Trú á Ísland Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. apríl 2023 13:00 Andsvar Bjarna Benediktssonar við hárbeittri gagnrýni Þorbjargar S. Gunnlaugsdóttur alþingismanns Viðreisnar hér á Vísi er annað hvort dæmi um óvenjulegt oflæti eða blindu á pólitískan og efnahagslegan veruleika. Gagnrýni Þorbjargar beindist fyrst og fremst að veikleikum í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og veikleikum krónunnar. Andsvar ráðherrans fólst í því að halda því fram að gagnrýni af því tagi beri vott um vantrú á sjálfstæðri peningastefnu sem síðan jafngilti vantrú á getu Íslands. Trú á fjármálaraðherra Fjármálaráðherrann sem þannig talar gerði í lok síðasta árs samning við Landsvirkjun um kaup ríkissjóðs á hlut fyrirtækisins í Landsneti. Landsvirkjun lánaði ríkissjóði fyrir kaupunum. Með því að fjármálaráðherra fer með alla hluti ríkissjóðs í Landsvirkjun sat hann beggja vegna borðsins. Í þessum viðskiptum birtist trú fjármálaráðherra á íslensku krónunni í því að hann lét ríkisfyrirtækið lána ríkissjóði í evrum. Satt best að segja eru góð og gild hagkvæmnirök fyrir því að reka Landsvirkjun í dollarahagkerfinu og láta hana lána ríkissjóði í evruhagkverfinu. Spurningin er bara þessi; hefði ekki fjármálaráðherra með fulla sýn á pólitískan og efnahagslegan veruleika sparað stóru orðin gagnvart þeim sem benda á það eitt að jafn góð og gild rök geta verið fyrir því að aðrir fái líka að njóta þessa hagræðis? Af hverju þessa viðkvæmni? Veruleikinn er sá að það ber fremur vott um styrkleika en veikleika í íslenskum þjóðarbúskap að útflutningsfyrirtækin, stærstu ferðaþjónustufyrirtækin, stóriðjufyrirtækin og stærsta orkufyrirtækið noti erlenda gjaldmiðla. Og fráleitt væri að halda því fram að innbyrðis lánaviðskipti milli ríkissjóðs og ríkisfyrirtækis í evrum sé vísbending um veikleika aða uppgjöf. Þríþætt hlutverk Almennt er rætt um að gjaldmiðill þjóni þríþættu hlutverki. Í fyrsta lagi er hann milliliður í daglegum viðskiptum. Í öðru lagi þarf gjaldmiðillinn að geta geymt verðmæti til að tryggja sparnað. Í þriðja lagi þarf gjaldmiðillinn að vera traustur verðmælir. Krónan dugar í daglegum búðarviðskiptum hér heima en ekki utan landsteinanna. Og hún dugar ekki til að halda uppi nauðsynlegum sparnaði. Krónan dugar heldur ekki sem mælikvarði á efnahagslega starfsemi. Í þeim tilgangi nota útflutningsfyrirtækin erlenda gjaldmiðla og fjármálaráðherra notar evrur þegar hann tekur lán hjá sjálfum sér í Landsvirkjun. Það endurspeglar síðan svo vel hversu vonlaust er að nota krónuna sem verðmæli að fjármálaráðherrann þarf að halda lífeyrissparnaði, sem jafngildir heilli þjóðarframleiðslu, í gjaldeyrishöftum. Til að halda uppi verðgildi krónunnar. Þetta er gamall veruleiki og nýr, en ekki spurning um trú eða vantrú. Verkfæri en ekki trúarbrögð Til þess að gerast aðili að evrópska myntsamstarfinu og geta tekið upp evru þarf Ísland að geta sýnt fram á að hér sé markaðsbúskapur án gjaldeyrishafta, virk samkeppni og strangar ríkisfjármálareglur. Og kjarkur til að fara eftir þeim. Þeir einir geta því talað fyrir traustum gjaldmiðli eins og evru sem hafa trú á þjóðarbúskapnum og getu okkar til að fylgja ströngustu ríkisfjármálareglum sem þekkjast. Mun réttar væri að segja að andstaðan við traustan alþjóðlegan gjaldmiðil byggðist á vantrú á getu Íslands. Gjaldmiðill getur einfaldlega ekki verið trúaratriði og heldur ekki sjálfstætt efnahagslegt markmið. Hann er aðeins verkfæri til að ná efnahagslegum markmiðum. Verkfærið eiga menn að velja til að tryggja samkeppnishæfni landsins og jafna möguleika fyrir alla en ekki bara suma. Sagan Lykilþáttur í viðreisnaraðgerðunum 1960 var ákvörðun um virka þátttöku í alþjóðlegu samstarfi um gengisstöðugleika, sem kennt var við Bretton Woods. Þá voru efnahagslegu markmiðin metin meira virði en fullkomlega sjálfstæð peningastefna. Eins var þetta í þjóðarsáttinni 1990. Vinstri stjórnin sem þá sat lofaði fastgengisstefnu og Viðeyjarstjórnin sem tók við samþykkti að stefna að því að festa gegni krónunnar við evrópsku reiknieininguna, sem var undanfari evrunnar. Núverandi forsætisráðherra samþykkti í ríkisstjórn sumarið 2012 að Ísland stefndi að því að taka upp evru. Ekki hefur hún verið vantrúuð á getu Íslands í gegnum tíðina, eða hvað? Og ekki er nema rúmur áratugur síðan fjármálaráðherra birtist á kosningaspjöldum þar sem hann boðaði trúverðuga upptöku evru. Seta hans á stóli fjármálaráðherra síðan hefur ekki afsannað að sá kosningaboðskapur byggðist á gildum rökum. Þvert á móti. Land jafnra tækifæra Fjármálaráðherra segir að við eigum að trúa því að verðbólgan sé tímabundin. Það geri ég svo sannarlega. Þó að ríkissjóður leggi ekki sitt af mörkum mun Seðlabankinn gera það sem þarf. Spurningin um krónuna snýst bara um allt annað. Hvort sem verðbólgan er há eða lág þurfa vextir á almenning og lítil og meðalstór fyrirtæki að vera allt að þrefalt hærri en þeir eru að jafnaði í grannlöndunum. Sá munur skekkir samkeppnistöðu þeirra sem bundnir eru í krónuhagkerfinu hvort sem verðbólga er há eða lág. Sú mismunun sem af þessu hlýst er óréttlát. Óréttlæti dregur svo úr getu heildarinnar til að gera betur og hlaupa hraðar. Saman. Því á endanum snýst þetta um stöðugleika og hér verði raunverulega land jafnra tækifæra. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Skoðun Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar Sjá meira
Andsvar Bjarna Benediktssonar við hárbeittri gagnrýni Þorbjargar S. Gunnlaugsdóttur alþingismanns Viðreisnar hér á Vísi er annað hvort dæmi um óvenjulegt oflæti eða blindu á pólitískan og efnahagslegan veruleika. Gagnrýni Þorbjargar beindist fyrst og fremst að veikleikum í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og veikleikum krónunnar. Andsvar ráðherrans fólst í því að halda því fram að gagnrýni af því tagi beri vott um vantrú á sjálfstæðri peningastefnu sem síðan jafngilti vantrú á getu Íslands. Trú á fjármálaraðherra Fjármálaráðherrann sem þannig talar gerði í lok síðasta árs samning við Landsvirkjun um kaup ríkissjóðs á hlut fyrirtækisins í Landsneti. Landsvirkjun lánaði ríkissjóði fyrir kaupunum. Með því að fjármálaráðherra fer með alla hluti ríkissjóðs í Landsvirkjun sat hann beggja vegna borðsins. Í þessum viðskiptum birtist trú fjármálaráðherra á íslensku krónunni í því að hann lét ríkisfyrirtækið lána ríkissjóði í evrum. Satt best að segja eru góð og gild hagkvæmnirök fyrir því að reka Landsvirkjun í dollarahagkerfinu og láta hana lána ríkissjóði í evruhagkverfinu. Spurningin er bara þessi; hefði ekki fjármálaráðherra með fulla sýn á pólitískan og efnahagslegan veruleika sparað stóru orðin gagnvart þeim sem benda á það eitt að jafn góð og gild rök geta verið fyrir því að aðrir fái líka að njóta þessa hagræðis? Af hverju þessa viðkvæmni? Veruleikinn er sá að það ber fremur vott um styrkleika en veikleika í íslenskum þjóðarbúskap að útflutningsfyrirtækin, stærstu ferðaþjónustufyrirtækin, stóriðjufyrirtækin og stærsta orkufyrirtækið noti erlenda gjaldmiðla. Og fráleitt væri að halda því fram að innbyrðis lánaviðskipti milli ríkissjóðs og ríkisfyrirtækis í evrum sé vísbending um veikleika aða uppgjöf. Þríþætt hlutverk Almennt er rætt um að gjaldmiðill þjóni þríþættu hlutverki. Í fyrsta lagi er hann milliliður í daglegum viðskiptum. Í öðru lagi þarf gjaldmiðillinn að geta geymt verðmæti til að tryggja sparnað. Í þriðja lagi þarf gjaldmiðillinn að vera traustur verðmælir. Krónan dugar í daglegum búðarviðskiptum hér heima en ekki utan landsteinanna. Og hún dugar ekki til að halda uppi nauðsynlegum sparnaði. Krónan dugar heldur ekki sem mælikvarði á efnahagslega starfsemi. Í þeim tilgangi nota útflutningsfyrirtækin erlenda gjaldmiðla og fjármálaráðherra notar evrur þegar hann tekur lán hjá sjálfum sér í Landsvirkjun. Það endurspeglar síðan svo vel hversu vonlaust er að nota krónuna sem verðmæli að fjármálaráðherrann þarf að halda lífeyrissparnaði, sem jafngildir heilli þjóðarframleiðslu, í gjaldeyrishöftum. Til að halda uppi verðgildi krónunnar. Þetta er gamall veruleiki og nýr, en ekki spurning um trú eða vantrú. Verkfæri en ekki trúarbrögð Til þess að gerast aðili að evrópska myntsamstarfinu og geta tekið upp evru þarf Ísland að geta sýnt fram á að hér sé markaðsbúskapur án gjaldeyrishafta, virk samkeppni og strangar ríkisfjármálareglur. Og kjarkur til að fara eftir þeim. Þeir einir geta því talað fyrir traustum gjaldmiðli eins og evru sem hafa trú á þjóðarbúskapnum og getu okkar til að fylgja ströngustu ríkisfjármálareglum sem þekkjast. Mun réttar væri að segja að andstaðan við traustan alþjóðlegan gjaldmiðil byggðist á vantrú á getu Íslands. Gjaldmiðill getur einfaldlega ekki verið trúaratriði og heldur ekki sjálfstætt efnahagslegt markmið. Hann er aðeins verkfæri til að ná efnahagslegum markmiðum. Verkfærið eiga menn að velja til að tryggja samkeppnishæfni landsins og jafna möguleika fyrir alla en ekki bara suma. Sagan Lykilþáttur í viðreisnaraðgerðunum 1960 var ákvörðun um virka þátttöku í alþjóðlegu samstarfi um gengisstöðugleika, sem kennt var við Bretton Woods. Þá voru efnahagslegu markmiðin metin meira virði en fullkomlega sjálfstæð peningastefna. Eins var þetta í þjóðarsáttinni 1990. Vinstri stjórnin sem þá sat lofaði fastgengisstefnu og Viðeyjarstjórnin sem tók við samþykkti að stefna að því að festa gegni krónunnar við evrópsku reiknieininguna, sem var undanfari evrunnar. Núverandi forsætisráðherra samþykkti í ríkisstjórn sumarið 2012 að Ísland stefndi að því að taka upp evru. Ekki hefur hún verið vantrúuð á getu Íslands í gegnum tíðina, eða hvað? Og ekki er nema rúmur áratugur síðan fjármálaráðherra birtist á kosningaspjöldum þar sem hann boðaði trúverðuga upptöku evru. Seta hans á stóli fjármálaráðherra síðan hefur ekki afsannað að sá kosningaboðskapur byggðist á gildum rökum. Þvert á móti. Land jafnra tækifæra Fjármálaráðherra segir að við eigum að trúa því að verðbólgan sé tímabundin. Það geri ég svo sannarlega. Þó að ríkissjóður leggi ekki sitt af mörkum mun Seðlabankinn gera það sem þarf. Spurningin um krónuna snýst bara um allt annað. Hvort sem verðbólgan er há eða lág þurfa vextir á almenning og lítil og meðalstór fyrirtæki að vera allt að þrefalt hærri en þeir eru að jafnaði í grannlöndunum. Sá munur skekkir samkeppnistöðu þeirra sem bundnir eru í krónuhagkerfinu hvort sem verðbólga er há eða lág. Sú mismunun sem af þessu hlýst er óréttlát. Óréttlæti dregur svo úr getu heildarinnar til að gera betur og hlaupa hraðar. Saman. Því á endanum snýst þetta um stöðugleika og hér verði raunverulega land jafnra tækifæra. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun