Hnífaburður gerður útlægur Eyþór Víðisson skrifar 24. apríl 2023 11:31 Það þarf ekki að ræða frekar að hnífaburður er orðið vandamál hér landi. Að bera hníf ógnar öryggi barna okkar, ungmenna, lögreglu og almennings. Heildarlausn vandans er fjölþætt, flókin og tekur langan tíma; áralangt samtal við jaðarsetta hópa, fræðsla til framtíðar um samfélagleg gildi, aukin menntun almennt, minna brottfall drengja úr skólakerfinu og eftirfylgd við þá sem virðast skilja við hefðbundna samfélagsgerð og margt fleira. Þetta skiptir allt máli en verður ekki fjallað um slíkt í þessum pistli. Hér er skal rætt um skyndilausn á bráðum vanda. Við þurfum að taka hnífa af götunum og ég legg til eftirfarandi: Samfélagssáttmáli um að hnífaburður sé algerlega óásættanlegur; ríkisstjórn, samband sveitarfélaga, skólar, samtök af öllu tagi og fleiri taka sig saman við að stöðva þessa þróun. Aukin fræðsla í skólum fyrir alla árganga. Alvarleiki hnífaburðar verður gerður börnum og ungmennum ljós í landsátaki sem Landlæknir stýrir enda um lýðheilsumál að ræða. Þegar barn eða ungmenni kemur með hníf eða eggvopn í skóla eða á skólalóð er lögregla alltaf kölluð til ásamt Barnavernd. Engar undantekningar. Við endurskoðun Vopnalaga sem núna er í gangi verða fleiri tegundir egg- og stunguvopna skilgreind sem vopn; netahnífar, verkfæraaxir, stunguverkfæri ýmiskonar, eggáhöld o.s.frv. verða sett undir Vopnalög. Ákvæði í Vopnalögum „Bannað er að…hafa í vörslum sínum…bitvopn ef blaðið er lengra en 12 sm.“ - Þetta ákvæði verður tekið út. Allur burður utan vinnu er stranglega bannaður. Höfundi er það vel ljóst að það má skaða annan með nánast hverju sem er; skæri, brotin flaska, nál og margt margt fleira má nota sem vopn. Það er ekki verið að tala um að banna skæri því vopn eru hönnuð til þess eins að skaða aðra og því er gott að byrja á að reyna að losna við þau úr samfélagi okkar. Borðum fílinn í bitum. Við sömu endurskoðun Vopnalaga verður stunguvopna- og hnífaburður meira eða minna bannaður með öllu. Undanþágur byggja aðeins á sýnilegri þörf, þegar þarf slík tól til vinnu s.s. iðnaðarmenn, netagerðamenn o.s.frv. Þeir sem eru uppvísir að hnífaburði þurfa að sýna fram á þörf fyrir slík verkfæri. Veiðihnífar falla undir „bannað ef ekki er hægt að sýna fram á þörf“. Öll sala hnífa annarra en verkfæra og eldhúsáhalda verður bönnuð. Þess má geta að auðvelt er að kaupa sérhannaða hnífa til manndrápa á stöðum eins og Kolaportinu og víðar. Allur hnífaburður „í margmenni“ á milli kl. 18:00 og 07:00 er bannaður með öllu og viðurlög verða gerð gríðarlega ströng s.s. 700.000 kr. í fyrstu sekt og skilorðbundið fangelsi fyrir annað brot. Nóg þykir að viðkomandi var með eggvopnið á sér en ógnaði ekki með því. Ef einhver sveiflar slíku vopni til að ógna öðrum skal sá sami dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og þarf að sæta samfélagsþjónustu í kjölfarið. Það að bera stungu- eða eggvopn þegar eitthvað annað brot er framið, þyngir dóm sjálfkrafa. Þetta er ekki tæmandi listi, langt í frá. Hnífaburði verður tæplegast eytt með öllu, enda slíkt erfitt. En við getum ekki horft upp á þessa þróun án þess að reyna okkar besta. Höfundur veit að þetta leysir ekki önnur samfélagsleg vandamál sem við þurfum alltaf að vera vinna í. Þetta er skýrt innrömmuð hugmynd til skamms tíma en staðreyndin er sú að við þurfum að bregðast við skjótt og við þurfum að gera það sem ein heild. Höfundur er löggæslu- og öryggisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Slysavarnir Barnavernd Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að ræða frekar að hnífaburður er orðið vandamál hér landi. Að bera hníf ógnar öryggi barna okkar, ungmenna, lögreglu og almennings. Heildarlausn vandans er fjölþætt, flókin og tekur langan tíma; áralangt samtal við jaðarsetta hópa, fræðsla til framtíðar um samfélagleg gildi, aukin menntun almennt, minna brottfall drengja úr skólakerfinu og eftirfylgd við þá sem virðast skilja við hefðbundna samfélagsgerð og margt fleira. Þetta skiptir allt máli en verður ekki fjallað um slíkt í þessum pistli. Hér er skal rætt um skyndilausn á bráðum vanda. Við þurfum að taka hnífa af götunum og ég legg til eftirfarandi: Samfélagssáttmáli um að hnífaburður sé algerlega óásættanlegur; ríkisstjórn, samband sveitarfélaga, skólar, samtök af öllu tagi og fleiri taka sig saman við að stöðva þessa þróun. Aukin fræðsla í skólum fyrir alla árganga. Alvarleiki hnífaburðar verður gerður börnum og ungmennum ljós í landsátaki sem Landlæknir stýrir enda um lýðheilsumál að ræða. Þegar barn eða ungmenni kemur með hníf eða eggvopn í skóla eða á skólalóð er lögregla alltaf kölluð til ásamt Barnavernd. Engar undantekningar. Við endurskoðun Vopnalaga sem núna er í gangi verða fleiri tegundir egg- og stunguvopna skilgreind sem vopn; netahnífar, verkfæraaxir, stunguverkfæri ýmiskonar, eggáhöld o.s.frv. verða sett undir Vopnalög. Ákvæði í Vopnalögum „Bannað er að…hafa í vörslum sínum…bitvopn ef blaðið er lengra en 12 sm.“ - Þetta ákvæði verður tekið út. Allur burður utan vinnu er stranglega bannaður. Höfundi er það vel ljóst að það má skaða annan með nánast hverju sem er; skæri, brotin flaska, nál og margt margt fleira má nota sem vopn. Það er ekki verið að tala um að banna skæri því vopn eru hönnuð til þess eins að skaða aðra og því er gott að byrja á að reyna að losna við þau úr samfélagi okkar. Borðum fílinn í bitum. Við sömu endurskoðun Vopnalaga verður stunguvopna- og hnífaburður meira eða minna bannaður með öllu. Undanþágur byggja aðeins á sýnilegri þörf, þegar þarf slík tól til vinnu s.s. iðnaðarmenn, netagerðamenn o.s.frv. Þeir sem eru uppvísir að hnífaburði þurfa að sýna fram á þörf fyrir slík verkfæri. Veiðihnífar falla undir „bannað ef ekki er hægt að sýna fram á þörf“. Öll sala hnífa annarra en verkfæra og eldhúsáhalda verður bönnuð. Þess má geta að auðvelt er að kaupa sérhannaða hnífa til manndrápa á stöðum eins og Kolaportinu og víðar. Allur hnífaburður „í margmenni“ á milli kl. 18:00 og 07:00 er bannaður með öllu og viðurlög verða gerð gríðarlega ströng s.s. 700.000 kr. í fyrstu sekt og skilorðbundið fangelsi fyrir annað brot. Nóg þykir að viðkomandi var með eggvopnið á sér en ógnaði ekki með því. Ef einhver sveiflar slíku vopni til að ógna öðrum skal sá sami dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og þarf að sæta samfélagsþjónustu í kjölfarið. Það að bera stungu- eða eggvopn þegar eitthvað annað brot er framið, þyngir dóm sjálfkrafa. Þetta er ekki tæmandi listi, langt í frá. Hnífaburði verður tæplegast eytt með öllu, enda slíkt erfitt. En við getum ekki horft upp á þessa þróun án þess að reyna okkar besta. Höfundur veit að þetta leysir ekki önnur samfélagsleg vandamál sem við þurfum alltaf að vera vinna í. Þetta er skýrt innrömmuð hugmynd til skamms tíma en staðreyndin er sú að við þurfum að bregðast við skjótt og við þurfum að gera það sem ein heild. Höfundur er löggæslu- og öryggisfræðingur.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar