Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu.
„Við erum að skoða hvort það sé myndband í dreifingu sem tengist þessu máli,“ segir Grímur. Lögreglu gruni að svo sé, en hún hafi ekki komist yfir umrætt myndband enn. Lögregla hafi þá haldlagt hníf sem talið sé að hafi verið notaður við árásina.
RÚV hefur eftir heimildum sínum að samskipti hins látna við ungmennin fjögur sem nú eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins hafi hafist á bar skammt frá Fjarðarkaupum, þar sem árásin varð. Grímur vildi þó ekki staðfesta það í samtali við fréttastofu, og vildi ekki tjá sig að öðru leyti um aðdraganda árásarinnar.