Segir engin kjarnavopn hafa verið á Íslandi eða í landhelginni síðustu fimm ár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. apríl 2023 06:38 Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð utanríkisráðherra segir traust ríkja um að bandamenn virði friðlýsingu um kjarnavopn. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra segir mögulegt að staðhæfa að engin kjarnavopn hafi verið á Íslandi eða í landhelginni á undanförnum fimm árum. Þetta kemur fram í svörum við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar þingmanns Pírata. Andrés spurði meðal annars að því hvort Keflavíkurflugvöllur hefði verið notaður eða hvort til stæði að nota hann í tengslum við flutninga vegna uppfærslu á kjarnaoddum Bandaríkjanna í herstöðvum í Evrópu. Svar ráðherra var einfalt: Nei. Þá segir í svörum ráðherra að kafbátar búnir kjarnavopnum hafi ekki haft för um eða dvalið í landhelginni á síðustu fimm árum. Það hefði gerst að sérstakt samráð hefði átt sér stað vegna komu tveggja tegunda sprengjuflugvéla frá Bandaríkjunum; árin 2018, 2019 og 2021. Um var að ræða eina B-52 og fjórar B-2 flugvélar en þær báru ekki kjarnavopn. „Koma erlendra ríkisloftfara, þ.m.t. herflugvéla, sem og erlendra ríkisskipa, þ.m.t. herskipa, inn á íslenskt yfirráðasvæði er háð samþykki utanríkisráðherra í samræmi við ákvæði laga um loftferðir og laga um vaktstöð siglinga. Ríkisför óska eftir heimild til komu eða ferðar um íslenskt yfirráðasvæði og er það gert með formlegri orðsendingu sem gildir annaðhvort um einstaka komu sjófars eða flugvélar eða sem almenn heimild til tiltekins tíma,“ segir í svörum ráðherra. Ríkisför njóti almennt friðhelgi og því fari almennt ekki fram skoðun á farmi eða búnaði þeirra af hálfu íslenskra stjórnvalda. Bandamenn þekki þó stefnu Íslands hvað varðar friðlýsingu landsins og landhelginnar fyrir kjarnavopnum og virði hana. „Umfram almennt eftirlit með flug- og skipaumferð um íslenskt yfirráðasvæði er ekki viðhaft sérstakt eftirlit með friðlýsingu Íslands og íslenskrar landhelgi fyrir kjarnavopnum heldur ríkir traust um það að önnur ríki, einkum bandalagsríki, virði friðlýsinguna og stefnu Íslands.“ Kjarnorka Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Andrés spurði meðal annars að því hvort Keflavíkurflugvöllur hefði verið notaður eða hvort til stæði að nota hann í tengslum við flutninga vegna uppfærslu á kjarnaoddum Bandaríkjanna í herstöðvum í Evrópu. Svar ráðherra var einfalt: Nei. Þá segir í svörum ráðherra að kafbátar búnir kjarnavopnum hafi ekki haft för um eða dvalið í landhelginni á síðustu fimm árum. Það hefði gerst að sérstakt samráð hefði átt sér stað vegna komu tveggja tegunda sprengjuflugvéla frá Bandaríkjunum; árin 2018, 2019 og 2021. Um var að ræða eina B-52 og fjórar B-2 flugvélar en þær báru ekki kjarnavopn. „Koma erlendra ríkisloftfara, þ.m.t. herflugvéla, sem og erlendra ríkisskipa, þ.m.t. herskipa, inn á íslenskt yfirráðasvæði er háð samþykki utanríkisráðherra í samræmi við ákvæði laga um loftferðir og laga um vaktstöð siglinga. Ríkisför óska eftir heimild til komu eða ferðar um íslenskt yfirráðasvæði og er það gert með formlegri orðsendingu sem gildir annaðhvort um einstaka komu sjófars eða flugvélar eða sem almenn heimild til tiltekins tíma,“ segir í svörum ráðherra. Ríkisför njóti almennt friðhelgi og því fari almennt ekki fram skoðun á farmi eða búnaði þeirra af hálfu íslenskra stjórnvalda. Bandamenn þekki þó stefnu Íslands hvað varðar friðlýsingu landsins og landhelginnar fyrir kjarnavopnum og virði hana. „Umfram almennt eftirlit með flug- og skipaumferð um íslenskt yfirráðasvæði er ekki viðhaft sérstakt eftirlit með friðlýsingu Íslands og íslenskrar landhelgi fyrir kjarnavopnum heldur ríkir traust um það að önnur ríki, einkum bandalagsríki, virði friðlýsinguna og stefnu Íslands.“
Kjarnorka Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira