„Við gefumst aldrei upp í Garðabænum og mætum með flott lið á næsta ári“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. apríl 2023 11:30 Patrekur Jóhannesson verður áfram þjálfari Stjörnunnar. vísir/hulda margrét Þrátt fyrir að handknattleiksdeild Stjörnunnar sé búin að missa sinn stærsta styrktaraðila, TM, er engan bilbug á Garðbæingum að finna. Patrekur Jóhannesson lofar sterku Stjörnuliði á næsta tímabili þótt það verði líklega aðeins yngra en oft áður. Stjarnan féll úr leik fyrir ÍBV, 2-0, í átta liða úrslitum eftir að hafa endað í 6. sæti Olís-deildar karla. Stjörnumenn komust einnig í undanúrslit Powerade-bikarsins. Ljóst er að Stjarnan hefur misst sinn aðalstyrktaraðila, TM, sem íþróttahús félagsins í Mýrinni hefur heitið eftir. Þrátt fyrir það segir Patrekur að Stjörnumenn ætli ekki að gefa neinn afslátt af því að tefla fram sterku liði á næsta tímabili. „Það er ljóst að við þurfum að endurskipuleggja og erum að vinna í því. Það verða einhverjar breytingar og það eru yngri leikmenn að koma upp. Við förum yfir stöðuna og finnum lausnir. Við verðum áfram með sterkt lið,“ sagði Patrekur við Vísi í dag. Ljóst er að Brynjar Hólm Grétarsson verður ekki með Stjörnunni á næsta tímabili þar sem hann er að flytja aftur til Akureyrar. Þá liggja nokkrir eldri leikmenn liðsins undir feldi og íhuga framtíð sína. „Það kemur í ljós. Þetta eru flottir strákar og miklir karakterar. Við verðum kannski með aðeins yngra lið. Maður sá í leikjunum gegn ÍBV þegar það komu nokkrir ungir leikmenn beittir inn í liðið. Við gefumst aldrei upp í Garðabænum og mætum með flott lið á næsta ári,“ sagði Patrekur. Hergeir Grímsson tekinn föstum tökum af Eyjamönnum.vísir/hulda margrét Hann tók við Stjörnunni í annað sinn 2020. Á fyrsta tímabili hans við stjórnvölinn komust Garðbæingar í undanúrslit úrslitakeppninnar í fyrsta sinn en síðustu tvö tímabil hafa þeir fallið úr leik fyrir Eyjamönnum í átta liða úrslitum. „Þessi hópur braut þennan múr og komst í undanúrslit í fyrsta sinn. Við höfum líka komist tvisvar sinnum í undanúrslit bikarkeppninnar. Okkur vantar kannski aðeins meiri stöðugleika. Við gátum unnið bestu liðin með mesta fjármagnið en gáfum lent í vandræðum með liðin í neðri hlutanum. Við höldum áfram, það er allt annað að sjá umgjörðina og höllina og við verðum áfram með flott lið,“ sagði Patrekur að lokum. Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
Stjarnan féll úr leik fyrir ÍBV, 2-0, í átta liða úrslitum eftir að hafa endað í 6. sæti Olís-deildar karla. Stjörnumenn komust einnig í undanúrslit Powerade-bikarsins. Ljóst er að Stjarnan hefur misst sinn aðalstyrktaraðila, TM, sem íþróttahús félagsins í Mýrinni hefur heitið eftir. Þrátt fyrir það segir Patrekur að Stjörnumenn ætli ekki að gefa neinn afslátt af því að tefla fram sterku liði á næsta tímabili. „Það er ljóst að við þurfum að endurskipuleggja og erum að vinna í því. Það verða einhverjar breytingar og það eru yngri leikmenn að koma upp. Við förum yfir stöðuna og finnum lausnir. Við verðum áfram með sterkt lið,“ sagði Patrekur við Vísi í dag. Ljóst er að Brynjar Hólm Grétarsson verður ekki með Stjörnunni á næsta tímabili þar sem hann er að flytja aftur til Akureyrar. Þá liggja nokkrir eldri leikmenn liðsins undir feldi og íhuga framtíð sína. „Það kemur í ljós. Þetta eru flottir strákar og miklir karakterar. Við verðum kannski með aðeins yngra lið. Maður sá í leikjunum gegn ÍBV þegar það komu nokkrir ungir leikmenn beittir inn í liðið. Við gefumst aldrei upp í Garðabænum og mætum með flott lið á næsta ári,“ sagði Patrekur. Hergeir Grímsson tekinn föstum tökum af Eyjamönnum.vísir/hulda margrét Hann tók við Stjörnunni í annað sinn 2020. Á fyrsta tímabili hans við stjórnvölinn komust Garðbæingar í undanúrslit úrslitakeppninnar í fyrsta sinn en síðustu tvö tímabil hafa þeir fallið úr leik fyrir Eyjamönnum í átta liða úrslitum. „Þessi hópur braut þennan múr og komst í undanúrslit í fyrsta sinn. Við höfum líka komist tvisvar sinnum í undanúrslit bikarkeppninnar. Okkur vantar kannski aðeins meiri stöðugleika. Við gátum unnið bestu liðin með mesta fjármagnið en gáfum lent í vandræðum með liðin í neðri hlutanum. Við höldum áfram, það er allt annað að sjá umgjörðina og höllina og við verðum áfram með flott lið,“ sagði Patrekur að lokum.
Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira