Myndefni og tilkynning vitnis skipti miklu fyrir rannsóknina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. apríl 2023 11:48 Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Lögregla skoðar nú gögn úr eftirlitsmyndavélum í nágrenni Fjarðarkaupa í Hafnarfirði til að varpa ljósi á árásina sem leiddi til dauða pólsks manns á þrítugsaldri á fimmtudagskvöld. Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Maðurinn lést seint á fimmtudagskvöld og var með fleiri en einn stunguáverka. Aldur hinna handteknu hefur ekki fengist staðfestur en greint hefur verið frá því að fjórmenningarnir séu á aldrinum 17 til 19 ára. Lögregla fór fram á gæsluvarðhald til fimmtudagsins 27. apríl, sem fallist var á í heild sinni. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að verið sé að skoða gögn úr eftirlitsmyndavélum í nágrenninu. Um sé að ræða myndefni sem sýni ekki aðeins árásina sjálfa. „Í svona málum þá bara erum við að rannsaka aðdragandann og árásina sjálfa, og það sem gengur á eftir. Það kannski liggur í hlutarins eðli að við erum að skoða víðar heldur en bara kannski nákvæmlega þegar árásin á sér stað.“ Vitni urðu að árásinni, sem lögregla hefur rætt við. Þá skipti upplýsingar frá þeim sem tilkynnti málið til neyðarlínu miklu fyrir rannsóknina. Sá síðasti handtekinn daginn eftir Hinir grunuðu voru ekki allir handteknir beint í kjölfar árásarinnar. „Þeir sem eru handteknir fyrst voru handteknir fljótlega eftir tilkynninguna, í kringum miðnætti. Það voru tveir. Svo einn þegar líður á nóttina og svo einn undir morgun,“ segir Grímur. Aðeins hafi liðið nokkrar mínútur frá því árásin var tilkynnt og þar til viðbragðsaðilar hafi komið á vettvang. Grímur segist að svo stöddu ekki geta tjáð sig um aðdraganda árásarinnar eða ástæður. Allt kapp verði lagt á að klára rannsóknina eins hratt og auðið er. „Í svona rannsóknum, eins og öllum rannsóknum lögreglu, þá þarf að gæta að gæðunum. Það gerum við að sjálfsögðu, það eru bæði gæði rannsóknarinnar og málshraði sem skipta máli. Við reynum að standa okkur í því efni. Ef það er þannig að menn sitja í gæsluvarðhaldi þangað til það er gefin út ákæra þá þarf það að gerast á tólf vikum.“ Lögreglumál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Tengdar fréttir Krefjast gæsluvarðhalds yfir fjórum Íslendingum vegna andlátsins Fjórir Íslendingar sem eru í haldi lögreglu vegna árásar sem leiddi til andláts pólsks manns á þrítugsaldri seint í gærkvöldi verða leiddir fyrir dómara í kvöld. Búið er að yfirheyra þá sem voru handteknir og verið er að rannsaka möguleg tengsl. Lögregla krefst gæsluvarðhalds. 21. apríl 2023 18:54 Mennirnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Dómari við Héraðsdóm Reykjaness hefur fallist á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir fjórum mönnum sem eru til rannsóknar í tengslum við andlát karlmanns á þrítugsaldri. 21. apríl 2023 21:44 Árásarmennirnir sagðir á menntaskólaaldri Karlmaður á þrítugsaldri sem stunginn var til bana á bílastæði við Fjarðarkaup í Hafnarfirði seint í gærkvöldi var með fleiri en einn stunguáverka. Þeir sem eru í haldi lögreglu eru sagðir á menntaskólaaldri. 21. apríl 2023 15:41 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri Sjá meira
Maðurinn lést seint á fimmtudagskvöld og var með fleiri en einn stunguáverka. Aldur hinna handteknu hefur ekki fengist staðfestur en greint hefur verið frá því að fjórmenningarnir séu á aldrinum 17 til 19 ára. Lögregla fór fram á gæsluvarðhald til fimmtudagsins 27. apríl, sem fallist var á í heild sinni. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að verið sé að skoða gögn úr eftirlitsmyndavélum í nágrenninu. Um sé að ræða myndefni sem sýni ekki aðeins árásina sjálfa. „Í svona málum þá bara erum við að rannsaka aðdragandann og árásina sjálfa, og það sem gengur á eftir. Það kannski liggur í hlutarins eðli að við erum að skoða víðar heldur en bara kannski nákvæmlega þegar árásin á sér stað.“ Vitni urðu að árásinni, sem lögregla hefur rætt við. Þá skipti upplýsingar frá þeim sem tilkynnti málið til neyðarlínu miklu fyrir rannsóknina. Sá síðasti handtekinn daginn eftir Hinir grunuðu voru ekki allir handteknir beint í kjölfar árásarinnar. „Þeir sem eru handteknir fyrst voru handteknir fljótlega eftir tilkynninguna, í kringum miðnætti. Það voru tveir. Svo einn þegar líður á nóttina og svo einn undir morgun,“ segir Grímur. Aðeins hafi liðið nokkrar mínútur frá því árásin var tilkynnt og þar til viðbragðsaðilar hafi komið á vettvang. Grímur segist að svo stöddu ekki geta tjáð sig um aðdraganda árásarinnar eða ástæður. Allt kapp verði lagt á að klára rannsóknina eins hratt og auðið er. „Í svona rannsóknum, eins og öllum rannsóknum lögreglu, þá þarf að gæta að gæðunum. Það gerum við að sjálfsögðu, það eru bæði gæði rannsóknarinnar og málshraði sem skipta máli. Við reynum að standa okkur í því efni. Ef það er þannig að menn sitja í gæsluvarðhaldi þangað til það er gefin út ákæra þá þarf það að gerast á tólf vikum.“
Lögreglumál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Tengdar fréttir Krefjast gæsluvarðhalds yfir fjórum Íslendingum vegna andlátsins Fjórir Íslendingar sem eru í haldi lögreglu vegna árásar sem leiddi til andláts pólsks manns á þrítugsaldri seint í gærkvöldi verða leiddir fyrir dómara í kvöld. Búið er að yfirheyra þá sem voru handteknir og verið er að rannsaka möguleg tengsl. Lögregla krefst gæsluvarðhalds. 21. apríl 2023 18:54 Mennirnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Dómari við Héraðsdóm Reykjaness hefur fallist á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir fjórum mönnum sem eru til rannsóknar í tengslum við andlát karlmanns á þrítugsaldri. 21. apríl 2023 21:44 Árásarmennirnir sagðir á menntaskólaaldri Karlmaður á þrítugsaldri sem stunginn var til bana á bílastæði við Fjarðarkaup í Hafnarfirði seint í gærkvöldi var með fleiri en einn stunguáverka. Þeir sem eru í haldi lögreglu eru sagðir á menntaskólaaldri. 21. apríl 2023 15:41 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri Sjá meira
Krefjast gæsluvarðhalds yfir fjórum Íslendingum vegna andlátsins Fjórir Íslendingar sem eru í haldi lögreglu vegna árásar sem leiddi til andláts pólsks manns á þrítugsaldri seint í gærkvöldi verða leiddir fyrir dómara í kvöld. Búið er að yfirheyra þá sem voru handteknir og verið er að rannsaka möguleg tengsl. Lögregla krefst gæsluvarðhalds. 21. apríl 2023 18:54
Mennirnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Dómari við Héraðsdóm Reykjaness hefur fallist á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir fjórum mönnum sem eru til rannsóknar í tengslum við andlát karlmanns á þrítugsaldri. 21. apríl 2023 21:44
Árásarmennirnir sagðir á menntaskólaaldri Karlmaður á þrítugsaldri sem stunginn var til bana á bílastæði við Fjarðarkaup í Hafnarfirði seint í gærkvöldi var með fleiri en einn stunguáverka. Þeir sem eru í haldi lögreglu eru sagðir á menntaskólaaldri. 21. apríl 2023 15:41