Segir SÍS einbeitt í að mismuna fólki Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 26. apríl 2023 12:10 Sonja Ýr segir að ljóst sé að þjónusta verði skert í einhverjum leikskólum og jafnvel muni koma til lokana. BSRB Atkvæðagreiðsla um verkfall starfsmanna BSRB í skólum og frístundaheimilum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur hófst núna á hádegi en kjaradeila stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga hefur siglt í strand. Formaður BSRB segir SÍS einbeitt í því að mismuna fólki. Kjaradeilan hefur verið í hnút í talsverðan tíma en samþykki félagsmenn BSRB verkfallsaðgerðirnar munu þær hefjast í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum í Kópavogi, Garðabæ, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ. Atkvæðagreiðslunni lýkur á hádegi næstkomandi laugardag og myndu um 1500 manns taka þátt í fyrstu verkfallsaðgerðum sem fyrirhugað er að væru dagana 15. og 16. maí. Frekari aðgerðir eru þó fyrirhugaðar Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir áhrif verkfallana geta verið víðtæk. „Atkvæðagreiðslan snýr að kjaradeilu ellefu aðildarfélaga BSRB vegna kjaradeilu við SÍS. Þetta er í stuttu máli starfsfólk sem starfar hjá sveitarfélögum um land allt utan Reykjavíkur. Í leikskólunum eru þetta leikskólaliðar og annað fólk sem er í þjónustu við börnin. Í grunnskólunum eru þetta skólaliðarnir og annað starfsfólk fyrir utan kennara og á frístundaheimilum eru þetta frístundaleiðbeinendur.“ Mögulega kæmi til einhverra lokana. „Ef að niðurstaðan verður sú að félagsfólk okkar ákveður að fara í verkföll þá mun það vafalaust hafa þau áhrif að einhverjir leikskólar þurfa að senda börn heim og jafnvel loka. Sömuleiðis að frístundaheimilin verði lokuð eða skert þjónusta þar sem og í grunnskólunum.“ Búið er að semja við ríki og borg en önnur sveitarfélög standa eftir. „Það er búið að semja við bæði ríkið og Reykjavíkurborg þannig að þetta er svona sérmál þar sem að okkar mati blasir við að SÍS er einbeitt í því að mismuna fólki. Staðan er sú að okkar fólk sem eru enn kjarasamningslaus þau starfa oft í sömu störfum eða hlið við hlið inni á sömu vinnustöðum og fólk sem fékk launahækkanir sínar frá 1. janúar síðastliðin. Okkar félagsmenn myndu hækka 25% minna í launum en annað starfsfólk. Það er auðvitað bara hrein og klár mismunun.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Garðabær Kópavogur Mosfellsbær Seltjarnarnes Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Kjaradeilan hefur verið í hnút í talsverðan tíma en samþykki félagsmenn BSRB verkfallsaðgerðirnar munu þær hefjast í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum í Kópavogi, Garðabæ, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ. Atkvæðagreiðslunni lýkur á hádegi næstkomandi laugardag og myndu um 1500 manns taka þátt í fyrstu verkfallsaðgerðum sem fyrirhugað er að væru dagana 15. og 16. maí. Frekari aðgerðir eru þó fyrirhugaðar Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir áhrif verkfallana geta verið víðtæk. „Atkvæðagreiðslan snýr að kjaradeilu ellefu aðildarfélaga BSRB vegna kjaradeilu við SÍS. Þetta er í stuttu máli starfsfólk sem starfar hjá sveitarfélögum um land allt utan Reykjavíkur. Í leikskólunum eru þetta leikskólaliðar og annað fólk sem er í þjónustu við börnin. Í grunnskólunum eru þetta skólaliðarnir og annað starfsfólk fyrir utan kennara og á frístundaheimilum eru þetta frístundaleiðbeinendur.“ Mögulega kæmi til einhverra lokana. „Ef að niðurstaðan verður sú að félagsfólk okkar ákveður að fara í verkföll þá mun það vafalaust hafa þau áhrif að einhverjir leikskólar þurfa að senda börn heim og jafnvel loka. Sömuleiðis að frístundaheimilin verði lokuð eða skert þjónusta þar sem og í grunnskólunum.“ Búið er að semja við ríki og borg en önnur sveitarfélög standa eftir. „Það er búið að semja við bæði ríkið og Reykjavíkurborg þannig að þetta er svona sérmál þar sem að okkar mati blasir við að SÍS er einbeitt í því að mismuna fólki. Staðan er sú að okkar fólk sem eru enn kjarasamningslaus þau starfa oft í sömu störfum eða hlið við hlið inni á sömu vinnustöðum og fólk sem fékk launahækkanir sínar frá 1. janúar síðastliðin. Okkar félagsmenn myndu hækka 25% minna í launum en annað starfsfólk. Það er auðvitað bara hrein og klár mismunun.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Garðabær Kópavogur Mosfellsbær Seltjarnarnes Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira