Boris Bjarni Akbachev fallinn frá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. apríl 2023 00:59 Boris við kennslu hjá íþróttafræðinemendum við Háskólann í Reykjavík árið 2015. Háskólinn í Reykjavík Boris Bjarni Akbachev, goðsögn í handboltaþjálfun á Íslandi, er látinn 89 ára gamall. Boris kom að þjálfun margra af bestu handboltamönnum Íslandssögunnar. Stuðningsmönnum Vals var tilkynnt um andlátið í kvöld og fjölmargir lærisveinar hans í gegnum árin minnast hans á samfélagsmiðlum. Boris kom fyrst til Íslands frá Sovétríkjunum árið 1980 til að þjálfa hjá Val í um tvö ár. Þá tók hann við Valsliði sem var þekkt sem Mulningsvélin en lykilmenn voru komnir á aldur. Á þeim tíma tók hann unga og efnilega handboltamenn inn í Valsliðið sem áttu eftir að spila lykilhlutverk í landsliði Íslands síðar meir. Leikmenn eins og Valdimar Grímsson, Jakob Sigurðsson, Júlíus Jónason og Geir Sveinsson. Boris Bjarni kom aftur til Íslands árið 1989 og þá var dvöl hans öllu lengri, eða allt til dagsins í dag. Hann þjálfaði hjá Val og varð svo aðstoðarmaður Þorbjörns Jenssonar með íslenska landsliðið. Með þá félaga í brúnni náði karlalandsliðið fimmta sæti á HM í Kumamoto 1997. Boris hefur búið til frábæra leikmenn, bæði hér á landi og í Rússlandi. Leikmenn á borð við Dag Sigurðsson og Ólafur Stefánsson fóru í gegnum skóla Borisar Bjarna og fleiri Valsarar síðar meir auk efnilegra leikmanna hjá félögum á borð við Breiðablik, ÍBV og Hauka. Hann þótti í sérflokki í tækni- og einstaklingsþjálfun. Lét hann hafa eftir sér að stærsta vandamálið á Íslandi á sínum tíma að allir leikmenn væru þjálfaðir eins. Leikmaður sem væri lítill og aumur þyrfti ekki samskonar þjálfun og sá sem væri stór og sterkur. Hann skoðaði leikmenn með tilliti til veikleika þeirra og styrkleika og vann með leikmönnum í þeim þáttum. Boris Bjarni var sæmdur gullmerki Vals og silfurmerki Handknattleikssambands Íslands fyrir framlag sitt til handbolta hér á landi. Boris Bjarni lætur eftir sig eiginkonu og tvö uppkomin börn. Valur Andlát Tengdar fréttir Hélt að hann væri á þrekæfingu en þetta var bara upphitun hjá Bogdan Guðjón Guðmundsson mætti til Kjartans Atla og Rikka G. í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag og Gaupi sagði þar frá snillingunum tveimur sem ollu straumhvörfum í íslenskum handbolta. 17. desember 2020 11:00 Guðfaðirinn tekur Óla Stef í kennslustund með smámynt ber að ofan Boris Bjarni Akbachev bjó Ólaf Stefánsson til sem handboltamann. 6. febrúar 2015 15:57 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira
Boris kom fyrst til Íslands frá Sovétríkjunum árið 1980 til að þjálfa hjá Val í um tvö ár. Þá tók hann við Valsliði sem var þekkt sem Mulningsvélin en lykilmenn voru komnir á aldur. Á þeim tíma tók hann unga og efnilega handboltamenn inn í Valsliðið sem áttu eftir að spila lykilhlutverk í landsliði Íslands síðar meir. Leikmenn eins og Valdimar Grímsson, Jakob Sigurðsson, Júlíus Jónason og Geir Sveinsson. Boris Bjarni kom aftur til Íslands árið 1989 og þá var dvöl hans öllu lengri, eða allt til dagsins í dag. Hann þjálfaði hjá Val og varð svo aðstoðarmaður Þorbjörns Jenssonar með íslenska landsliðið. Með þá félaga í brúnni náði karlalandsliðið fimmta sæti á HM í Kumamoto 1997. Boris hefur búið til frábæra leikmenn, bæði hér á landi og í Rússlandi. Leikmenn á borð við Dag Sigurðsson og Ólafur Stefánsson fóru í gegnum skóla Borisar Bjarna og fleiri Valsarar síðar meir auk efnilegra leikmanna hjá félögum á borð við Breiðablik, ÍBV og Hauka. Hann þótti í sérflokki í tækni- og einstaklingsþjálfun. Lét hann hafa eftir sér að stærsta vandamálið á Íslandi á sínum tíma að allir leikmenn væru þjálfaðir eins. Leikmaður sem væri lítill og aumur þyrfti ekki samskonar þjálfun og sá sem væri stór og sterkur. Hann skoðaði leikmenn með tilliti til veikleika þeirra og styrkleika og vann með leikmönnum í þeim þáttum. Boris Bjarni var sæmdur gullmerki Vals og silfurmerki Handknattleikssambands Íslands fyrir framlag sitt til handbolta hér á landi. Boris Bjarni lætur eftir sig eiginkonu og tvö uppkomin börn.
Valur Andlát Tengdar fréttir Hélt að hann væri á þrekæfingu en þetta var bara upphitun hjá Bogdan Guðjón Guðmundsson mætti til Kjartans Atla og Rikka G. í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag og Gaupi sagði þar frá snillingunum tveimur sem ollu straumhvörfum í íslenskum handbolta. 17. desember 2020 11:00 Guðfaðirinn tekur Óla Stef í kennslustund með smámynt ber að ofan Boris Bjarni Akbachev bjó Ólaf Stefánsson til sem handboltamann. 6. febrúar 2015 15:57 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira
Hélt að hann væri á þrekæfingu en þetta var bara upphitun hjá Bogdan Guðjón Guðmundsson mætti til Kjartans Atla og Rikka G. í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag og Gaupi sagði þar frá snillingunum tveimur sem ollu straumhvörfum í íslenskum handbolta. 17. desember 2020 11:00
Guðfaðirinn tekur Óla Stef í kennslustund með smámynt ber að ofan Boris Bjarni Akbachev bjó Ólaf Stefánsson til sem handboltamann. 6. febrúar 2015 15:57