Ómögulegt að nálgast hleðslustöð ON á hjólastól Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. apríl 2023 11:28 Hleðslustöðin er rammgirt með steyptum stöplum og kanti. Hleðslustöð Orku náttúrunnar við Glerártorg á Akureyri er stúkuð af með steyptum stöplum og fólk í hjólastólum kemst ekki að henni. Tvö ár eru síðan ON undirritaði samstarfssamning við Sjálfsbjörgu um aðgengi hreyfihamlaðra að hleðslustöðvum um land allt. Jón Gunnar Benjamínsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækis sem er í hjólastól, benti á þetta á samfélagsmiðlum í gær og hefur færslan vakið nokkra athygli. „Það eru staurar á alla kanta og ómögulegt að nálgast hana, sama úr hvaða átt maður kemur,“ segir Jón Gunnar við Vísi. Hann segir þetta ekki í eina skiptið sem hann hefur séð hleðslustöð með slæmt aðgengi en þetta sé þó líklega svæsnasta dæmið. „Aðgengi að hleðslustöðvum er ekki vel gott, heilt á litið. Það mætti að minnsta kosti vera betra,“ segir hann. Hleðslustöðin umrædda við Glerártorg á Akureyri.Jón Gunnar Benjamínsson Einn af þremur bræðrum Jóns Gunnars, Bergur Þorri, er líka í hjólastól og hann gerði athugasemd við þessa tilteknu hleðslustöð fyrir þremur árum síðan. „Á þessum tíma hefur ekkert verið gert,“ segir Jón Gunnar. „Mér finnst vont að segja að þeim sé alveg sama en ég veit ekki hvað ég á að halda. Sjálfsagt hefur þetta verið hugsunarleysi í upphafi. Því miður er erfitt að komast að annarri niðurstöðu en þetta sé sinnuleysi þegar búið er að benda á þetta.“ Gerðu samkomulag um aðgengi Það kann að skjóta skökku við að aðgengið sé svona slæmt í ljósi þess að þann 14. júní árið 2021 undirrituðu ON og Sjálfsbjörg samstarfssamning um aðgengi hreyfihamlaðra að allri þjónustu og hleðslustöðvum ON um allt land. Í tilkynningu ON við undirritunina kom fram að bílastæðin þyrftu að vera nægilega breið til þess að hjólastólanotendur komist auðveldlega í og úr bílnum. Stæðin þurfi að vera merkt og gjarnan staðsett eins nálægt áfangastað og hægt sé. „Mikilvægt er að tryggja að árekstursvarnir og háir kantsteinar án fláa hefti ekki aðgengi að hleðslunum,“ sagði þar. Við undirritun samkomulags ON og Sjálfsbjargar.ON Bergur Þorri var þá formaður Sjálfsbjargar en er nú formaður málefnahóps um aðgengi hjá Öryrkjabandalaginu. „ON hafa gert ágæta hluti á mörgum stöðum, til dæmis á hleðslustöðinni á hringvegi 1 við Víðigerði,“ segir Bergur þorri aðspurður um efndir ON á þessu samkomulagi. „Þessi stöð hefur því miður orðið út undan. Ég skildi þetta samkomulag þannig að þessi stöð yrði einhvern tímann tekin í gegn og ég held að það sé kominn tími til þess. En það gerist mjög hægt.“ Málefni fatlaðs fólks Hleðslustöðvar Akureyri Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Jón Gunnar Benjamínsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækis sem er í hjólastól, benti á þetta á samfélagsmiðlum í gær og hefur færslan vakið nokkra athygli. „Það eru staurar á alla kanta og ómögulegt að nálgast hana, sama úr hvaða átt maður kemur,“ segir Jón Gunnar við Vísi. Hann segir þetta ekki í eina skiptið sem hann hefur séð hleðslustöð með slæmt aðgengi en þetta sé þó líklega svæsnasta dæmið. „Aðgengi að hleðslustöðvum er ekki vel gott, heilt á litið. Það mætti að minnsta kosti vera betra,“ segir hann. Hleðslustöðin umrædda við Glerártorg á Akureyri.Jón Gunnar Benjamínsson Einn af þremur bræðrum Jóns Gunnars, Bergur Þorri, er líka í hjólastól og hann gerði athugasemd við þessa tilteknu hleðslustöð fyrir þremur árum síðan. „Á þessum tíma hefur ekkert verið gert,“ segir Jón Gunnar. „Mér finnst vont að segja að þeim sé alveg sama en ég veit ekki hvað ég á að halda. Sjálfsagt hefur þetta verið hugsunarleysi í upphafi. Því miður er erfitt að komast að annarri niðurstöðu en þetta sé sinnuleysi þegar búið er að benda á þetta.“ Gerðu samkomulag um aðgengi Það kann að skjóta skökku við að aðgengið sé svona slæmt í ljósi þess að þann 14. júní árið 2021 undirrituðu ON og Sjálfsbjörg samstarfssamning um aðgengi hreyfihamlaðra að allri þjónustu og hleðslustöðvum ON um allt land. Í tilkynningu ON við undirritunina kom fram að bílastæðin þyrftu að vera nægilega breið til þess að hjólastólanotendur komist auðveldlega í og úr bílnum. Stæðin þurfi að vera merkt og gjarnan staðsett eins nálægt áfangastað og hægt sé. „Mikilvægt er að tryggja að árekstursvarnir og háir kantsteinar án fláa hefti ekki aðgengi að hleðslunum,“ sagði þar. Við undirritun samkomulags ON og Sjálfsbjargar.ON Bergur Þorri var þá formaður Sjálfsbjargar en er nú formaður málefnahóps um aðgengi hjá Öryrkjabandalaginu. „ON hafa gert ágæta hluti á mörgum stöðum, til dæmis á hleðslustöðinni á hringvegi 1 við Víðigerði,“ segir Bergur þorri aðspurður um efndir ON á þessu samkomulagi. „Þessi stöð hefur því miður orðið út undan. Ég skildi þetta samkomulag þannig að þessi stöð yrði einhvern tímann tekin í gegn og ég held að það sé kominn tími til þess. En það gerist mjög hægt.“
Málefni fatlaðs fólks Hleðslustöðvar Akureyri Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira