„Það væri mjög sorglegt ef villti laxinn hyrfi“ segir Ratcliffe Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. apríl 2023 06:38 Ratcliffe segist afar uggandi vegna stöðu villtra laxastofna. Vísir/Sigurjón Jim Ratcliffe, einn auðugasti maður Bretlands og áhugamaður um villta laxastofna, segir nauðsynlegt að finna leiðir til að vernda stofnana og að bregðast þurfi skjótt við. „Ég met það sem svo að við höfum útrýmt 95% af laxastofnunum á síðustu tvö til þrjú hundruð árum. Það eru ekki margar laxveiðiár sem verða áfram til í núverandi mynd ef ekki verður brugðist við,“ segir Ratcliffe í samtali við Morgunblaðið. Ratcliffe, sem hefur helst ratað í fréttir hérlendis fyrir jarðakaup á Norðausturlandi, er stofnandi Six Rivers Iceland sem vinnur að verndun vistkerfa nokkurra þekktra laxveiðiáa og að því að styðja viðgang laxastofna í ánum, þeirra á meðal Selá og Hofsá. Hann er staddur hér á landi í tengslum við ráðstefnu Six Rivers Iceland, sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti í gær. Ratcliffe segir í samtalinu við Morgunblaðið að maðurinn hafi ekki gengið nægilega vel um þá auðlind sem laxastofnarnir séu og að meðal annars sé nauðsynlegt að stýra veiði betur. „Það væri mjög sorglegt ef villti laxinn hyrfi. Við erum ekki fjarri því að útrýma honum alfarið,“ segir Ratcliffe. Hann segir að sér hafi vegnað vel í lífinu og að hann hafi valið að einbeita sér að verndun villtra laxastofna. Hann hafi engin önnur áform uppi í tengslum við jarðarkaup sín á Íslandi. Lax Stangveiði Jarðakaup útlendinga Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
„Ég met það sem svo að við höfum útrýmt 95% af laxastofnunum á síðustu tvö til þrjú hundruð árum. Það eru ekki margar laxveiðiár sem verða áfram til í núverandi mynd ef ekki verður brugðist við,“ segir Ratcliffe í samtali við Morgunblaðið. Ratcliffe, sem hefur helst ratað í fréttir hérlendis fyrir jarðakaup á Norðausturlandi, er stofnandi Six Rivers Iceland sem vinnur að verndun vistkerfa nokkurra þekktra laxveiðiáa og að því að styðja viðgang laxastofna í ánum, þeirra á meðal Selá og Hofsá. Hann er staddur hér á landi í tengslum við ráðstefnu Six Rivers Iceland, sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti í gær. Ratcliffe segir í samtalinu við Morgunblaðið að maðurinn hafi ekki gengið nægilega vel um þá auðlind sem laxastofnarnir séu og að meðal annars sé nauðsynlegt að stýra veiði betur. „Það væri mjög sorglegt ef villti laxinn hyrfi. Við erum ekki fjarri því að útrýma honum alfarið,“ segir Ratcliffe. Hann segir að sér hafi vegnað vel í lífinu og að hann hafi valið að einbeita sér að verndun villtra laxastofna. Hann hafi engin önnur áform uppi í tengslum við jarðarkaup sín á Íslandi.
Lax Stangveiði Jarðakaup útlendinga Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira