Hnífaburður gerður útlægur Eyþór Víðisson skrifar 24. apríl 2023 11:31 Það þarf ekki að ræða frekar að hnífaburður er orðið vandamál hér landi. Að bera hníf ógnar öryggi barna okkar, ungmenna, lögreglu og almennings. Heildarlausn vandans er fjölþætt, flókin og tekur langan tíma; áralangt samtal við jaðarsetta hópa, fræðsla til framtíðar um samfélagleg gildi, aukin menntun almennt, minna brottfall drengja úr skólakerfinu og eftirfylgd við þá sem virðast skilja við hefðbundna samfélagsgerð og margt fleira. Þetta skiptir allt máli en verður ekki fjallað um slíkt í þessum pistli. Hér er skal rætt um skyndilausn á bráðum vanda. Við þurfum að taka hnífa af götunum og ég legg til eftirfarandi: Samfélagssáttmáli um að hnífaburður sé algerlega óásættanlegur; ríkisstjórn, samband sveitarfélaga, skólar, samtök af öllu tagi og fleiri taka sig saman við að stöðva þessa þróun. Aukin fræðsla í skólum fyrir alla árganga. Alvarleiki hnífaburðar verður gerður börnum og ungmennum ljós í landsátaki sem Landlæknir stýrir enda um lýðheilsumál að ræða. Þegar barn eða ungmenni kemur með hníf eða eggvopn í skóla eða á skólalóð er lögregla alltaf kölluð til ásamt Barnavernd. Engar undantekningar. Við endurskoðun Vopnalaga sem núna er í gangi verða fleiri tegundir egg- og stunguvopna skilgreind sem vopn; netahnífar, verkfæraaxir, stunguverkfæri ýmiskonar, eggáhöld o.s.frv. verða sett undir Vopnalög. Ákvæði í Vopnalögum „Bannað er að…hafa í vörslum sínum…bitvopn ef blaðið er lengra en 12 sm.“ - Þetta ákvæði verður tekið út. Allur burður utan vinnu er stranglega bannaður. Höfundi er það vel ljóst að það má skaða annan með nánast hverju sem er; skæri, brotin flaska, nál og margt margt fleira má nota sem vopn. Það er ekki verið að tala um að banna skæri því vopn eru hönnuð til þess eins að skaða aðra og því er gott að byrja á að reyna að losna við þau úr samfélagi okkar. Borðum fílinn í bitum. Við sömu endurskoðun Vopnalaga verður stunguvopna- og hnífaburður meira eða minna bannaður með öllu. Undanþágur byggja aðeins á sýnilegri þörf, þegar þarf slík tól til vinnu s.s. iðnaðarmenn, netagerðamenn o.s.frv. Þeir sem eru uppvísir að hnífaburði þurfa að sýna fram á þörf fyrir slík verkfæri. Veiðihnífar falla undir „bannað ef ekki er hægt að sýna fram á þörf“. Öll sala hnífa annarra en verkfæra og eldhúsáhalda verður bönnuð. Þess má geta að auðvelt er að kaupa sérhannaða hnífa til manndrápa á stöðum eins og Kolaportinu og víðar. Allur hnífaburður „í margmenni“ á milli kl. 18:00 og 07:00 er bannaður með öllu og viðurlög verða gerð gríðarlega ströng s.s. 700.000 kr. í fyrstu sekt og skilorðbundið fangelsi fyrir annað brot. Nóg þykir að viðkomandi var með eggvopnið á sér en ógnaði ekki með því. Ef einhver sveiflar slíku vopni til að ógna öðrum skal sá sami dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og þarf að sæta samfélagsþjónustu í kjölfarið. Það að bera stungu- eða eggvopn þegar eitthvað annað brot er framið, þyngir dóm sjálfkrafa. Þetta er ekki tæmandi listi, langt í frá. Hnífaburði verður tæplegast eytt með öllu, enda slíkt erfitt. En við getum ekki horft upp á þessa þróun án þess að reyna okkar besta. Höfundur veit að þetta leysir ekki önnur samfélagsleg vandamál sem við þurfum alltaf að vera vinna í. Þetta er skýrt innrömmuð hugmynd til skamms tíma en staðreyndin er sú að við þurfum að bregðast við skjótt og við þurfum að gera það sem ein heild. Höfundur er löggæslu- og öryggisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Slysavarnir Barnavernd Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að ræða frekar að hnífaburður er orðið vandamál hér landi. Að bera hníf ógnar öryggi barna okkar, ungmenna, lögreglu og almennings. Heildarlausn vandans er fjölþætt, flókin og tekur langan tíma; áralangt samtal við jaðarsetta hópa, fræðsla til framtíðar um samfélagleg gildi, aukin menntun almennt, minna brottfall drengja úr skólakerfinu og eftirfylgd við þá sem virðast skilja við hefðbundna samfélagsgerð og margt fleira. Þetta skiptir allt máli en verður ekki fjallað um slíkt í þessum pistli. Hér er skal rætt um skyndilausn á bráðum vanda. Við þurfum að taka hnífa af götunum og ég legg til eftirfarandi: Samfélagssáttmáli um að hnífaburður sé algerlega óásættanlegur; ríkisstjórn, samband sveitarfélaga, skólar, samtök af öllu tagi og fleiri taka sig saman við að stöðva þessa þróun. Aukin fræðsla í skólum fyrir alla árganga. Alvarleiki hnífaburðar verður gerður börnum og ungmennum ljós í landsátaki sem Landlæknir stýrir enda um lýðheilsumál að ræða. Þegar barn eða ungmenni kemur með hníf eða eggvopn í skóla eða á skólalóð er lögregla alltaf kölluð til ásamt Barnavernd. Engar undantekningar. Við endurskoðun Vopnalaga sem núna er í gangi verða fleiri tegundir egg- og stunguvopna skilgreind sem vopn; netahnífar, verkfæraaxir, stunguverkfæri ýmiskonar, eggáhöld o.s.frv. verða sett undir Vopnalög. Ákvæði í Vopnalögum „Bannað er að…hafa í vörslum sínum…bitvopn ef blaðið er lengra en 12 sm.“ - Þetta ákvæði verður tekið út. Allur burður utan vinnu er stranglega bannaður. Höfundi er það vel ljóst að það má skaða annan með nánast hverju sem er; skæri, brotin flaska, nál og margt margt fleira má nota sem vopn. Það er ekki verið að tala um að banna skæri því vopn eru hönnuð til þess eins að skaða aðra og því er gott að byrja á að reyna að losna við þau úr samfélagi okkar. Borðum fílinn í bitum. Við sömu endurskoðun Vopnalaga verður stunguvopna- og hnífaburður meira eða minna bannaður með öllu. Undanþágur byggja aðeins á sýnilegri þörf, þegar þarf slík tól til vinnu s.s. iðnaðarmenn, netagerðamenn o.s.frv. Þeir sem eru uppvísir að hnífaburði þurfa að sýna fram á þörf fyrir slík verkfæri. Veiðihnífar falla undir „bannað ef ekki er hægt að sýna fram á þörf“. Öll sala hnífa annarra en verkfæra og eldhúsáhalda verður bönnuð. Þess má geta að auðvelt er að kaupa sérhannaða hnífa til manndrápa á stöðum eins og Kolaportinu og víðar. Allur hnífaburður „í margmenni“ á milli kl. 18:00 og 07:00 er bannaður með öllu og viðurlög verða gerð gríðarlega ströng s.s. 700.000 kr. í fyrstu sekt og skilorðbundið fangelsi fyrir annað brot. Nóg þykir að viðkomandi var með eggvopnið á sér en ógnaði ekki með því. Ef einhver sveiflar slíku vopni til að ógna öðrum skal sá sami dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og þarf að sæta samfélagsþjónustu í kjölfarið. Það að bera stungu- eða eggvopn þegar eitthvað annað brot er framið, þyngir dóm sjálfkrafa. Þetta er ekki tæmandi listi, langt í frá. Hnífaburði verður tæplegast eytt með öllu, enda slíkt erfitt. En við getum ekki horft upp á þessa þróun án þess að reyna okkar besta. Höfundur veit að þetta leysir ekki önnur samfélagsleg vandamál sem við þurfum alltaf að vera vinna í. Þetta er skýrt innrömmuð hugmynd til skamms tíma en staðreyndin er sú að við þurfum að bregðast við skjótt og við þurfum að gera það sem ein heild. Höfundur er löggæslu- og öryggisfræðingur.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun