Mörkin úr Bestu: Fór boltinn í höndina á Viktori Erni? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. apríl 2023 11:31 Nær ógerlegt að sjá hvort boltinn fari í hönd, andlit eða bæði. Stöð 2 Sport ÍBV vann dramatískan 2-1 sigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks í 3. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Sigurmarkið kom úr umdeildri vítaspyrnu í uppbótartíma. Þá vann Valur 3-1 sigur á Fram í Úlfarsárdal. Íslandsmeistarar Breiðabliks heimsóttu Vestmannaeyjar á sunnudag í leit að sínum öðrum sigri á tímabilinu. Á sama tíma voru Eyjamenn á höttunum á eftir sínum fyrsta sigri. Völlurinn fór fram á Hásteinsvelli sem hefur séð betri daga. Heimamenn virtust þó njóta sín ágætlega og kom Halldór Jón Sigurður Þórðarson þeim yfir með skoti af stuttu færi á 39. mínútu leiksins. Blikar létu það ekki á sig fá og jafnaði fyrirliði þeirra, Höskuldur Gunnlaugsson, metin með góðum skalla í blálok fyrri hálfleiks. Það var svo þegar komnar voru tvær mínútur fram yfir venjulegan leiktíma sem heimamenn fengu vítaspyrnu. Dómari leiksins mat það svo að boltinn hefði farið í höndina á Viktori Erni Margeirssyni er hann henti sér fyrir fyrirgjöf. Víti niðurstaðan og úr því skoraði Eiður Aron Sigurbjörnsson sigurmarkið, lokatölur 2-1. „Ég veit ekki hvort þetta var víti, ég sá það ekki. Þeir segja að hann hafi fengið boltann í andlitið,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi eftir leik. Viktor Örn hafði sömu sögu að segja í spjalli við Fótbolti.net eftir leik. Dæmi hver fyrir sig en sjá má mörkin sem og aðdraganda vítaspyrnunnar í spilaranum hér að neðan. Klippa: Besta deild karla: ÍBV 2-1 Breiðablik Valur heimsótti fyrrum nágranna sína í Fram upp í Úlfarsárdal. Fred kom Fram yfir á 35. mínútu en Andri Rúnar Bjarnason jafnaði, einnig úr umdeildri vítaspyrnu, undir lok fyrri hálfleiks. Guðmundur Magnússon fékk tækifæri til að koma Fram yfir á nýjan leik en Frederik Schram varði vítaspyrnu Framherjans í stöðunni 1-1. Varamaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði svo tvívegis með stuttu millibili og Valur vann mikilvægan 3-1 sigur. Klippa: Besta deild karla: Fram 1-3 Valur Þá gerðu KA og Keflavík markalaust jafntefli á Akureyri. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Valur ÍBV Fram Tengdar fréttir Jón Þórir: Guðmundur Andri viðurkenndi að það var lítil sem engin snerting Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, fannst frammistaða lærisveina sinna verðskulda stig þegar lið hans laut í lægra haldi fyrir Val í þriðju umferð Bestu deildar karla í fótbolta í Úlfarsárdalnum í kvöld. 23. apríl 2023 22:05 „Ef við spilum svona verðum við ekki í toppbaráttu“ „Ég er mjög svekktur með frammistöðuna í þessum leik. Við spilum ekki nógu góðan leik, ég held við getum bara verið ánægðir með þetta eina stig,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 0-0 jafntefli á móti Keflavík á Greifavellinum í dag. 23. apríl 2023 18:54 Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira
Íslandsmeistarar Breiðabliks heimsóttu Vestmannaeyjar á sunnudag í leit að sínum öðrum sigri á tímabilinu. Á sama tíma voru Eyjamenn á höttunum á eftir sínum fyrsta sigri. Völlurinn fór fram á Hásteinsvelli sem hefur séð betri daga. Heimamenn virtust þó njóta sín ágætlega og kom Halldór Jón Sigurður Þórðarson þeim yfir með skoti af stuttu færi á 39. mínútu leiksins. Blikar létu það ekki á sig fá og jafnaði fyrirliði þeirra, Höskuldur Gunnlaugsson, metin með góðum skalla í blálok fyrri hálfleiks. Það var svo þegar komnar voru tvær mínútur fram yfir venjulegan leiktíma sem heimamenn fengu vítaspyrnu. Dómari leiksins mat það svo að boltinn hefði farið í höndina á Viktori Erni Margeirssyni er hann henti sér fyrir fyrirgjöf. Víti niðurstaðan og úr því skoraði Eiður Aron Sigurbjörnsson sigurmarkið, lokatölur 2-1. „Ég veit ekki hvort þetta var víti, ég sá það ekki. Þeir segja að hann hafi fengið boltann í andlitið,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi eftir leik. Viktor Örn hafði sömu sögu að segja í spjalli við Fótbolti.net eftir leik. Dæmi hver fyrir sig en sjá má mörkin sem og aðdraganda vítaspyrnunnar í spilaranum hér að neðan. Klippa: Besta deild karla: ÍBV 2-1 Breiðablik Valur heimsótti fyrrum nágranna sína í Fram upp í Úlfarsárdal. Fred kom Fram yfir á 35. mínútu en Andri Rúnar Bjarnason jafnaði, einnig úr umdeildri vítaspyrnu, undir lok fyrri hálfleiks. Guðmundur Magnússon fékk tækifæri til að koma Fram yfir á nýjan leik en Frederik Schram varði vítaspyrnu Framherjans í stöðunni 1-1. Varamaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði svo tvívegis með stuttu millibili og Valur vann mikilvægan 3-1 sigur. Klippa: Besta deild karla: Fram 1-3 Valur Þá gerðu KA og Keflavík markalaust jafntefli á Akureyri.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Valur ÍBV Fram Tengdar fréttir Jón Þórir: Guðmundur Andri viðurkenndi að það var lítil sem engin snerting Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, fannst frammistaða lærisveina sinna verðskulda stig þegar lið hans laut í lægra haldi fyrir Val í þriðju umferð Bestu deildar karla í fótbolta í Úlfarsárdalnum í kvöld. 23. apríl 2023 22:05 „Ef við spilum svona verðum við ekki í toppbaráttu“ „Ég er mjög svekktur með frammistöðuna í þessum leik. Við spilum ekki nógu góðan leik, ég held við getum bara verið ánægðir með þetta eina stig,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 0-0 jafntefli á móti Keflavík á Greifavellinum í dag. 23. apríl 2023 18:54 Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira
Jón Þórir: Guðmundur Andri viðurkenndi að það var lítil sem engin snerting Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, fannst frammistaða lærisveina sinna verðskulda stig þegar lið hans laut í lægra haldi fyrir Val í þriðju umferð Bestu deildar karla í fótbolta í Úlfarsárdalnum í kvöld. 23. apríl 2023 22:05
„Ef við spilum svona verðum við ekki í toppbaráttu“ „Ég er mjög svekktur með frammistöðuna í þessum leik. Við spilum ekki nógu góðan leik, ég held við getum bara verið ánægðir með þetta eina stig,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 0-0 jafntefli á móti Keflavík á Greifavellinum í dag. 23. apríl 2023 18:54