Krefjast gæsluvarðhalds yfir fjórum Íslendingum vegna andlátsins Margrét Björk Jónsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 21. apríl 2023 18:54 Tilkynnt var um átök á bílastæðinu við Fjarðarkaup laust fyrir miðnætti í gær. Þolandi var fluttur á slysadeild þar sem hann lést skömmu siðar. Vísir/Margrét Björk Fjórir Íslendingar sem eru í haldi lögreglu vegna árásar sem leiddi til andláts pólsks manns á þrítugsaldri seint í gærkvöldi verða leiddir fyrir dómara í kvöld. Búið er að yfirheyra þá sem voru handteknir og verið er að rannsaka möguleg tengsl. Lögregla krefst gæsluvarðhalds. Karlmaðurinn var stunginn til bana á bílastæði við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði seint í gærkvöldi. Hann var með fleiri en einn stunguáverka eftir árásina. Grímur Grímsson staðfesti í kvöldfréttum Stöðvar 2 að handteknu væru „undir tvítugu,“ án þess að tilgreina nákvæman aldur. Spurður hvort barnaverndarnefnd hafi komið að málinu segir hann: „Sé að um að ræða sakhæfan einstakling á bilinu 15-18 ára, það er að segja áður en hann verður sjálfráða, þá er það unnið í samráði við barnaverndaryfirvöld, já.“ Sjá einnig: Árásarmennirnir sagðir á menntaskólaaldri Vitni tilkynntu árásina til lögreglu Grímur segir að yfirheyrslur hafi staðið yfir í dag og búið sé að yfirheyra þá sem voru handteknir: „Við teljum okkur vera búnir að fá nokkuð ljósa mynd af því sem gerðist.“ Hann segir að ekki liggi fyrir upplýsingar um tengsl mannanna. Fram kom í kvöldfréttum RÚV að engin tengsl virðast hafa verið á milli mannanna. Grímur segist ekki getað svarað því hvað hafi búið að baki en ráðist var í handtökur í gærkvöldi og í nótt. „Það voru vitni að árásinni sem tilkynntu til lögreglu. Við höfum verið að reyna að afla [myndbandsupptaka] í dag, hvort það séu upplýsingar í öryggismyndavélum í nágrenninu og það hefur gefist ágætlega. Það eru einhverjar myndir til, já.“ Hann segir ekkert benda til þess að atvikið tengist öðrum málum sem nýlega hafi komið inn á borð lögreglu, til dæmis varðandi ólgu í undirheimum. Grímur segir að hinir fjórir handteknu hafi allir verið Íslendingar. Í kvöldfréttum RÚV kemur fram að hinn látni hafi verið pólskur. Lögreglumál Hafnarfjörður Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Tengdar fréttir Fjórir handteknir í tengslum við andlát í kjölfar átaka í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra í tengslum við rannsókn á andláti karlmanns á þrítugsaldri í Hafnarfirði í gær. 21. apríl 2023 09:53 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Sjá meira
Karlmaðurinn var stunginn til bana á bílastæði við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði seint í gærkvöldi. Hann var með fleiri en einn stunguáverka eftir árásina. Grímur Grímsson staðfesti í kvöldfréttum Stöðvar 2 að handteknu væru „undir tvítugu,“ án þess að tilgreina nákvæman aldur. Spurður hvort barnaverndarnefnd hafi komið að málinu segir hann: „Sé að um að ræða sakhæfan einstakling á bilinu 15-18 ára, það er að segja áður en hann verður sjálfráða, þá er það unnið í samráði við barnaverndaryfirvöld, já.“ Sjá einnig: Árásarmennirnir sagðir á menntaskólaaldri Vitni tilkynntu árásina til lögreglu Grímur segir að yfirheyrslur hafi staðið yfir í dag og búið sé að yfirheyra þá sem voru handteknir: „Við teljum okkur vera búnir að fá nokkuð ljósa mynd af því sem gerðist.“ Hann segir að ekki liggi fyrir upplýsingar um tengsl mannanna. Fram kom í kvöldfréttum RÚV að engin tengsl virðast hafa verið á milli mannanna. Grímur segist ekki getað svarað því hvað hafi búið að baki en ráðist var í handtökur í gærkvöldi og í nótt. „Það voru vitni að árásinni sem tilkynntu til lögreglu. Við höfum verið að reyna að afla [myndbandsupptaka] í dag, hvort það séu upplýsingar í öryggismyndavélum í nágrenninu og það hefur gefist ágætlega. Það eru einhverjar myndir til, já.“ Hann segir ekkert benda til þess að atvikið tengist öðrum málum sem nýlega hafi komið inn á borð lögreglu, til dæmis varðandi ólgu í undirheimum. Grímur segir að hinir fjórir handteknu hafi allir verið Íslendingar. Í kvöldfréttum RÚV kemur fram að hinn látni hafi verið pólskur.
Lögreglumál Hafnarfjörður Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Tengdar fréttir Fjórir handteknir í tengslum við andlát í kjölfar átaka í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra í tengslum við rannsókn á andláti karlmanns á þrítugsaldri í Hafnarfirði í gær. 21. apríl 2023 09:53 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Sjá meira
Fjórir handteknir í tengslum við andlát í kjölfar átaka í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra í tengslum við rannsókn á andláti karlmanns á þrítugsaldri í Hafnarfirði í gær. 21. apríl 2023 09:53