Búinn að vera draumur síðan hann sá Snorra Stein og Óla Stef spila með liðinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. apríl 2023 07:01 Arnór Snær Óskarsson var kynntur sem nýr leikmaður Rhein-Neckar Löwen í gær. Vísir/Sigurjón Arnór Snær Óskarsson samdi í gær við þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen og mun spila þar á næstu leiktíð. Hann segir draum vera að rætast. „Það er búinn að vera draumur síðan maður var lítill, síðan maður horfði á Snorra [Stein Guðjónsson] og Óla [Ólaf Stefánsson] og alla þessa gæja spila í þessum leikjum,“ sagði Arnór Snær í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Þetta er bara búinn að vera draumur síðan maður var lítill þannig að þetta er algjör snilld.“ Tilkynnt var um skipti Arnórs í gær, en hann gekk hins vegar frá þeim þegar Valur mætti Göppingen ytra í Evrópudeildinni á dögunum. „Það var planað að klára þetta bara eftir leikinn. Þannig að ég spilaði leikinn og keyrði síðan um kvöldið til Mannheim og kláraði þetta daginn eftir.“ Hjá Rhein-Neckar Löwen hittir Arnór fyrir annan Íslending og Valsara, Ými Örn Gíslason. „Við erum búnir að vera í ágætis sambandi. Hann fékk að vita það frá þjálfaranum að þeir væru að skoða Íslendinga og eftir að ég fékk að vita þetta þá heyrði hann í mér og við erum búnir að vera í sambandi um hitt og þetta. Hvernig þetta er og íbúðir og alls konar þannig. Hann er búinn að hjálpa mér mjög mikið.“ Klippa: Arnór Snær Óskarsson gengur í raðir Rhein-Neckar Löwen Þjálfari Arnórs hjá Val, Snorri Steinn Guðjónsson, lék einnig með Rhein-Neckar Löwen á sínum tíma og Arnór segist að sjálfsögðu hafa rætt þetta við hann. „Já, auðvitað. Ég talaði við hann um leið og þeir heyrðu í mér og lét hann auðvitað vita af þessu. Hann sagði mér bara að þetta væri frábær staður, gott lið og flottur klúbbur og kannski ekkert ósvipað og hér.“ „Hann allavega sagði að þetta væri frábær staður og hann naut þess að vera þarna. Og ég auðvitað treysti honum“ „Þetta leggst vel í mig núna. Svo verðum við bara að sjá þegar það gerist þá kemur það í ljós hvort að maður höndli þetta eða ekki. Þetta er bara eins og þegar maður er að fara í leiki. Maður er kannski ekki stressaður fyrr en maður er mættur í höllina og þetta er kannski svipuð tilfinning. Þetta er geggjað gaman núna að vera að fara og flytja og allt það en svo um leið og maður er mættur og klukkan orðin sjö og enginn matur tilbúinn og engin mamma og allt það þá verður það kannski svolítið erfitt,“ sagði Arnór léttur að lokum. Olís-deild karla Þýski handboltinn Valur Tengdar fréttir Bikarmeistarar Löwen kynna Arnór Snæ til leiks Arnór Snær Óskarsson er genginn í raðir þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen frá Val. Þar er fyrir einn fyrrum leikmaður Vals, Ýmir Örn Gíslason. 25. apríl 2023 08:15 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Sjá meira
„Það er búinn að vera draumur síðan maður var lítill, síðan maður horfði á Snorra [Stein Guðjónsson] og Óla [Ólaf Stefánsson] og alla þessa gæja spila í þessum leikjum,“ sagði Arnór Snær í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Þetta er bara búinn að vera draumur síðan maður var lítill þannig að þetta er algjör snilld.“ Tilkynnt var um skipti Arnórs í gær, en hann gekk hins vegar frá þeim þegar Valur mætti Göppingen ytra í Evrópudeildinni á dögunum. „Það var planað að klára þetta bara eftir leikinn. Þannig að ég spilaði leikinn og keyrði síðan um kvöldið til Mannheim og kláraði þetta daginn eftir.“ Hjá Rhein-Neckar Löwen hittir Arnór fyrir annan Íslending og Valsara, Ými Örn Gíslason. „Við erum búnir að vera í ágætis sambandi. Hann fékk að vita það frá þjálfaranum að þeir væru að skoða Íslendinga og eftir að ég fékk að vita þetta þá heyrði hann í mér og við erum búnir að vera í sambandi um hitt og þetta. Hvernig þetta er og íbúðir og alls konar þannig. Hann er búinn að hjálpa mér mjög mikið.“ Klippa: Arnór Snær Óskarsson gengur í raðir Rhein-Neckar Löwen Þjálfari Arnórs hjá Val, Snorri Steinn Guðjónsson, lék einnig með Rhein-Neckar Löwen á sínum tíma og Arnór segist að sjálfsögðu hafa rætt þetta við hann. „Já, auðvitað. Ég talaði við hann um leið og þeir heyrðu í mér og lét hann auðvitað vita af þessu. Hann sagði mér bara að þetta væri frábær staður, gott lið og flottur klúbbur og kannski ekkert ósvipað og hér.“ „Hann allavega sagði að þetta væri frábær staður og hann naut þess að vera þarna. Og ég auðvitað treysti honum“ „Þetta leggst vel í mig núna. Svo verðum við bara að sjá þegar það gerist þá kemur það í ljós hvort að maður höndli þetta eða ekki. Þetta er bara eins og þegar maður er að fara í leiki. Maður er kannski ekki stressaður fyrr en maður er mættur í höllina og þetta er kannski svipuð tilfinning. Þetta er geggjað gaman núna að vera að fara og flytja og allt það en svo um leið og maður er mættur og klukkan orðin sjö og enginn matur tilbúinn og engin mamma og allt það þá verður það kannski svolítið erfitt,“ sagði Arnór léttur að lokum.
Olís-deild karla Þýski handboltinn Valur Tengdar fréttir Bikarmeistarar Löwen kynna Arnór Snæ til leiks Arnór Snær Óskarsson er genginn í raðir þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen frá Val. Þar er fyrir einn fyrrum leikmaður Vals, Ýmir Örn Gíslason. 25. apríl 2023 08:15 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Sjá meira
Bikarmeistarar Löwen kynna Arnór Snæ til leiks Arnór Snær Óskarsson er genginn í raðir þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen frá Val. Þar er fyrir einn fyrrum leikmaður Vals, Ýmir Örn Gíslason. 25. apríl 2023 08:15