„Enginn hefði getað ímyndað sér að þetta gæti gerst í þessu annars rólega landi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. apríl 2023 19:31 Sendiherra Póllands á Íslandi hefur verið í miklum samskiptum við fjölskyldu hins látna. Vísir/Sigurjón Fjölskylda pólska mannsins sem lést eftir stunguárás fyrir helgi er í áfalli að sögn sendiherra Póllands á Íslandi. Pólska samfélagið hér á landi hafi ekki órað fyrir því að slíkt gæti gerst á hinu örugga og hægláta samfélagi á Íslandi. Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi, er í miklum samskiptum við fjölskyldu hins látna og hitti hana síðast í dag. Móðir hans og systir búa á Íslandi en bróðir hans og tveggja ára dóttir búa í Póllandi. Hinn látni flutti hingað til lands til að afla sér tekna til að geta séð fyrir dóttur sinni. Hér að neðan er hægt að horfa á fréttir Stöðvar 2 um málið en athugið að staða ungmennanna fjögurra hefur breyst frá því fréttin fór í loftið. Nýjasta í málinu er að sautján ára stúlka, hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Verjandi stúlkunnar kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms og Landsréttur felldi hann úr gildi um sexleytið. Nítján ára sakborningur hefur játað að hafa orðið manninum að bana. Upphaflega voru fjórir í gæsluvarðhaldi vegna málsins. „Allir eru mjög slegnir yfir þessu. Ekki aðeins fjölskyldan. Þetta er eitthvað sem er algjörlega óviðunandi og enginn hefði getað ímyndað sér að þetta gæti gerst í þessu annars rólega landi. Ein af ástæðunum fyrir því að Pólverjar koma til Íslands er að landið telst öruggt,“ bendir sendiherrann á. Pólska samfélagið á Íslandi sé í áfalli vegna málsins. „Við erum næstum því 30 þúsund og þetta var áfall fyrir okkur. Við bíðum eftir lokaniðurstöðu lögreglunnar. Mikilvægast er að vita ástæðu glæpsins. Ég legg áherslu á að aðförin var hrottafengin og þess ber að geta að manndrápið var tekið upp á myndband,“ segir Pokruszyński. Málið allt sé hryllilegt. Pokruszyński vildi ekki fullyrða að Pólverjar á Íslandi óttuðust um öryggi sitt. „En auðvitað eftir svona merki um hatur þá held ég að við munum eflaust vera mun skynsamlegri eftir þennan harmleik.“ Tekið skal fram að lögregluyfirvöld hafa meðal annars sagt í yfirlýsingu að hingað til bendi ekkert til þess að þjóðerni þess látna hafi haft með málið að gera. Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Innflytjendamál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Stúlkunni sleppt úr haldi og einn búinn að játa Sautján ára stúlka sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Verjandi stúlkunnar kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms og Landsréttur felldi hann úr gildi um sexleytið. Nítján ára sakborningur hefur játað að hafa orðið manninum að bana. 24. apríl 2023 19:20 „Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma“ Verjandi sautján ára stúlku sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku telur óeðlilegt að stúlkan sem sé lykilvitni og upplýsti máli í raun og veru sæti enn gæsluvarðhaldi. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar. Stúlkan sé barn sem hafi verið á röngum stað á röngum tíma. 24. apríl 2023 17:10 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi, er í miklum samskiptum við fjölskyldu hins látna og hitti hana síðast í dag. Móðir hans og systir búa á Íslandi en bróðir hans og tveggja ára dóttir búa í Póllandi. Hinn látni flutti hingað til lands til að afla sér tekna til að geta séð fyrir dóttur sinni. Hér að neðan er hægt að horfa á fréttir Stöðvar 2 um málið en athugið að staða ungmennanna fjögurra hefur breyst frá því fréttin fór í loftið. Nýjasta í málinu er að sautján ára stúlka, hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Verjandi stúlkunnar kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms og Landsréttur felldi hann úr gildi um sexleytið. Nítján ára sakborningur hefur játað að hafa orðið manninum að bana. Upphaflega voru fjórir í gæsluvarðhaldi vegna málsins. „Allir eru mjög slegnir yfir þessu. Ekki aðeins fjölskyldan. Þetta er eitthvað sem er algjörlega óviðunandi og enginn hefði getað ímyndað sér að þetta gæti gerst í þessu annars rólega landi. Ein af ástæðunum fyrir því að Pólverjar koma til Íslands er að landið telst öruggt,“ bendir sendiherrann á. Pólska samfélagið á Íslandi sé í áfalli vegna málsins. „Við erum næstum því 30 þúsund og þetta var áfall fyrir okkur. Við bíðum eftir lokaniðurstöðu lögreglunnar. Mikilvægast er að vita ástæðu glæpsins. Ég legg áherslu á að aðförin var hrottafengin og þess ber að geta að manndrápið var tekið upp á myndband,“ segir Pokruszyński. Málið allt sé hryllilegt. Pokruszyński vildi ekki fullyrða að Pólverjar á Íslandi óttuðust um öryggi sitt. „En auðvitað eftir svona merki um hatur þá held ég að við munum eflaust vera mun skynsamlegri eftir þennan harmleik.“ Tekið skal fram að lögregluyfirvöld hafa meðal annars sagt í yfirlýsingu að hingað til bendi ekkert til þess að þjóðerni þess látna hafi haft með málið að gera.
Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Innflytjendamál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Stúlkunni sleppt úr haldi og einn búinn að játa Sautján ára stúlka sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Verjandi stúlkunnar kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms og Landsréttur felldi hann úr gildi um sexleytið. Nítján ára sakborningur hefur játað að hafa orðið manninum að bana. 24. apríl 2023 19:20 „Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma“ Verjandi sautján ára stúlku sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku telur óeðlilegt að stúlkan sem sé lykilvitni og upplýsti máli í raun og veru sæti enn gæsluvarðhaldi. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar. Stúlkan sé barn sem hafi verið á röngum stað á röngum tíma. 24. apríl 2023 17:10 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Stúlkunni sleppt úr haldi og einn búinn að játa Sautján ára stúlka sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Verjandi stúlkunnar kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms og Landsréttur felldi hann úr gildi um sexleytið. Nítján ára sakborningur hefur játað að hafa orðið manninum að bana. 24. apríl 2023 19:20
„Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma“ Verjandi sautján ára stúlku sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku telur óeðlilegt að stúlkan sem sé lykilvitni og upplýsti máli í raun og veru sæti enn gæsluvarðhaldi. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar. Stúlkan sé barn sem hafi verið á röngum stað á röngum tíma. 24. apríl 2023 17:10