Maðurinn var í fjallgöngu með tveimur félögum sínum en kærasta hins látna beið í bílnum á meðan. Hópurinn hafði verið í fríi í Noregi í rúma viku og ætlaði aftur heim til Bandaríkjanna á næstu dögum, að því er fram kemur hjá VG.
Snjóflóðið er talið hafa fallið klukkan 14:15. Slæmt skyggni var á svæðinu og enduðu félagar hins látna á því að keyra niður í byggð í leit að aðstoð. Lögreglu barst ekki tilkynning fyrr en klukkan 16:17 og hófst þá mikil leit.
Hinn látni fannst að lokum rétt fyrir klukkan tíu í kvöld að staðartíma. Hann var með þartilgert staðsetningartæki meðferðis og tókst lögreglu að finna hann af þeim sökum. Lögreglan í Troms greinir frá andlátinu á Twitter og segir að búið sé að láta nánustu aðstandendur vita.
Oppdatering: Den savnede skigåeren, en amerikansk statsborger i midten av 20-årene er nå lokalisert og gravd frem fra skredet. Han er erklært død på stedet. De pårørende er informert.
— Troms politidistrikt (@polititroms) April 23, 2023