Kjarasamningurinn var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara þann 17. apríl síðastliðinn. Daginn eftir hófst atkvæðagreiðsla um samninginn en henni lauk klukkan 14 í dag.
Alls greiddu 808 atkvæði af 1.485 sem voru á kjörskrá. 675 manns, eða rúmlega 83 prósent þeirra sem greiddu atkvæði, sögðu já en 106, um 13 prósent, sögðu nei við samningnum. Auð atkvæði voru 27 talsins eða 3,34 prósent.
Samningurinn gildir frá síðustu mánaðarmótum til 31. mars árið 2024.