„Hefði hjálpað okkur Bjarka heil ósköp“ Máni Snær Þorláksson skrifar 18. apríl 2023 15:40 Ástrós Rut Sigurðardóttir flutti sína fyrstu ræðu á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Ástrós Rut Sigurðardóttir, varaþingmaður Viðreisnar, flutti jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Í ræðunni fagnar Ástrós þingsályktunartillögu um umboðsmann sjúklinga. Ástrós missti eiginmann sinn árið 2019 eftir langa baráttu við krabbamein. Hún segir að umboðsmaður sjúklinga hefði getað hjálpað þeim á sínum tíma. „Það er heiður að fá að standa hér og flytja mína fyrstu ræðu í einu glæsilegasta og virðulegasta húsi landsins,“ segir Ástrós í upphafi ræðunnar. Hún segir það hafa verið ástríðu sína lengi að breyta til hins betra og vera partur af jákvæðri þróun samfélagsins. Klippa: Jómfrúarræða Ástrósar Rutar Þegar Ástrós var einungis 24 ára gömul stóð hún við hlið Bjarka Má Sigvaldssonar, eiginmanns síns, er þeim var tjáð að krabbamein væri ástæðan fyrir verkjum og veikindum hans. „Við fengum einnig að heyra að þetta yrði mjög langt og erfitt ferli. Í dag eru tíu ár liðin og ég tíu árum eldri og vitrari en maðurinn minn er ekki lengur með okkur. Hann lést árið 2019 frá kornungri dóttur sinni og stóðu mæðgur eftir í sárum.“ Nauðsynlegt afl fyrir sjúklinga Ástrós segir að á þessum sjö árum sem Bjarki glímdi við krabbamein hafi hún lært margt. „Ég lærði að það er flókið að vita sín réttindi. Ég lærði að vegurinn í gegnum kerfið er þungbær og ég lærði að það þarf sterkan einstakling á bak við veikan einstakling til að komast í gegnum frumskóg kerfisins og það er ekki sjálfgefið.“ Hún segist hafa orðið fyrir löngu sannfærð um mikilvægi þess að koma á fót embætti umboðsmanns sjúklinga. Að hennar mati væri embættið nauðsynlegt afl fyrir sjúklinga til að fá á einum stað upplýsingar um sín réttindi, fræðslu og leiðsögn um kerfið. „Umboðsmaður sjúklinga myndi einnig sinna því hlutverki að standa vörð um hagsmuni þessa viðkvæma hóps og gæta að því að sjúklingar fái sem besta heilbrigðisþjónustu hverju sinni. Þetta er ekki bara fallegt fyrirkomulag, þetta er faglegt.“ Embættið hefði hjálpað sér og Bjarka Um er að ræða þingsályktunartillögu frá stjórnarandstöðunni. Halldóra Mogesen, þingmaður Pírata, lagði tillöguna fram og er það nú komið til umfjöllunar í velferðarnefnd. Ástrós hvetur þingmenn nefndarinnar til að stoppa ekki málið þó það komi frá stjórnarandstöðuþingmanni. „Gott er gott, sama hvaðan það kemur. Kerfið var nefnilega flókið og erfitt yfirferðar þegar ég þurfti að eiga við það sjálf og hefur því miður alltof lítið breyst síðan. Þess vegna vil ég eindregið vekja athygli á þessu mikilvæga máli.“ Að lokum segir Ástrós að embættið hefði getað hjálpað sér og Bjarka á sínum tíma: „Ég er sannfærð um að umboðsmaður sjúklinga hefði hjálpað okkur Bjarka heil ósköp.“ Alþingi Viðreisn Heilbrigðismál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
„Það er heiður að fá að standa hér og flytja mína fyrstu ræðu í einu glæsilegasta og virðulegasta húsi landsins,“ segir Ástrós í upphafi ræðunnar. Hún segir það hafa verið ástríðu sína lengi að breyta til hins betra og vera partur af jákvæðri þróun samfélagsins. Klippa: Jómfrúarræða Ástrósar Rutar Þegar Ástrós var einungis 24 ára gömul stóð hún við hlið Bjarka Má Sigvaldssonar, eiginmanns síns, er þeim var tjáð að krabbamein væri ástæðan fyrir verkjum og veikindum hans. „Við fengum einnig að heyra að þetta yrði mjög langt og erfitt ferli. Í dag eru tíu ár liðin og ég tíu árum eldri og vitrari en maðurinn minn er ekki lengur með okkur. Hann lést árið 2019 frá kornungri dóttur sinni og stóðu mæðgur eftir í sárum.“ Nauðsynlegt afl fyrir sjúklinga Ástrós segir að á þessum sjö árum sem Bjarki glímdi við krabbamein hafi hún lært margt. „Ég lærði að það er flókið að vita sín réttindi. Ég lærði að vegurinn í gegnum kerfið er þungbær og ég lærði að það þarf sterkan einstakling á bak við veikan einstakling til að komast í gegnum frumskóg kerfisins og það er ekki sjálfgefið.“ Hún segist hafa orðið fyrir löngu sannfærð um mikilvægi þess að koma á fót embætti umboðsmanns sjúklinga. Að hennar mati væri embættið nauðsynlegt afl fyrir sjúklinga til að fá á einum stað upplýsingar um sín réttindi, fræðslu og leiðsögn um kerfið. „Umboðsmaður sjúklinga myndi einnig sinna því hlutverki að standa vörð um hagsmuni þessa viðkvæma hóps og gæta að því að sjúklingar fái sem besta heilbrigðisþjónustu hverju sinni. Þetta er ekki bara fallegt fyrirkomulag, þetta er faglegt.“ Embættið hefði hjálpað sér og Bjarka Um er að ræða þingsályktunartillögu frá stjórnarandstöðunni. Halldóra Mogesen, þingmaður Pírata, lagði tillöguna fram og er það nú komið til umfjöllunar í velferðarnefnd. Ástrós hvetur þingmenn nefndarinnar til að stoppa ekki málið þó það komi frá stjórnarandstöðuþingmanni. „Gott er gott, sama hvaðan það kemur. Kerfið var nefnilega flókið og erfitt yfirferðar þegar ég þurfti að eiga við það sjálf og hefur því miður alltof lítið breyst síðan. Þess vegna vil ég eindregið vekja athygli á þessu mikilvæga máli.“ Að lokum segir Ástrós að embættið hefði getað hjálpað sér og Bjarka á sínum tíma: „Ég er sannfærð um að umboðsmaður sjúklinga hefði hjálpað okkur Bjarka heil ósköp.“
Alþingi Viðreisn Heilbrigðismál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira