Í höfuðborginni Khartoum hefur nú verið barist í þrjá daga og um hundrað liggja í valnum og rúmlega þúsund eru særðir en fregnir berast nú af bardögum vítt og breitt um landið. Átökin eru á milli stjórnarhersins og skæruliðasveitar sem kallar sig RSF.
Báðar fylkingarnar hafa lýst því yfir að þær stjórni nú hluta höfuðborgarinnar og í gær náðist samkomulag um stutt vopnahlé svo hægt væri að hlúa að særðum. Læknar í borginni segja ástandið orðið afar erfitt og að bardagarnir komi í veg fyrir að hægt sé að sinna særðum nægilega vel.
Breska ríkisútvarpið segir átökin rakin til mikillar valdabaráttu innan súdanska hersins sem staðið hafi undanfarin misseri. Súdan hefur verið stjórnað af hernum frá því almenningur kom einræðisherranum Omar al-Bashir frá völdum árið 2016. Herforingjarnir hafa hinsvegar verið ósammála um hvernig koma skuli landinu á lýðræðis brautina og þær deilur virðast nú hafa endað í borgarastríði.