Handbolti

Teitur og félagar fengu skell gegn toppliðinu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Teitur Örn Einarsson skoraði eitt mark fyrir Flensburg í dag.
Teitur Örn Einarsson skoraði eitt mark fyrir Flensburg í dag. Frank Molter/picture alliance via Getty Images

Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg máttu þola tíu marka tap er liðið heimsótti topplið Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 29-19.

Leikurinn fór nokkuð hægt af stað og lítið var skorað framan af, en þegar fyrri hálfleikur var um það vil hálfnaður var staðan 4-3, Kiel í vil. Enn var jafnræði með liðunum næstu mínútur, en í stöðunni 7-7 tóku heimamenn öll völd, skoruðu sex mörk í röð og fóru með fimm marka forskot inn í hálfleikshléið, staðan 13-8.

Heimamenn héldu áfram að auka forskot sitt jafnt og þétt í síðari hálfleik og náðu mest ellefu marka forystu í stöðunni 28-17. Gestirnir í Flensburg náðu ekki að laga stöðuna mikið á lokamínútunum og niðurstaðan varð því tíu marka sigur Kiel, 29-19.

Teitur Örn Einarsson skoraði eitt mark fyrir Flensburg sem situr í fjórða sæti deildarinnar með 39 stig eftir 26 leiki, fjórum stigum minna en Kiel sem trónir á toppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×