Ráðumst að rót vandans Maj-Britt Hjördís Briem skrifar 13. apríl 2023 14:31 Það er mikið fagnaðarefni að rannsóknir sýni launamun kynjanna á almennum vinnumarkaði hafa farið minnkandi á undanförnum árum. Frá árinu 2008 til 2020 hefur leiðréttur launamunur farið úr 6,4% í 4,1% samkvæmt Hagstofunni. Samtök atvinnulífsins (SA) hafa ítrekað bent á að aukið jafnrétti og aukin atvinnuþátttaka, ekki síst kvenna, stuðli að auknum hagvexti og bættum lífskjörum. Þá hefur samræmd nálgun í launagreiningum og að vandað sé til verka í launarannsóknum lengi verið keppikefli SA. Í nýlegri launarannsókn Hagstofunnarkemur fram að launamunur kynjanna fari minnkandi hvort sem horft er til leiðrétts eða óleiðrétts launamunar en að sá munur sem enn sé til staðar skýrist mestmegnis af kynskiptum vinnumarkaði. Í umræðu um kynskiptan vinnumarkað er oft talað um lárétta kynskiptingu annars vegar og lóðrétta hins vegar. Hugtakið lóðrétt kynskipting vísar til þess að innan starfsgreina og vinnustaða gegna karlar og konur ólíkum stöðum og karlar eru oftar ofar í valdastiganum en konur. Áhrifarík leið til að sporna gegn launamun vegna lóðréttrar kynskiptingar væri að greiða götu kvenna í stjórnunarstöður án íþyngjandi aðgerða, t.d. með brúun umönnunarbilsins. Hugtakið lárétt kynskipting er aftur á móti notað til að lýsa því að konur og karlar gegni ólíkum störfum á vinnumarkaði og að kynskipting milli starfsgreina sé til staðar. Lárétt kynskipting íslensks vinnumarkaðar er töluverð en mælist þó minni en á hinum Norðurlöndunum. Til að bregðast við launamun vegna láréttrar kynskiptingar hafa stjórnvöld ráðist í þróunarverkefni á opinberum vinnumarkaði um endurmat á virði kvennastarfa. SA taka þátt í þeirri vinnu og telja mikilvægt að laun fyrir störf í þeim stéttum, þar sem konur eru í meirihluta, séu metin í samræmi við virði þeirra starfa. Við þá vinnu þarf að hafa í huga að: Endurmat á virði kvennastarfa hlýtur að fela í sér endurmat á virði starfa, óháð kyni. Ef meta á virði starfa sérstaklega á þeim grundvelli að konur sinni þeim frekar en karlar er hætt við að um það náist ekki sátt á vinnumarkaði. Atvinnugreinar eru fjölbreyttar og störf ólík og því ógerningur að styðjast við eina aðferð við mat á ólíkum störfum þvert á almennan og opinberan vinnumarkað. Á meðal aðila vinnumarkaðarins ríkir ekki einhugur um hvaða þættir skapa virði starfa né heldur hvert vægi þeirra eigi að vera. Launahlutföll á íslenskum vinnumarkaði ráðast af hundruðum þúsunda ákvarðana hjá 20 þúsund launagreiðendum á hverju ári þar sem ákvarðanir eru annars vegar teknar af markaðsástæðum og hins vegar af mati launagreiðenda á virði einstakra starfa fyrir viðkomandi stofnanir og fyrirtæki, sem getur verið mjög ólíkt. Skuldbinding forsenda sáttar Ekki er hægt að líta fram hjá því að núgildandi fyrirkomulag við gerð kjarasamninga, þar sem hver hópur rekur sjálfstæða kjarastefnu, vinnur gegn sátt á vinnumarkaði um virði starfa. Í því ljósi hafa SA kallað eftir því að aðilar vinnumarkaðarins, stéttarfélög og sambönd þeirra, skuldbindi sig til að standa vörð um endurmat á virði starfa, en það er forsenda þess að endurmat eins hóps leiði ekki til samsvarandi kröfugerðar annars. Hafa ber í huga að hlutfall kvenna í starfsstéttum þar sem greidd eru tiltölulega há laun hefur hækkað stöðugt undanfarin ár á meðan það hefur lækkað í starfsstéttum sem greiða tiltölulega lág laun. Sú þróun hefur leitt til þess að launamunur kynjanna hefur dregist saman. SA hafa bent á fjölmargar leiðir sem vænlegar eru til árangurs, t.d. brúun umönnunarbilsins, öruggt félagslegt vinnuumhverfi og breytingar á skipulagi vinnumarkaðarins, þ.e. að stuðlað sé að auknum hlut dagvinnulauna í heildarlaunum sem hefur áhrif á mun á heildarlaunum karla og kvenna. Aftur á móti telja SA íþyngjandi kvaðir á fyrirtæki ekki vænlega leið til árangurs á þessari vegferð. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Jafnréttismál Maj-Britt Hjördís Briem Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er mikið fagnaðarefni að rannsóknir sýni launamun kynjanna á almennum vinnumarkaði hafa farið minnkandi á undanförnum árum. Frá árinu 2008 til 2020 hefur leiðréttur launamunur farið úr 6,4% í 4,1% samkvæmt Hagstofunni. Samtök atvinnulífsins (SA) hafa ítrekað bent á að aukið jafnrétti og aukin atvinnuþátttaka, ekki síst kvenna, stuðli að auknum hagvexti og bættum lífskjörum. Þá hefur samræmd nálgun í launagreiningum og að vandað sé til verka í launarannsóknum lengi verið keppikefli SA. Í nýlegri launarannsókn Hagstofunnarkemur fram að launamunur kynjanna fari minnkandi hvort sem horft er til leiðrétts eða óleiðrétts launamunar en að sá munur sem enn sé til staðar skýrist mestmegnis af kynskiptum vinnumarkaði. Í umræðu um kynskiptan vinnumarkað er oft talað um lárétta kynskiptingu annars vegar og lóðrétta hins vegar. Hugtakið lóðrétt kynskipting vísar til þess að innan starfsgreina og vinnustaða gegna karlar og konur ólíkum stöðum og karlar eru oftar ofar í valdastiganum en konur. Áhrifarík leið til að sporna gegn launamun vegna lóðréttrar kynskiptingar væri að greiða götu kvenna í stjórnunarstöður án íþyngjandi aðgerða, t.d. með brúun umönnunarbilsins. Hugtakið lárétt kynskipting er aftur á móti notað til að lýsa því að konur og karlar gegni ólíkum störfum á vinnumarkaði og að kynskipting milli starfsgreina sé til staðar. Lárétt kynskipting íslensks vinnumarkaðar er töluverð en mælist þó minni en á hinum Norðurlöndunum. Til að bregðast við launamun vegna láréttrar kynskiptingar hafa stjórnvöld ráðist í þróunarverkefni á opinberum vinnumarkaði um endurmat á virði kvennastarfa. SA taka þátt í þeirri vinnu og telja mikilvægt að laun fyrir störf í þeim stéttum, þar sem konur eru í meirihluta, séu metin í samræmi við virði þeirra starfa. Við þá vinnu þarf að hafa í huga að: Endurmat á virði kvennastarfa hlýtur að fela í sér endurmat á virði starfa, óháð kyni. Ef meta á virði starfa sérstaklega á þeim grundvelli að konur sinni þeim frekar en karlar er hætt við að um það náist ekki sátt á vinnumarkaði. Atvinnugreinar eru fjölbreyttar og störf ólík og því ógerningur að styðjast við eina aðferð við mat á ólíkum störfum þvert á almennan og opinberan vinnumarkað. Á meðal aðila vinnumarkaðarins ríkir ekki einhugur um hvaða þættir skapa virði starfa né heldur hvert vægi þeirra eigi að vera. Launahlutföll á íslenskum vinnumarkaði ráðast af hundruðum þúsunda ákvarðana hjá 20 þúsund launagreiðendum á hverju ári þar sem ákvarðanir eru annars vegar teknar af markaðsástæðum og hins vegar af mati launagreiðenda á virði einstakra starfa fyrir viðkomandi stofnanir og fyrirtæki, sem getur verið mjög ólíkt. Skuldbinding forsenda sáttar Ekki er hægt að líta fram hjá því að núgildandi fyrirkomulag við gerð kjarasamninga, þar sem hver hópur rekur sjálfstæða kjarastefnu, vinnur gegn sátt á vinnumarkaði um virði starfa. Í því ljósi hafa SA kallað eftir því að aðilar vinnumarkaðarins, stéttarfélög og sambönd þeirra, skuldbindi sig til að standa vörð um endurmat á virði starfa, en það er forsenda þess að endurmat eins hóps leiði ekki til samsvarandi kröfugerðar annars. Hafa ber í huga að hlutfall kvenna í starfsstéttum þar sem greidd eru tiltölulega há laun hefur hækkað stöðugt undanfarin ár á meðan það hefur lækkað í starfsstéttum sem greiða tiltölulega lág laun. Sú þróun hefur leitt til þess að launamunur kynjanna hefur dregist saman. SA hafa bent á fjölmargar leiðir sem vænlegar eru til árangurs, t.d. brúun umönnunarbilsins, öruggt félagslegt vinnuumhverfi og breytingar á skipulagi vinnumarkaðarins, þ.e. að stuðlað sé að auknum hlut dagvinnulauna í heildarlaunum sem hefur áhrif á mun á heildarlaunum karla og kvenna. Aftur á móti telja SA íþyngjandi kvaðir á fyrirtæki ekki vænlega leið til árangurs á þessari vegferð. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun