Er bylting framundan? Sara Oskarsson skrifar 13. apríl 2023 23:01 Slæm geðheilsa og andleg vanlíðan á meðal barna og ungmenna er líklegast ein stærsta áskorun samtímans okkar. Sjálfsvígstíðni ungs fólks á Íslandi er óbærilega og óforsvaranlega há og er sjálfsvíg algengasta dánarorsök ungra íslenskra karlmanna. Mörg sjálfsvíg eru fyrirbyggjanleg. Flestar geðheilbrigðisraskanir byrja á unglingsárunum og fram á miðjan þrítugsaldurinn. Fimmta hvert ungmenni upplifir þunglyndi fyrir 19 ára aldur. Velferðarkerfi nútímans hafa að mörgu leyti brugðist. Þetta eru kerfi sem eru byggð upp með því gamla hugarfari að fjárfestinga helst í greiningarferlum og meðferðum frekar en forvörnum, snemmtækum íhlutunum og eflingu geðheilbrigðis. Við höfum í raun byggt upp kerfi sem byggir nánast eingöngu á meðferð, á kostnað forvarna. Kerfi sem eru fyrirferðarmikil, þung, kostnaðarsöm og óhagkvæm - kerfi sem á tíðum skapa fleiri vandamál en þau leysa. Norrænu velferðarríkin hafa brugðist þegar kemur að því að bæta geðheilbrigði barna og ungmenna. Við þurfum því að spyrja okkur þeirrar grunnspurningarinnar: Ætlum við að gera meira af því sama - eða er kominn tími til að huga að nýrri nálgun í að takast á við geðheilbrigðismál? „Síðan ég missti dóttur mína hefur mér orðið ljóst hversu dýrmæt ung manneskja er“ -Poul Nyrup Rasmussen Árið 1993 missti Poul Nyrup Rasmussen fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur dóttur sína úr sjálfsvígi. Heimurinn hrundi og hann hefur sagt frá þrálátum hugsunum um það hvort að það hefði verið hægt að fyrirbyggja harmleikinn. Í kjölfarið setti hann á laggirnar Headspace í Danmörku sem er ókeypis úrræði fyrir ungt fólk þar sem að það getur leitað aðstoðar við hvaða vandamáli sem er, hversu lítið eða stórt sem það er; allt frá ástarsorg yfir í fíknivanda. Hugmyndin byggist á því að ef að aðstoðin er í boði nógu snemma fyrir ungt fólk sé hægt að fyrirbyggja það að vandamálið stækki og jafnvel þróist út í geðsjúkdóm. Það er mun kostnaðarsamara að meðhöndla geðsjúkdóma en að fyrirbyggja þá. Bergið byrgir brunninn og boðar byltingu Svipað úrræði, Bergið Headspace var svo stofnað hér á Íslandi fyrir þremur árum síðan. Bergið hefur nú þegar sannað gildi sitt og án nokkurs vafa nú þegar bjargað mannslífum. Í Berginu getur ungt fólk fengið viðtalstíma hjá fagaðila sér að kostnaðarlausu án tafar, og á eigin forsendum. Í Berginu er hlýlegt og aðlaðandi umhverfi sem tekur á móti ungmennunum (en ekki stofnanalegt) og þau þurfa ekki að fara á langa biðlista eða bíða eftir þungum greiningarferlum. Heldur er hjálpin í boði strax og hennar er þörf og með því er oft hægt að fyrirbyggja það að vandinn vaxi og ágerist og þróist yfir í geðsjúkdóm. Bergið býður einnig upp á þjónustu og viðtöl í gegnum netið. Þessi nálgun og nýja hugsun er það sem koma skal í geðheilbrigðismálum og er nauðsynleg hugmyndafræðileg breyting sem þarf að eiga sér stað á öllum sviðum kerfisins og samfélagsins nú þegar. Það væri glapræði að halda áfram að gera sama hlutinn sem er bersýnilega ekki að virka sem skildi. Við verðum að þróast og læra af fortíðinni og þora að taka stökk fram á við og taka á vandanum frá nýjum sjónarhóli. Þar sem við hittum fyrir hvern einstakling með mannúðlegri nálgun og spyrjum: „Hvað kom fyrir þig?“ í stað þess að spyrja: „Hvað er að þér?“. Hagfræðilega sannað Það er sannað að það er þjóðhagslega góð fjárfesting fyrir samfélagið í heild að setja peninga í forvarnir frekar en að einblína eingöngu á greiningu og meðhöndlun geðsjúkdóma eftir að þeir hafa gert vart við sig. Við þurfum að ganga úr skugga um að stjórnmálafólk skilji þörfina og kostnaðinn við geðsjúkdóma á meðal ungs fólks. Síðustu forvöð! Á morgun föstudag 14. apríl verður haldin ráðstefna í Grósku þar sem að Bergið á Íslandi, Mental Helse í Noregi og headspace í Danmörku sameina krafta sína og leggja til nýtt upphaf, og boða byltingu í nálgun geðheilbrigðis með stofnun Nordic Headspace samtaka. Poul Nyrup Rasmussen er kominn til landsins vegna hennar og verður viðstaddur allan daginn og heldur mikilvæg erindi á morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heldur einnig erindi - og fullt af frábærum fyrirlesurum mæta svo sem Gitte Lillelund Bech fyrrverandi varnarmálaráðherra Danmerkur, Tom Guldberg frumkvöðull í samfélagslegri nýsköpun og margir fleiri. Björn Thors leikari verður kynnir ráðstefnunnar. Á ráðstefnunni á morgun munum við ræða hvernig við getum skapað samfélag sem er hluti af lausninni hvað varðar geðheilsueflingu og snemmtæka íhlutun. Við ætlum að sameina krafta okkar og hjálpa hvert öðru að hvetja og þróa nýtt norrænt velferðarkerfi þar sem fjármagni er úthlutað til forvarna, snemmtækrar íhlutunar og eflingar geðheilbrigðis. Þetta verður ógleymanlegur dagur og núna eru síðustu forvöð að tryggja sér miða. Hér er hægt að kaupa miða og sjá dagskrá ráðstefnunnar: https://www.headspaceconference.is/ Höfundur er stjórnarformaður Bergsins, varaþingmaður og listamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Sara Oskarsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Sjá meira
Slæm geðheilsa og andleg vanlíðan á meðal barna og ungmenna er líklegast ein stærsta áskorun samtímans okkar. Sjálfsvígstíðni ungs fólks á Íslandi er óbærilega og óforsvaranlega há og er sjálfsvíg algengasta dánarorsök ungra íslenskra karlmanna. Mörg sjálfsvíg eru fyrirbyggjanleg. Flestar geðheilbrigðisraskanir byrja á unglingsárunum og fram á miðjan þrítugsaldurinn. Fimmta hvert ungmenni upplifir þunglyndi fyrir 19 ára aldur. Velferðarkerfi nútímans hafa að mörgu leyti brugðist. Þetta eru kerfi sem eru byggð upp með því gamla hugarfari að fjárfestinga helst í greiningarferlum og meðferðum frekar en forvörnum, snemmtækum íhlutunum og eflingu geðheilbrigðis. Við höfum í raun byggt upp kerfi sem byggir nánast eingöngu á meðferð, á kostnað forvarna. Kerfi sem eru fyrirferðarmikil, þung, kostnaðarsöm og óhagkvæm - kerfi sem á tíðum skapa fleiri vandamál en þau leysa. Norrænu velferðarríkin hafa brugðist þegar kemur að því að bæta geðheilbrigði barna og ungmenna. Við þurfum því að spyrja okkur þeirrar grunnspurningarinnar: Ætlum við að gera meira af því sama - eða er kominn tími til að huga að nýrri nálgun í að takast á við geðheilbrigðismál? „Síðan ég missti dóttur mína hefur mér orðið ljóst hversu dýrmæt ung manneskja er“ -Poul Nyrup Rasmussen Árið 1993 missti Poul Nyrup Rasmussen fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur dóttur sína úr sjálfsvígi. Heimurinn hrundi og hann hefur sagt frá þrálátum hugsunum um það hvort að það hefði verið hægt að fyrirbyggja harmleikinn. Í kjölfarið setti hann á laggirnar Headspace í Danmörku sem er ókeypis úrræði fyrir ungt fólk þar sem að það getur leitað aðstoðar við hvaða vandamáli sem er, hversu lítið eða stórt sem það er; allt frá ástarsorg yfir í fíknivanda. Hugmyndin byggist á því að ef að aðstoðin er í boði nógu snemma fyrir ungt fólk sé hægt að fyrirbyggja það að vandamálið stækki og jafnvel þróist út í geðsjúkdóm. Það er mun kostnaðarsamara að meðhöndla geðsjúkdóma en að fyrirbyggja þá. Bergið byrgir brunninn og boðar byltingu Svipað úrræði, Bergið Headspace var svo stofnað hér á Íslandi fyrir þremur árum síðan. Bergið hefur nú þegar sannað gildi sitt og án nokkurs vafa nú þegar bjargað mannslífum. Í Berginu getur ungt fólk fengið viðtalstíma hjá fagaðila sér að kostnaðarlausu án tafar, og á eigin forsendum. Í Berginu er hlýlegt og aðlaðandi umhverfi sem tekur á móti ungmennunum (en ekki stofnanalegt) og þau þurfa ekki að fara á langa biðlista eða bíða eftir þungum greiningarferlum. Heldur er hjálpin í boði strax og hennar er þörf og með því er oft hægt að fyrirbyggja það að vandinn vaxi og ágerist og þróist yfir í geðsjúkdóm. Bergið býður einnig upp á þjónustu og viðtöl í gegnum netið. Þessi nálgun og nýja hugsun er það sem koma skal í geðheilbrigðismálum og er nauðsynleg hugmyndafræðileg breyting sem þarf að eiga sér stað á öllum sviðum kerfisins og samfélagsins nú þegar. Það væri glapræði að halda áfram að gera sama hlutinn sem er bersýnilega ekki að virka sem skildi. Við verðum að þróast og læra af fortíðinni og þora að taka stökk fram á við og taka á vandanum frá nýjum sjónarhóli. Þar sem við hittum fyrir hvern einstakling með mannúðlegri nálgun og spyrjum: „Hvað kom fyrir þig?“ í stað þess að spyrja: „Hvað er að þér?“. Hagfræðilega sannað Það er sannað að það er þjóðhagslega góð fjárfesting fyrir samfélagið í heild að setja peninga í forvarnir frekar en að einblína eingöngu á greiningu og meðhöndlun geðsjúkdóma eftir að þeir hafa gert vart við sig. Við þurfum að ganga úr skugga um að stjórnmálafólk skilji þörfina og kostnaðinn við geðsjúkdóma á meðal ungs fólks. Síðustu forvöð! Á morgun föstudag 14. apríl verður haldin ráðstefna í Grósku þar sem að Bergið á Íslandi, Mental Helse í Noregi og headspace í Danmörku sameina krafta sína og leggja til nýtt upphaf, og boða byltingu í nálgun geðheilbrigðis með stofnun Nordic Headspace samtaka. Poul Nyrup Rasmussen er kominn til landsins vegna hennar og verður viðstaddur allan daginn og heldur mikilvæg erindi á morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heldur einnig erindi - og fullt af frábærum fyrirlesurum mæta svo sem Gitte Lillelund Bech fyrrverandi varnarmálaráðherra Danmerkur, Tom Guldberg frumkvöðull í samfélagslegri nýsköpun og margir fleiri. Björn Thors leikari verður kynnir ráðstefnunnar. Á ráðstefnunni á morgun munum við ræða hvernig við getum skapað samfélag sem er hluti af lausninni hvað varðar geðheilsueflingu og snemmtæka íhlutun. Við ætlum að sameina krafta okkar og hjálpa hvert öðru að hvetja og þróa nýtt norrænt velferðarkerfi þar sem fjármagni er úthlutað til forvarna, snemmtækrar íhlutunar og eflingar geðheilbrigðis. Þetta verður ógleymanlegur dagur og núna eru síðustu forvöð að tryggja sér miða. Hér er hægt að kaupa miða og sjá dagskrá ráðstefnunnar: https://www.headspaceconference.is/ Höfundur er stjórnarformaður Bergsins, varaþingmaður og listamaður.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar