Vopnahlé í Súdan Máni Snær Þorláksson skrifar 24. apríl 2023 23:40 Tímabundið vopnahlé hófst í Súdan í kvöld en hörð átök hafa geisað þar undanfarna daga. Getty/Anadolu Agency Stríðandi fylkingar í Súdan féllust í dag á málamiðlun Bandaríkjanna um 72 tíma vopnahlé til að hægt sé að koma almennum borgurum í Súdan til aðstoðar. Vopnahléð hófst á miðnætti að staðartíma. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, greindi frá vopnahlénu í yfirlýsingu í dag. Hann segir viðræður við stjórnarher Súdans og uppreisnarsveita RSF um vopnahlé hafa staðið yfir í tvo sólarhringa. Niðurstaða hafi þó náðst að lokum og féllust báðar sveitir á að leggja niður vopn í þrjá sólarhringa. Samkvæmt Guardian eru Bandaríkin þessa stundina að reyna að koma um þúsund Bandaríkjamönnum sem eru fastir í Súdan í burtu frá landinu. Sendiráð Bandaríkjanna í Súdan getur ekki hjálpað þeim Bandaríkjamönnum þar sem Bandaríkin fluttu allt starfsfólk sitt þar í burtu um helgina og skellti í lás. Þessi hörðu átök í Súdan brutust út á milli súdanska stjórnarhersins, sem leiddur er af herforingjanum Abdel Fattah al-Burhan, og RSF, sem leiddur er af Mohamed Hamdan Dagalo, þann 15. apríl síðastliðinn. Fljótlega eftir það dreifðust átökin út um allt landið. Herforingjarnir tveir tóku höndum saman í október 2021 og tóku völdin í Súdan. Yfirstandandi átök eru rakin til mikillar valdabaráttu innan súdanska hersins. Rekja má þá baráttu til deilna um hvernig ætti að innleiða RSF inn í súdanska herinn. Súdan Hernaður Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, greindi frá vopnahlénu í yfirlýsingu í dag. Hann segir viðræður við stjórnarher Súdans og uppreisnarsveita RSF um vopnahlé hafa staðið yfir í tvo sólarhringa. Niðurstaða hafi þó náðst að lokum og féllust báðar sveitir á að leggja niður vopn í þrjá sólarhringa. Samkvæmt Guardian eru Bandaríkin þessa stundina að reyna að koma um þúsund Bandaríkjamönnum sem eru fastir í Súdan í burtu frá landinu. Sendiráð Bandaríkjanna í Súdan getur ekki hjálpað þeim Bandaríkjamönnum þar sem Bandaríkin fluttu allt starfsfólk sitt þar í burtu um helgina og skellti í lás. Þessi hörðu átök í Súdan brutust út á milli súdanska stjórnarhersins, sem leiddur er af herforingjanum Abdel Fattah al-Burhan, og RSF, sem leiddur er af Mohamed Hamdan Dagalo, þann 15. apríl síðastliðinn. Fljótlega eftir það dreifðust átökin út um allt landið. Herforingjarnir tveir tóku höndum saman í október 2021 og tóku völdin í Súdan. Yfirstandandi átök eru rakin til mikillar valdabaráttu innan súdanska hersins. Rekja má þá baráttu til deilna um hvernig ætti að innleiða RSF inn í súdanska herinn.
Súdan Hernaður Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira