Gísli Snær segir ekki litið til þess hvar eigi að sýna afurðina Jakob Bjarnar skrifar 17. apríl 2023 14:24 Magnús Ragnarsson hjá Símanum er afar ósáttur við að styrkir Kvikmyndasjóðs til sjónvarpsþátta séu allir til þátta sem til stendur að sýna á RÚV. Gísli Snær segir að ekki sé litið til þess hvar til standi að sýna þættina þegar styrkt er. Gísli Snær Erlingsson hjá Kvikmyndamiðstöð segir það rangt hjá Magnúsi Ragnarssyni hjá Símanum að horft sé til þess hvar sýna eigi þætti sem styrktir hafa verið af Kvikmyndasjóði. Styrkirnir séu ekki til sjónvarpsstöðvanna heldur er litið fyrst og síðast til möguleika handritsins. Vísir greindi frá þessu í gær að Magnús teldi jafnræðis ekki gætt, allir styrkirnir úr Kvikmyndasjóði renni til sjónvarpsverkefna sem til standi að sýna á dagskrá Ríkisútvarpsins. RÚVarar með allt til sín Kvikmyndamiðstöð Íslands veitir árlega styrki úr kvikmyndasjóði, meðal annars fyrir leikið sjónvarpsefni. Fjögur verkefni eru á lista, þrjú þeirra; Vigdís, Danska konan og Ráðherrann 2, hafa fengið vilyrði fyrir 200 milljónum króna í heildina í ár. Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum, segir að framleiðslufyrirtæki á þeirra vegum sem sótt hafi um hafi fengið þau svör að það væri ekki meira fjármagn til staðar. Ekki verið að styrkja sjónvarpsstöðvarnar Vísir bar þessa stöðu undir Gísla Snæ Erlingsson en hann er nýtekinn við stöðu forstöðumanns og tekur við þeirri stöðu af Laufey Guðjónsdóttur sem hefur verið forstöðumaður undanfarna tvo áratugi. Gísli Snær segir það ekki með öllu rétt að hann komi að öllum sjóðum tómum en eftir því sem hann best viti sé vissulega búið að úthluta því sem til er fyrir sjónvarpsverkefnin. Gísli Snær segir styrki til verkefna ekki hugsaða sem styrki til sjónvarpsstöðva.aðsend „Ég var bara að taka við þessu öllu saman, núna 1. apríl. Þetta er lítið heimili en mikil útgjöld. Fámennur vinnustaður en miklir fjármunir sem fara út í styrki og það þarf að halda utan um það, að ekki sé veitt og ekki til fyrir þessu.“ Gísli Snær segir að þau verkefni sem hafa verið að berast inn til Kvikmyndamiðstöðvar séu afar spennandi og góð. „Eins og þetta gengur fyrir sig hér þá er þetta auðvitað ferli sem alltaf er verið að vinna í, laga og bæta – gera faglegri og gegnsærri. Um er að ræða sjóð sem byrjaði í skúffu hjá ráðherra en er nú miðlæg stofnun.“ Magnús hafi á röngu að standa Gísli Snær segir að sjóðinn vitaskuld ekki hugsaðan þannig að hann sé til að styrkja sjónvarpsstöðvar heldur vel unnin og spennandi handrit til framgangs. „Svo er skoðað hverjir eru að sækja um og þá kemur reynsla og annað til álita; hversu líklegt er að verkefnið verði að veruleika. Endanleg fjármögnun er svo í erlendu fé í flestum tilfellum og þá eru möguleikar á því skoðaðir.“ Forstöðumaðurinn segir að í sumum tilfellum þá liggi ekki fyrir hvar afurðin verði sýnd heldur er verið að þróa verkefnið sem slíkt burtséð frá því. Hann segir jafnframt að bæði Ríkissjónvarpið og Síminn hafi staðið sig vel í að stuðla að innlendu leiknu efni en, eins og áður segir, séu ráðgjafar ekki að skoða beint hvar efnið verður svo tekið til sýninga. Þannig sé rangt sem Magnús haldi fram að sýningarstaður sé ráðandi þegar tekin er ákvörðun um hvaða verkefni eru styrkt. Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ráðgjafi vanhæfur vegna fjárhagslegra hagsmuna og fyrrverandi forstöðumaður fær vonda umsögn Menningamálaráðuneytið úrskurðaði kvikmyndaráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar vanhæfan vegna fjárhagslegra hagsmuna til að taka ákvörðun tengda umsókn um eftirvinnslustyrk kvikmyndar. Synjun umsóknarinnar var snúið við vegna þess að ekkert benti til þess að forstöðumaður sjóðsins hefði komið að ákvörðuninni og vegna skorts á rökstuðningi. 12. apríl 2023 10:14 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Sjá meira
Vísir greindi frá þessu í gær að Magnús teldi jafnræðis ekki gætt, allir styrkirnir úr Kvikmyndasjóði renni til sjónvarpsverkefna sem til standi að sýna á dagskrá Ríkisútvarpsins. RÚVarar með allt til sín Kvikmyndamiðstöð Íslands veitir árlega styrki úr kvikmyndasjóði, meðal annars fyrir leikið sjónvarpsefni. Fjögur verkefni eru á lista, þrjú þeirra; Vigdís, Danska konan og Ráðherrann 2, hafa fengið vilyrði fyrir 200 milljónum króna í heildina í ár. Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum, segir að framleiðslufyrirtæki á þeirra vegum sem sótt hafi um hafi fengið þau svör að það væri ekki meira fjármagn til staðar. Ekki verið að styrkja sjónvarpsstöðvarnar Vísir bar þessa stöðu undir Gísla Snæ Erlingsson en hann er nýtekinn við stöðu forstöðumanns og tekur við þeirri stöðu af Laufey Guðjónsdóttur sem hefur verið forstöðumaður undanfarna tvo áratugi. Gísli Snær segir það ekki með öllu rétt að hann komi að öllum sjóðum tómum en eftir því sem hann best viti sé vissulega búið að úthluta því sem til er fyrir sjónvarpsverkefnin. Gísli Snær segir styrki til verkefna ekki hugsaða sem styrki til sjónvarpsstöðva.aðsend „Ég var bara að taka við þessu öllu saman, núna 1. apríl. Þetta er lítið heimili en mikil útgjöld. Fámennur vinnustaður en miklir fjármunir sem fara út í styrki og það þarf að halda utan um það, að ekki sé veitt og ekki til fyrir þessu.“ Gísli Snær segir að þau verkefni sem hafa verið að berast inn til Kvikmyndamiðstöðvar séu afar spennandi og góð. „Eins og þetta gengur fyrir sig hér þá er þetta auðvitað ferli sem alltaf er verið að vinna í, laga og bæta – gera faglegri og gegnsærri. Um er að ræða sjóð sem byrjaði í skúffu hjá ráðherra en er nú miðlæg stofnun.“ Magnús hafi á röngu að standa Gísli Snær segir að sjóðinn vitaskuld ekki hugsaðan þannig að hann sé til að styrkja sjónvarpsstöðvar heldur vel unnin og spennandi handrit til framgangs. „Svo er skoðað hverjir eru að sækja um og þá kemur reynsla og annað til álita; hversu líklegt er að verkefnið verði að veruleika. Endanleg fjármögnun er svo í erlendu fé í flestum tilfellum og þá eru möguleikar á því skoðaðir.“ Forstöðumaðurinn segir að í sumum tilfellum þá liggi ekki fyrir hvar afurðin verði sýnd heldur er verið að þróa verkefnið sem slíkt burtséð frá því. Hann segir jafnframt að bæði Ríkissjónvarpið og Síminn hafi staðið sig vel í að stuðla að innlendu leiknu efni en, eins og áður segir, séu ráðgjafar ekki að skoða beint hvar efnið verður svo tekið til sýninga. Þannig sé rangt sem Magnús haldi fram að sýningarstaður sé ráðandi þegar tekin er ákvörðun um hvaða verkefni eru styrkt.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ráðgjafi vanhæfur vegna fjárhagslegra hagsmuna og fyrrverandi forstöðumaður fær vonda umsögn Menningamálaráðuneytið úrskurðaði kvikmyndaráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar vanhæfan vegna fjárhagslegra hagsmuna til að taka ákvörðun tengda umsókn um eftirvinnslustyrk kvikmyndar. Synjun umsóknarinnar var snúið við vegna þess að ekkert benti til þess að forstöðumaður sjóðsins hefði komið að ákvörðuninni og vegna skorts á rökstuðningi. 12. apríl 2023 10:14 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Sjá meira
Ráðgjafi vanhæfur vegna fjárhagslegra hagsmuna og fyrrverandi forstöðumaður fær vonda umsögn Menningamálaráðuneytið úrskurðaði kvikmyndaráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar vanhæfan vegna fjárhagslegra hagsmuna til að taka ákvörðun tengda umsókn um eftirvinnslustyrk kvikmyndar. Synjun umsóknarinnar var snúið við vegna þess að ekkert benti til þess að forstöðumaður sjóðsins hefði komið að ákvörðuninni og vegna skorts á rökstuðningi. 12. apríl 2023 10:14