„Ég er með djúpt sár í hjartanu“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. apríl 2023 17:46 Móðir mannsins segir sorgina óbærilega. Mesta sjokkið eigi þó líklega eftir að koma. Vísir/SteingrímurDúi Móðir mannsins sem lést eftir hnífstunguárás á bílastæði við Fjarðarkaup á fimmtudag segist vera að bugast af sorg. Hún segist ekki dæma foreldra árásarmannanna, þeir væru krakkar að byrja lífið. Heimildin ræddi við móður mannsins sem lést eftir árásina. Hann var 27 ára gamall pólskur karlmaður, átti fjölskyldu í heimalandinu, dóttur sem fæddist í Reykjavík. Maðurinn hafði komið aftur hingað til lands að vinna, til að sjá fyrir fjölskyldunni úti í Póllandi. „Þau sem gerðu þetta eru bara krakkar sem eru að byrja lífið. Ég dæmi ekki foreldra þeirra því ég er sjálf móðir. Ég er með djúpt sár í hjartanu,“ segir móðir mannsins í samtali við Heimildina. Óbærileg sorg Hún segir sorgina óbærilega en erfitt hafi gengið að fá upplýsingar um framgang málsins. Öll samskipti fari í gegnum túlk og nýr túlkur komi jafnóðum að. Móðirin var í dag viðstödd bænastund sem haldin var til stuðnings vinum og vandamönnum mannsins. Hún segist hafa fengið margar fallegar kveðjur frá Íslendingum og Pólverjum en yfirskrift bænastundarinnar var að „sameinast og andmæla ofbeldi ungs fólks á götum borgarinnar.“ Fjölmenni sótti bænastundina, sem haldin var í Landakotskirkju klukkan 13:00. Kristófer Gajowski skipulagði viðburðinn á eigin vegum en hann sagði að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar. „Þessir atburðir hafa tekið mjög á pólska samfélagið á Íslandi og ég finn fyrir því að það er mikil reiði vegna málsins. Við erum öll Íslendingar og við þurfum að standa saman gegn svona ofbeldi,“ sagði Kristófer í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Fjórir Íslendingar voru í gær úrskurðaðir í sex daga gæsluvarðhald vegna málsins, ungmenni á aldrinum sautján til nítján ára. Lögregla hefur ekki getað tjáð sig um aðdraganda árásarinnar eða ástæður. Meðal annars er til skoðunar hvort myndband af árásinni sé í dreifingu. Vitni voru að árásinni sem tilkynntu málið til lögreglu sem kom skjótt á vettvang. Hinn látni var fluttur á bráðamóttöku en úrskurðaður látinn skömmu síðar, með fleiri en einn stunguáverka. Tvö hinna grunuðu voru handtekin á fimmtudagskvöld, einn sakborninga var handtekinn aðfararnótt fimmtudags og sá síðasti undir morgun. RÚV greindi frá því í dag að samskipti hins látna hafi hafist á bar skammt frá Fjarðarkaupum þar sem árásin varð. Mbl.is greindi frá því síðdegis að ekki sé talið að árásin tengist uppruna mannsins. Þó verði allir fletir skoðaðir í viðlíka rannsókn. Lögreglumál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Tengdar fréttir Telja myndband af árásinni mögulega í dreifingu Lögregla er nú með til skoðunar hvort myndband af árásinni í Hafnarfirði, sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri, sé í dreifingu. Lögregla telur sig vera með hnífinn sem notaður var við árásina undir höndum. 22. apríl 2023 14:07 Myndefni og tilkynning vitnis skipti miklu fyrir rannsóknina Lögregla skoðar nú gögn úr eftirlitsmyndavélum í nágrenni Fjarðarkaupa í Hafnarfirði til að varpa ljósi á árásina sem leiddi til dauða pólsks manns á þrítugsaldri á fimmtudagskvöld. Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 22. apríl 2023 11:48 Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Heimildin ræddi við móður mannsins sem lést eftir árásina. Hann var 27 ára gamall pólskur karlmaður, átti fjölskyldu í heimalandinu, dóttur sem fæddist í Reykjavík. Maðurinn hafði komið aftur hingað til lands að vinna, til að sjá fyrir fjölskyldunni úti í Póllandi. „Þau sem gerðu þetta eru bara krakkar sem eru að byrja lífið. Ég dæmi ekki foreldra þeirra því ég er sjálf móðir. Ég er með djúpt sár í hjartanu,“ segir móðir mannsins í samtali við Heimildina. Óbærileg sorg Hún segir sorgina óbærilega en erfitt hafi gengið að fá upplýsingar um framgang málsins. Öll samskipti fari í gegnum túlk og nýr túlkur komi jafnóðum að. Móðirin var í dag viðstödd bænastund sem haldin var til stuðnings vinum og vandamönnum mannsins. Hún segist hafa fengið margar fallegar kveðjur frá Íslendingum og Pólverjum en yfirskrift bænastundarinnar var að „sameinast og andmæla ofbeldi ungs fólks á götum borgarinnar.“ Fjölmenni sótti bænastundina, sem haldin var í Landakotskirkju klukkan 13:00. Kristófer Gajowski skipulagði viðburðinn á eigin vegum en hann sagði að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar. „Þessir atburðir hafa tekið mjög á pólska samfélagið á Íslandi og ég finn fyrir því að það er mikil reiði vegna málsins. Við erum öll Íslendingar og við þurfum að standa saman gegn svona ofbeldi,“ sagði Kristófer í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Fjórir Íslendingar voru í gær úrskurðaðir í sex daga gæsluvarðhald vegna málsins, ungmenni á aldrinum sautján til nítján ára. Lögregla hefur ekki getað tjáð sig um aðdraganda árásarinnar eða ástæður. Meðal annars er til skoðunar hvort myndband af árásinni sé í dreifingu. Vitni voru að árásinni sem tilkynntu málið til lögreglu sem kom skjótt á vettvang. Hinn látni var fluttur á bráðamóttöku en úrskurðaður látinn skömmu síðar, með fleiri en einn stunguáverka. Tvö hinna grunuðu voru handtekin á fimmtudagskvöld, einn sakborninga var handtekinn aðfararnótt fimmtudags og sá síðasti undir morgun. RÚV greindi frá því í dag að samskipti hins látna hafi hafist á bar skammt frá Fjarðarkaupum þar sem árásin varð. Mbl.is greindi frá því síðdegis að ekki sé talið að árásin tengist uppruna mannsins. Þó verði allir fletir skoðaðir í viðlíka rannsókn.
Lögreglumál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Tengdar fréttir Telja myndband af árásinni mögulega í dreifingu Lögregla er nú með til skoðunar hvort myndband af árásinni í Hafnarfirði, sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri, sé í dreifingu. Lögregla telur sig vera með hnífinn sem notaður var við árásina undir höndum. 22. apríl 2023 14:07 Myndefni og tilkynning vitnis skipti miklu fyrir rannsóknina Lögregla skoðar nú gögn úr eftirlitsmyndavélum í nágrenni Fjarðarkaupa í Hafnarfirði til að varpa ljósi á árásina sem leiddi til dauða pólsks manns á þrítugsaldri á fimmtudagskvöld. Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 22. apríl 2023 11:48 Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Telja myndband af árásinni mögulega í dreifingu Lögregla er nú með til skoðunar hvort myndband af árásinni í Hafnarfirði, sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri, sé í dreifingu. Lögregla telur sig vera með hnífinn sem notaður var við árásina undir höndum. 22. apríl 2023 14:07
Myndefni og tilkynning vitnis skipti miklu fyrir rannsóknina Lögregla skoðar nú gögn úr eftirlitsmyndavélum í nágrenni Fjarðarkaupa í Hafnarfirði til að varpa ljósi á árásina sem leiddi til dauða pólsks manns á þrítugsaldri á fimmtudagskvöld. Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 22. apríl 2023 11:48
Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46