir að þar sem engin slík tilkynning hafi borist hafi farþegunum borið að mæta til innritunar á upprunalegum og tilkynntum innritunartíma óháð skilaboðum sem gáfu til kynna seinkun á brottför. Kröfu hjónanna um bætur var því hafnað. Sonur hjónanna lýsti yfir vonbrigðum með viðbrögð Wizz air. Litli maðurinn hefði orðið undir í baráttu við stóra fyrirtækið. Þá hélt hann því fram, og hafði eftir vini sem starfi á Keflavíkurflugvelli, að fámenni í starfsliði hjá Airport Associates hefði verið ástæðan að þau hefðu drifið sig í að loka innritun. Til að geta sinnt innritun í annað flug. Tengd skjöl ÚrskurðurSGSPDF190KBSækja skjal Fréttir af flugi Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Neytendur Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Sjá meira
Forsaga málsins er sú að hjónin áttu bókað flug klukkan 18:40. Upp úr hádegi barst SMS frá Wizz air um að seinkun á brottför um rúmlega tvær klukkustundir. Fyrir vikið mættu eldri hjónin ekki á Keflavíkurflugvöll fyrr en upp úr klukkan 18. Var þeim þá tjáð af starfsmanni Airport Associates, fulltrúa Wizz Air á vellinum, að innritun væri lokið. Þau fengju ekki að fara um borð. Tölvan sagði nei Ekki dugði að rökræða við starfsmanninn sem svaraði því til að tölvan segði nei. Hann gæti ekki skráð þau um borð. Sonur hjónanna, sem hafði fylgt þeim á flugvöllinn vegna búsetu í næsta nágrenni við flugvöllinn, sá með hjálp FlightRadar að enn voru tvær klukkustundir í að vélin lenti í Keflavík. Áður en hún flygi aftur til Vínar. Það skipti engu máli og þurftu hjónin frá að hverfa. Sonurinn sendi erindi til Wizz air vegna málsins og í framhaldi til Samgöngustofu og lýsti furðu sinni á framkomunni. Samgöngustofa gekk á eftir svörum frá Wizz air og fékk svar mánuði síðar. Þar sagði Wizz air að fólkið ætti engan rétt á bótum þar sem seinkun á fluginu hefði verið innan við þrjár klukkustundir. Samgöngustofa benti þá á að kvörtunin sneri að neitun á fari, ekki seinkun. Wizz Air svaraði fimm vikum síðar og óskaði eftir frekari upplýsingum. Samgöngustofa ítrekaði svo beiðni um svör frá Wizz air í þrjú skipti þar til svar barst loks þann 31. janúar 2023 eða níu mánuðum eftir flugferðina. Þar hafnaði Wizz air bótakröfunni og benti á skyldu fólksins til að innrita sig 45 mínútum fyrir auglýstan brottfarartíma. Kröfu um bætur hafnað Í úrskurði Samgöngustofu er fallist á sjónarmið Wizz air. Farþegum beri að innrita sig eigi síðar en 45 mínútum fyrir auglýstan brottfarartíma sem var 18:40. Í skilmálum Wizz air segi að innritun ljúki 30 mínútum fyrir upprunalega áætlaðan brottfarartíma. Fólkið hafi vissulega fengið skilaboð um breyttan brottfarartíma en ekki breyttan inn innritunartíma. Samgöngustofa segir að þar sem engin slík tilkynning hafi borist hafi farþegunum borið að mæta til innritunar á upprunalegum og tilkynntum innritunartíma óháð skilaboðum sem gáfu til kynna seinkun á brottför. Kröfu hjónanna um bætur var því hafnað. Sonur hjónanna lýsti yfir vonbrigðum með viðbrögð Wizz air. Litli maðurinn hefði orðið undir í baráttu við stóra fyrirtækið. Þá hélt hann því fram, og hafði eftir vini sem starfi á Keflavíkurflugvelli, að fámenni í starfsliði hjá Airport Associates hefði verið ástæðan að þau hefðu drifið sig í að loka innritun. Til að geta sinnt innritun í annað flug. Tengd skjöl ÚrskurðurSGSPDF190KBSækja skjal
Fréttir af flugi Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Neytendur Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Sjá meira