„Við gefumst aldrei upp í Garðabænum og mætum með flott lið á næsta ári“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. apríl 2023 11:30 Patrekur Jóhannesson verður áfram þjálfari Stjörnunnar. vísir/hulda margrét Þrátt fyrir að handknattleiksdeild Stjörnunnar sé búin að missa sinn stærsta styrktaraðila, TM, er engan bilbug á Garðbæingum að finna. Patrekur Jóhannesson lofar sterku Stjörnuliði á næsta tímabili þótt það verði líklega aðeins yngra en oft áður. Stjarnan féll úr leik fyrir ÍBV, 2-0, í átta liða úrslitum eftir að hafa endað í 6. sæti Olís-deildar karla. Stjörnumenn komust einnig í undanúrslit Powerade-bikarsins. Ljóst er að Stjarnan hefur misst sinn aðalstyrktaraðila, TM, sem íþróttahús félagsins í Mýrinni hefur heitið eftir. Þrátt fyrir það segir Patrekur að Stjörnumenn ætli ekki að gefa neinn afslátt af því að tefla fram sterku liði á næsta tímabili. „Það er ljóst að við þurfum að endurskipuleggja og erum að vinna í því. Það verða einhverjar breytingar og það eru yngri leikmenn að koma upp. Við förum yfir stöðuna og finnum lausnir. Við verðum áfram með sterkt lið,“ sagði Patrekur við Vísi í dag. Ljóst er að Brynjar Hólm Grétarsson verður ekki með Stjörnunni á næsta tímabili þar sem hann er að flytja aftur til Akureyrar. Þá liggja nokkrir eldri leikmenn liðsins undir feldi og íhuga framtíð sína. „Það kemur í ljós. Þetta eru flottir strákar og miklir karakterar. Við verðum kannski með aðeins yngra lið. Maður sá í leikjunum gegn ÍBV þegar það komu nokkrir ungir leikmenn beittir inn í liðið. Við gefumst aldrei upp í Garðabænum og mætum með flott lið á næsta ári,“ sagði Patrekur. Hergeir Grímsson tekinn föstum tökum af Eyjamönnum.vísir/hulda margrét Hann tók við Stjörnunni í annað sinn 2020. Á fyrsta tímabili hans við stjórnvölinn komust Garðbæingar í undanúrslit úrslitakeppninnar í fyrsta sinn en síðustu tvö tímabil hafa þeir fallið úr leik fyrir Eyjamönnum í átta liða úrslitum. „Þessi hópur braut þennan múr og komst í undanúrslit í fyrsta sinn. Við höfum líka komist tvisvar sinnum í undanúrslit bikarkeppninnar. Okkur vantar kannski aðeins meiri stöðugleika. Við gátum unnið bestu liðin með mesta fjármagnið en gáfum lent í vandræðum með liðin í neðri hlutanum. Við höldum áfram, það er allt annað að sjá umgjörðina og höllina og við verðum áfram með flott lið,“ sagði Patrekur að lokum. Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Stjarnan féll úr leik fyrir ÍBV, 2-0, í átta liða úrslitum eftir að hafa endað í 6. sæti Olís-deildar karla. Stjörnumenn komust einnig í undanúrslit Powerade-bikarsins. Ljóst er að Stjarnan hefur misst sinn aðalstyrktaraðila, TM, sem íþróttahús félagsins í Mýrinni hefur heitið eftir. Þrátt fyrir það segir Patrekur að Stjörnumenn ætli ekki að gefa neinn afslátt af því að tefla fram sterku liði á næsta tímabili. „Það er ljóst að við þurfum að endurskipuleggja og erum að vinna í því. Það verða einhverjar breytingar og það eru yngri leikmenn að koma upp. Við förum yfir stöðuna og finnum lausnir. Við verðum áfram með sterkt lið,“ sagði Patrekur við Vísi í dag. Ljóst er að Brynjar Hólm Grétarsson verður ekki með Stjörnunni á næsta tímabili þar sem hann er að flytja aftur til Akureyrar. Þá liggja nokkrir eldri leikmenn liðsins undir feldi og íhuga framtíð sína. „Það kemur í ljós. Þetta eru flottir strákar og miklir karakterar. Við verðum kannski með aðeins yngra lið. Maður sá í leikjunum gegn ÍBV þegar það komu nokkrir ungir leikmenn beittir inn í liðið. Við gefumst aldrei upp í Garðabænum og mætum með flott lið á næsta ári,“ sagði Patrekur. Hergeir Grímsson tekinn föstum tökum af Eyjamönnum.vísir/hulda margrét Hann tók við Stjörnunni í annað sinn 2020. Á fyrsta tímabili hans við stjórnvölinn komust Garðbæingar í undanúrslit úrslitakeppninnar í fyrsta sinn en síðustu tvö tímabil hafa þeir fallið úr leik fyrir Eyjamönnum í átta liða úrslitum. „Þessi hópur braut þennan múr og komst í undanúrslit í fyrsta sinn. Við höfum líka komist tvisvar sinnum í undanúrslit bikarkeppninnar. Okkur vantar kannski aðeins meiri stöðugleika. Við gátum unnið bestu liðin með mesta fjármagnið en gáfum lent í vandræðum með liðin í neðri hlutanum. Við höldum áfram, það er allt annað að sjá umgjörðina og höllina og við verðum áfram með flott lið,“ sagði Patrekur að lokum.
Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira