Súdanski herinn sagður hafa rofið vopnahlé Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2023 14:43 Þó svo að vopnahléi hafi verið komið á í Súdan í gærkvöldi hafa átök geisað í dag. AP Photo/Marwan Ali Vígasveitir RSF segja súdanska stjórnarherinn hafa rofið vopnahlé sem samþykkt var seint í gærkvöldi. Skothvellir hafa heyrst í höfuðborginni Khartoum og í Omdurman í dag. Bresk stjórnvöld hafa biðlað til ríkisborgara sinna að halda þegar í stað á flugvöll norður af höfuðborginni þaðan sem þeim verður flogið beinustu leið til Kýpur og svo Bretlands. Undanfarna tíu daga hafa hörð átök geisað milli vígasveita RSF og súdanska stjórnarhersins. Deilurnar snúast að valdtöku hersins fyrir um einu og hálfu ári síðan. Herinn hefur frá valdtöku heitið því að láta af völdum og koma á þjóðstjórn en ekki staðið við þau loforð. Hundruð hafa fallið og þúsundir særst í átökum síðustu daga auk þess sem fjöldi fólks hefur flúið heimili sín og til nágrannaríkja. Um helgina réðust ýmis ríki í drastískar aðgerðir til að koma erindrekum sínum frá landinu. Bandaríkin sendu sérsveitir sjó- og flughersins á herþyrlum til að sækja sendiráðsstarfsmenn og fjölskyldur þeirra og Bretland og Grikkland auk annarra ríkja fylgdu fast á hæla. Stríðandi fylkingar samþykktu í gær að leggja niður vopn í 72 klukkustundir í það minnsta en svo virðist sem þau skilaboð hafi ekki borist til allra. Leiðtogar RSF segja í yfirlýsingu að súdanski stjórnarherinn hafi ekki staðið við orð sín. „Súdanski stjórnarherinn hefur rofið vopnahléð með því að halda áfram loftárásum á Khartoum. Það er skýrt brot á vopnahlé. Þetta er skýrt merki um að það er engin miðstjórn í stjórnarhernum og ákvarðanir eru teknar í hverju horni,“ segir Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, í yfirlýsingu. Japanski herinn flaug í nótt með japanska ríkisborgara frá Súdan til Djíbútí. AP/Kyodo News „Við hvetjum súdanska stjórnarherinn til að virða vopnahléð og stöðvi kvalir almennra borgara. Við köllum einnig eftir því að alþjóðsamfélagið grípi inní og beiti súdanska herinn þrýstingi til að fara eftir skilyrðum vopnahlésins. Rof á vopnahlénu er skýrt merki um að súdanska herinn þyrsti í stríð og blóðbað. Þetta verður að stöðva. Við hvetjum til friðasamra leiða að friði.“ Þó svo að vopnahléð hafi verið rofið eru átökin í dag alls ekki jafn mikil eða slæm og þau hafa verið undanfarna rúma viku. Bresk stjórnvöld hafa vegna þessa hvatt ríkisborgara sína í Súdan til að grípa tækifærið til að komast úr landi. Bresk herflugvél bíður nú Breta á flugvelli norður af höfuðborginni. Þaðan verður flogið til Kýpur og svo til Bretlands. Hingað til hefur verið nærri ómögulegt að fara loftleiðina úr landinu vegna árása á flugvelli. Eins og áður segir hafa erlend ríki gripið til þess að fá herþyrlur til að sækja erindreka beinustu leið í sendiráðin en þá hafa einhverjir flúið sjóleiðina. Sádar fóru til að mynda sjóleiðina til Jedda í liðinni viku. Súdan Tengdar fréttir Vopnahlé í Súdan Stríðandi fylkingar í Súdan féllust í dag á málamiðlun Bandaríkjanna um 72 tíma vopnahlé til að hægt sé að koma almennum borgurum í Súdan til aðstoðar. Vopnahléð hófst á miðnætti að staðartíma. 24. apríl 2023 23:40 Flytja bandaríska erindreka frá Khartoum í skugga átaka Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skipað nokkrum tugum bandarískra erindreka og fjölskyldum þeirra að yfirgefa Khartoum, höfuðborg Súdan, þar sem blóðug átök geisa á milli stríðandi fylkinga. Bandarískir hermenn sóttu fólkið á þremur herþyrlum við sendiráðið snemma í morgun. 23. apríl 2023 07:38 Átökin í Khartoum breiðast út um allt Súdan Hörð átök geysa nú um allt Afríkuríkið Súdan þar sem stríðandi hópar takast nú á um völdin. 17. apríl 2023 07:33 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Undanfarna tíu daga hafa hörð átök geisað milli vígasveita RSF og súdanska stjórnarhersins. Deilurnar snúast að valdtöku hersins fyrir um einu og hálfu ári síðan. Herinn hefur frá valdtöku heitið því að láta af völdum og koma á þjóðstjórn en ekki staðið við þau loforð. Hundruð hafa fallið og þúsundir særst í átökum síðustu daga auk þess sem fjöldi fólks hefur flúið heimili sín og til nágrannaríkja. Um helgina réðust ýmis ríki í drastískar aðgerðir til að koma erindrekum sínum frá landinu. Bandaríkin sendu sérsveitir sjó- og flughersins á herþyrlum til að sækja sendiráðsstarfsmenn og fjölskyldur þeirra og Bretland og Grikkland auk annarra ríkja fylgdu fast á hæla. Stríðandi fylkingar samþykktu í gær að leggja niður vopn í 72 klukkustundir í það minnsta en svo virðist sem þau skilaboð hafi ekki borist til allra. Leiðtogar RSF segja í yfirlýsingu að súdanski stjórnarherinn hafi ekki staðið við orð sín. „Súdanski stjórnarherinn hefur rofið vopnahléð með því að halda áfram loftárásum á Khartoum. Það er skýrt brot á vopnahlé. Þetta er skýrt merki um að það er engin miðstjórn í stjórnarhernum og ákvarðanir eru teknar í hverju horni,“ segir Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, í yfirlýsingu. Japanski herinn flaug í nótt með japanska ríkisborgara frá Súdan til Djíbútí. AP/Kyodo News „Við hvetjum súdanska stjórnarherinn til að virða vopnahléð og stöðvi kvalir almennra borgara. Við köllum einnig eftir því að alþjóðsamfélagið grípi inní og beiti súdanska herinn þrýstingi til að fara eftir skilyrðum vopnahlésins. Rof á vopnahlénu er skýrt merki um að súdanska herinn þyrsti í stríð og blóðbað. Þetta verður að stöðva. Við hvetjum til friðasamra leiða að friði.“ Þó svo að vopnahléð hafi verið rofið eru átökin í dag alls ekki jafn mikil eða slæm og þau hafa verið undanfarna rúma viku. Bresk stjórnvöld hafa vegna þessa hvatt ríkisborgara sína í Súdan til að grípa tækifærið til að komast úr landi. Bresk herflugvél bíður nú Breta á flugvelli norður af höfuðborginni. Þaðan verður flogið til Kýpur og svo til Bretlands. Hingað til hefur verið nærri ómögulegt að fara loftleiðina úr landinu vegna árása á flugvelli. Eins og áður segir hafa erlend ríki gripið til þess að fá herþyrlur til að sækja erindreka beinustu leið í sendiráðin en þá hafa einhverjir flúið sjóleiðina. Sádar fóru til að mynda sjóleiðina til Jedda í liðinni viku.
Súdan Tengdar fréttir Vopnahlé í Súdan Stríðandi fylkingar í Súdan féllust í dag á málamiðlun Bandaríkjanna um 72 tíma vopnahlé til að hægt sé að koma almennum borgurum í Súdan til aðstoðar. Vopnahléð hófst á miðnætti að staðartíma. 24. apríl 2023 23:40 Flytja bandaríska erindreka frá Khartoum í skugga átaka Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skipað nokkrum tugum bandarískra erindreka og fjölskyldum þeirra að yfirgefa Khartoum, höfuðborg Súdan, þar sem blóðug átök geisa á milli stríðandi fylkinga. Bandarískir hermenn sóttu fólkið á þremur herþyrlum við sendiráðið snemma í morgun. 23. apríl 2023 07:38 Átökin í Khartoum breiðast út um allt Súdan Hörð átök geysa nú um allt Afríkuríkið Súdan þar sem stríðandi hópar takast nú á um völdin. 17. apríl 2023 07:33 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Vopnahlé í Súdan Stríðandi fylkingar í Súdan féllust í dag á málamiðlun Bandaríkjanna um 72 tíma vopnahlé til að hægt sé að koma almennum borgurum í Súdan til aðstoðar. Vopnahléð hófst á miðnætti að staðartíma. 24. apríl 2023 23:40
Flytja bandaríska erindreka frá Khartoum í skugga átaka Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skipað nokkrum tugum bandarískra erindreka og fjölskyldum þeirra að yfirgefa Khartoum, höfuðborg Súdan, þar sem blóðug átök geisa á milli stríðandi fylkinga. Bandarískir hermenn sóttu fólkið á þremur herþyrlum við sendiráðið snemma í morgun. 23. apríl 2023 07:38
Átökin í Khartoum breiðast út um allt Súdan Hörð átök geysa nú um allt Afríkuríkið Súdan þar sem stríðandi hópar takast nú á um völdin. 17. apríl 2023 07:33