„Það eru fleiri tonn af línum á hafsbotni“ Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2023 20:41 Freyr Antonsson, framkvæmdastjóri Arctice Sea Tours. Gömul kræklingaræktunarlína fór í skrúfuna á Rib-bátnum Dögun á fimmtudaginn er honum var siglt í hvalaskoðun í Eyjafirði á vegum fyrirtækisins Arctic Sea Tours. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir þetta í annað sinn sem þetta gerist og fjölmargir sjómenn hafi fengið kræklingalínur úr rækt sem varð gjaldþrota í skrúfuna og nauðsynlegt sé að hreinsa línurnar. Margir kílómetrar af línum liggi á hafsbotni og ógni öryggi. Freyr Antonsson, framkvæmdastjóri Arctice Sea Tours, segir að sem betur fer hafi Dögun ekki verið á mikilli ferð þegar línan lenti í skrúfu bátsins og drif hans hafi ekki skemmst. Um tíu manns voru um borð en ekki var hætta á ferðum þar sem aðrir hvalaskoðunarbátar komu strax til aðstoðar og Dögun var dregin í land. Mótorar Dögunar voru ekki á miklum snúning þegar línan fór í skrúfuna á bátnum. „Þetta var eitt og hálft kar af drasli sem við fengum í skrúfuna. Ef þetta nær að fljóta upp og reka eitthvað, þá yrði það bara hættulegt fyrir stærri skip,“ segir Freyr í samtali við fréttastofu. Freyr telur þetta ekki í fyrsta sinn sem bátur fyrirtækinu fær kræklingalínu í skrúfuna. Það hafi líka gerst árið 2018 og þá hafi tjónið verið upp á tvær milljónir króna. Bara sýnilegar línur fjarlægðar eftir gjaldþrot Forsaga málsins er sú að nokkuð umfangsmikil kræklingarækt sem var með línur við Hrísey og víða í Eyjafirði hafi farið í gjaldþrot árið 2011 og svo aftur árið 2013. Eftir lágu margir kílómetrar á línum í sjó. Árið 2015 var farið í að reyna að ná upp línum en þá voru eingöngu þær línur sem voru sýnilegar á yfirborðinu fjarlægðar og ekkert slægt eftir línum. Freyr segir að síðustu ár hafi borið á því að línur hafi verið að fljóta upp af botninum með tilheyrandi hættu fyrir sjófarendur. Áhöfn sjómælingaskipsins Baldurs losaði í janúar dauðan hval í Stakksfirði. Sá hafði flækst í botnföstum köðlum sem voru líklega hluti af kræklingarækt. „Málið er að það eru rosalega margir búnir að lenda í þessu. Allir með sögu um að hafa fengið línu í skrúfuna eða rétt sloppið við það. Það segir ákveðna sögu,“ segir Freyr. Er hann hafði tekið Dögun upp á land til kanna hvort báturinn hefði orðið fyrir skemmdum komu þrír menn að honum sem sögðust einnig hafa fengið línu í skrúfuna og margir aðrir hafa svipaða sögu að segja á Facebook. Freyr segir svona línur vera víðsvegar í Eyjafirðinum og margir hafi fengið þær í skrúfuna. „Þetta hefur alltaf verið vesen og þetta er bara ekki ásættanlegt. Það þarf að slæða eftir þessu.“ Freyr segist hafa látið bæði Landhelgisgæsluna og umhverfisráðuneytið vita af línunum og segir að eitthvað verði að gera til að skapa öryggi í Eyjafirðinum. Hann skorar á yfirvöld að stíga inn í málið og láta hreinsa upp línurnar. „Ég er tilbúinn að veita alla aðstoð sem hægt er og hef fengið boð frá fleiri aðilum um að hjálpa til,“ segir Freyr. „Það eru fleiri tonn af línum á hafsbotni og þetta er að detta upp hingað og þangað. Það sem við fengum í skrúfuna er bara dropi í hafið.“ Sjávarútvegur Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Margir kílómetrar af línum liggi á hafsbotni og ógni öryggi. Freyr Antonsson, framkvæmdastjóri Arctice Sea Tours, segir að sem betur fer hafi Dögun ekki verið á mikilli ferð þegar línan lenti í skrúfu bátsins og drif hans hafi ekki skemmst. Um tíu manns voru um borð en ekki var hætta á ferðum þar sem aðrir hvalaskoðunarbátar komu strax til aðstoðar og Dögun var dregin í land. Mótorar Dögunar voru ekki á miklum snúning þegar línan fór í skrúfuna á bátnum. „Þetta var eitt og hálft kar af drasli sem við fengum í skrúfuna. Ef þetta nær að fljóta upp og reka eitthvað, þá yrði það bara hættulegt fyrir stærri skip,“ segir Freyr í samtali við fréttastofu. Freyr telur þetta ekki í fyrsta sinn sem bátur fyrirtækinu fær kræklingalínu í skrúfuna. Það hafi líka gerst árið 2018 og þá hafi tjónið verið upp á tvær milljónir króna. Bara sýnilegar línur fjarlægðar eftir gjaldþrot Forsaga málsins er sú að nokkuð umfangsmikil kræklingarækt sem var með línur við Hrísey og víða í Eyjafirði hafi farið í gjaldþrot árið 2011 og svo aftur árið 2013. Eftir lágu margir kílómetrar á línum í sjó. Árið 2015 var farið í að reyna að ná upp línum en þá voru eingöngu þær línur sem voru sýnilegar á yfirborðinu fjarlægðar og ekkert slægt eftir línum. Freyr segir að síðustu ár hafi borið á því að línur hafi verið að fljóta upp af botninum með tilheyrandi hættu fyrir sjófarendur. Áhöfn sjómælingaskipsins Baldurs losaði í janúar dauðan hval í Stakksfirði. Sá hafði flækst í botnföstum köðlum sem voru líklega hluti af kræklingarækt. „Málið er að það eru rosalega margir búnir að lenda í þessu. Allir með sögu um að hafa fengið línu í skrúfuna eða rétt sloppið við það. Það segir ákveðna sögu,“ segir Freyr. Er hann hafði tekið Dögun upp á land til kanna hvort báturinn hefði orðið fyrir skemmdum komu þrír menn að honum sem sögðust einnig hafa fengið línu í skrúfuna og margir aðrir hafa svipaða sögu að segja á Facebook. Freyr segir svona línur vera víðsvegar í Eyjafirðinum og margir hafi fengið þær í skrúfuna. „Þetta hefur alltaf verið vesen og þetta er bara ekki ásættanlegt. Það þarf að slæða eftir þessu.“ Freyr segist hafa látið bæði Landhelgisgæsluna og umhverfisráðuneytið vita af línunum og segir að eitthvað verði að gera til að skapa öryggi í Eyjafirðinum. Hann skorar á yfirvöld að stíga inn í málið og láta hreinsa upp línurnar. „Ég er tilbúinn að veita alla aðstoð sem hægt er og hef fengið boð frá fleiri aðilum um að hjálpa til,“ segir Freyr. „Það eru fleiri tonn af línum á hafsbotni og þetta er að detta upp hingað og þangað. Það sem við fengum í skrúfuna er bara dropi í hafið.“
Sjávarútvegur Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira