„Get ekki verið neitt annað en sáttur með mína menn“ Kári Mímisson skrifar 18. apríl 2023 21:14 Patrekur Jóhannesson var stoltur af sínum mönnum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, gat verið stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir að liðið hafi fallið úr leik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. „Ég er stoltur af leikmönnunum mínum sem spiluðu hér í kvöld. Þrátt fyrir að ég sé svekktur þá er ég ánægður með hvernig við komum og hvernig við spiluðum alvöru leik og frábæra vörn. Auðvitað þegar leið á þá áttum við í vandræðum með að skora og fengum kannski ekki eins góð færi í seinni hálfleik og þá fjaraði aðeins undan þessu og mögulega voru Eyjamenn aðeins þéttari. Hvað á maður að segja, það vantar einhverja sjö leikmenn og svo þetta rauða spjald eins og í síðasta leik. Þetta var rangur dómur að mínu mati en þessir menn hljóta nú að vita þetta betur en ég. Þetta var auðvitað sjokk fyrir okkur en það sló okkur ekki út af laginu eins og spjaldið sem Hergeir fékk í Eyjum. Ég get ekki verið neitt annað en sáttur með mína menn og framlagið í dag. Í Eyjum tókum við ekki þátt í þessum barningi eins og þar er alltaf. Þar er alltaf hart tekist á og sumir krydda þetta meira en aðrir,“ sagði afar stoltur en á sama tíma svekktur Patrekur Jóhannesson eftir svekkjandi tap Stjörnunnar gegn ÍBV nú í kvöld. Patrekur gaf lítið upp hvernig næsta tímabil verður hjá liðinu. Mögulega nær hann að sannfæra einhverja lykilleikmenn að halda áfram. „Eins og alltaf verða einhverjar breytingar. Ég verð örugglega með gott lið á næsta ári. Einhverjir hætta og einhverjir halda áfram. Það kemur bara í ljós.“ Patrekur hefur nú stýrt liðinu í þrjú ár en þegar hann tók við liðinu þá talaði hann um þriggja ára plan. Hversu sáttur er þjálfarinn með þessi þrjú ár? „2007/2008 var held ég síðasti titillinn svo var Stjarnan í fyrstu deild og fór upp og alltaf aftur niður. Núna erum við í kringum 25 stigin. Okkar markmið var að vera í efstu fjórum sætunum og við vorum tveimur stigum frá því. Margt búið að gerast á þessum þremur árum. Margt sem hefur gengið upp en auðvitað hefði maður viljað aðeins meira. Eins og núna í dag þá hefði maður viljað fara til Eyja og það hefði orðið alveg rosalegur leikur. Svona í heildina þá erum við búnir að breyta miklu og Stjarnan er orðið miklu betra lið en það var fyrir þremur, fjórum árum. Þá var liðið varla að komast í úrslitakeppnina. “ Olís-deild karla Stjarnan ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 23-27 | Eyjamenn snéru taflinu við og sendu Stjörnuna í sumarfrí ÍBV er á leið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir góðan fjögurra marka endurkomusigur gegn Stjörnunni í kvöld, 23-27. Eyjamenn voru fimm mörkum undir í hálfleik, en snéru taflinu við eftir hlé og eru því á leið í undanúrslit á kostnað Stjörnunnar annað árið í röð. 18. apríl 2023 19:40 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira
„Ég er stoltur af leikmönnunum mínum sem spiluðu hér í kvöld. Þrátt fyrir að ég sé svekktur þá er ég ánægður með hvernig við komum og hvernig við spiluðum alvöru leik og frábæra vörn. Auðvitað þegar leið á þá áttum við í vandræðum með að skora og fengum kannski ekki eins góð færi í seinni hálfleik og þá fjaraði aðeins undan þessu og mögulega voru Eyjamenn aðeins þéttari. Hvað á maður að segja, það vantar einhverja sjö leikmenn og svo þetta rauða spjald eins og í síðasta leik. Þetta var rangur dómur að mínu mati en þessir menn hljóta nú að vita þetta betur en ég. Þetta var auðvitað sjokk fyrir okkur en það sló okkur ekki út af laginu eins og spjaldið sem Hergeir fékk í Eyjum. Ég get ekki verið neitt annað en sáttur með mína menn og framlagið í dag. Í Eyjum tókum við ekki þátt í þessum barningi eins og þar er alltaf. Þar er alltaf hart tekist á og sumir krydda þetta meira en aðrir,“ sagði afar stoltur en á sama tíma svekktur Patrekur Jóhannesson eftir svekkjandi tap Stjörnunnar gegn ÍBV nú í kvöld. Patrekur gaf lítið upp hvernig næsta tímabil verður hjá liðinu. Mögulega nær hann að sannfæra einhverja lykilleikmenn að halda áfram. „Eins og alltaf verða einhverjar breytingar. Ég verð örugglega með gott lið á næsta ári. Einhverjir hætta og einhverjir halda áfram. Það kemur bara í ljós.“ Patrekur hefur nú stýrt liðinu í þrjú ár en þegar hann tók við liðinu þá talaði hann um þriggja ára plan. Hversu sáttur er þjálfarinn með þessi þrjú ár? „2007/2008 var held ég síðasti titillinn svo var Stjarnan í fyrstu deild og fór upp og alltaf aftur niður. Núna erum við í kringum 25 stigin. Okkar markmið var að vera í efstu fjórum sætunum og við vorum tveimur stigum frá því. Margt búið að gerast á þessum þremur árum. Margt sem hefur gengið upp en auðvitað hefði maður viljað aðeins meira. Eins og núna í dag þá hefði maður viljað fara til Eyja og það hefði orðið alveg rosalegur leikur. Svona í heildina þá erum við búnir að breyta miklu og Stjarnan er orðið miklu betra lið en það var fyrir þremur, fjórum árum. Þá var liðið varla að komast í úrslitakeppnina. “
Olís-deild karla Stjarnan ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 23-27 | Eyjamenn snéru taflinu við og sendu Stjörnuna í sumarfrí ÍBV er á leið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir góðan fjögurra marka endurkomusigur gegn Stjörnunni í kvöld, 23-27. Eyjamenn voru fimm mörkum undir í hálfleik, en snéru taflinu við eftir hlé og eru því á leið í undanúrslit á kostnað Stjörnunnar annað árið í röð. 18. apríl 2023 19:40 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 23-27 | Eyjamenn snéru taflinu við og sendu Stjörnuna í sumarfrí ÍBV er á leið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir góðan fjögurra marka endurkomusigur gegn Stjörnunni í kvöld, 23-27. Eyjamenn voru fimm mörkum undir í hálfleik, en snéru taflinu við eftir hlé og eru því á leið í undanúrslit á kostnað Stjörnunnar annað árið í röð. 18. apríl 2023 19:40