Líklegt að við sjáum nýja ríkisstjórnarflokka á næsta kjörtímabili Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. apríl 2023 23:02 Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, segir líklegt að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið. Skoðanakannanir sýni hins vegar breytt landslag. Stöð 2 Prófessor í stjórnmálafræði segir nokkuð ljóst að breytingar verði á ríkisstjórnarflokkum eftir næstu alþingiskosningar miðað við nýjustu skoðanakönnun Maskínu. Hún telur þó að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið. Samfylkingin mælist nú með 25,7 prósent fylgi og hefur fylgi flokksins aukist um tæp sextán prósentustig frá alþingiskosningunum í september 2021. Fylgið hefur ekki verið jafn hátt síðan 2010. Í könnun Maskínu hefur samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna ekki mælst minna á kjörtímabilinu og nemur nú 37 prósentum. Stærstur ríkisstjórnarflokkanna er Sjálfstæðisflokkurinn, með 18,7 prósenta fylgi, þar á eftir Framsóknarflokkurinn með 10,2 prósenta fylgi og Vinstri græn með 8,2 prósent. Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, telur að vendingarnar segi landsmönnum einkum tvennt. Annars vegar að hrun í fylgi ríkisstjórnarflokkanna sé vegna óánægju með ríkisstjórnarsamstarfið en allir meirihlutaflokkar hafa tapað fylgi síðan í síðustu kosningum. Og hins vegar að aukið fylgi Samfylkingarinnar megi líklega rekja til nýrra áherslubreytinga innan flokksins. „Það sem er óvanalegt er að [Samfylkingin] er að mælast stigvaxandi í könnunum, þetta er ekki bara eitthvað svona skot upp og niður eins og kemur stundum. Samfylkingin breytti um forystu og breytti líka um málefnaáherslur á sama tíma. Eins og þau sögðu sjálf, þau fóru aftur í kjarnann á jafnaðarmennskunni. Og það virðist hafa, alla vega enn sem komið er, gert Samfylkinguna að svona leiðtogaflokki - eða alla vega stærsta flokki í stjórnarandstöðunni.“ Eva Heiða telur að gott gengi flokksins í skoðanakönnunum megi einnig rekja til persónufylgis Kristrúnar Frostadóttur formanns en telur að áherslubreytingar og ný forysta hljóti að verka saman. Hún segir lágt fylgi ríkisstjórnarflokkanna ekki endilega „sögulega lágt,“ enda algengt að fylgi ríkisstjórna dali þegar líða taki á kjörtímabilið. En er ríkisstjórnin búin að vera? „Það er mjög líklegt að hún haldi út kjörtímabilið en á maður ekki að segja bara að ef það yrði kosið núna þá myndi hún ekki halda þessum velli samkvæmt þessum könnum. Og það er kannski ýmislegt sem lítur út fyrir að við munum fá nýja ríkisstjórnarflokka eftir næstu kosningar. En auðvitað á maður aldrei að spá,“ segir Eva Heiða að lokum. Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Samfylkingin mælist nú með 25,7 prósent fylgi og hefur fylgi flokksins aukist um tæp sextán prósentustig frá alþingiskosningunum í september 2021. Fylgið hefur ekki verið jafn hátt síðan 2010. Í könnun Maskínu hefur samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna ekki mælst minna á kjörtímabilinu og nemur nú 37 prósentum. Stærstur ríkisstjórnarflokkanna er Sjálfstæðisflokkurinn, með 18,7 prósenta fylgi, þar á eftir Framsóknarflokkurinn með 10,2 prósenta fylgi og Vinstri græn með 8,2 prósent. Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, telur að vendingarnar segi landsmönnum einkum tvennt. Annars vegar að hrun í fylgi ríkisstjórnarflokkanna sé vegna óánægju með ríkisstjórnarsamstarfið en allir meirihlutaflokkar hafa tapað fylgi síðan í síðustu kosningum. Og hins vegar að aukið fylgi Samfylkingarinnar megi líklega rekja til nýrra áherslubreytinga innan flokksins. „Það sem er óvanalegt er að [Samfylkingin] er að mælast stigvaxandi í könnunum, þetta er ekki bara eitthvað svona skot upp og niður eins og kemur stundum. Samfylkingin breytti um forystu og breytti líka um málefnaáherslur á sama tíma. Eins og þau sögðu sjálf, þau fóru aftur í kjarnann á jafnaðarmennskunni. Og það virðist hafa, alla vega enn sem komið er, gert Samfylkinguna að svona leiðtogaflokki - eða alla vega stærsta flokki í stjórnarandstöðunni.“ Eva Heiða telur að gott gengi flokksins í skoðanakönnunum megi einnig rekja til persónufylgis Kristrúnar Frostadóttur formanns en telur að áherslubreytingar og ný forysta hljóti að verka saman. Hún segir lágt fylgi ríkisstjórnarflokkanna ekki endilega „sögulega lágt,“ enda algengt að fylgi ríkisstjórna dali þegar líða taki á kjörtímabilið. En er ríkisstjórnin búin að vera? „Það er mjög líklegt að hún haldi út kjörtímabilið en á maður ekki að segja bara að ef það yrði kosið núna þá myndi hún ekki halda þessum velli samkvæmt þessum könnum. Og það er kannski ýmislegt sem lítur út fyrir að við munum fá nýja ríkisstjórnarflokka eftir næstu kosningar. En auðvitað á maður aldrei að spá,“ segir Eva Heiða að lokum.
Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira