Ráðumst að rót vandans Maj-Britt Hjördís Briem skrifar 13. apríl 2023 14:31 Það er mikið fagnaðarefni að rannsóknir sýni launamun kynjanna á almennum vinnumarkaði hafa farið minnkandi á undanförnum árum. Frá árinu 2008 til 2020 hefur leiðréttur launamunur farið úr 6,4% í 4,1% samkvæmt Hagstofunni. Samtök atvinnulífsins (SA) hafa ítrekað bent á að aukið jafnrétti og aukin atvinnuþátttaka, ekki síst kvenna, stuðli að auknum hagvexti og bættum lífskjörum. Þá hefur samræmd nálgun í launagreiningum og að vandað sé til verka í launarannsóknum lengi verið keppikefli SA. Í nýlegri launarannsókn Hagstofunnarkemur fram að launamunur kynjanna fari minnkandi hvort sem horft er til leiðrétts eða óleiðrétts launamunar en að sá munur sem enn sé til staðar skýrist mestmegnis af kynskiptum vinnumarkaði. Í umræðu um kynskiptan vinnumarkað er oft talað um lárétta kynskiptingu annars vegar og lóðrétta hins vegar. Hugtakið lóðrétt kynskipting vísar til þess að innan starfsgreina og vinnustaða gegna karlar og konur ólíkum stöðum og karlar eru oftar ofar í valdastiganum en konur. Áhrifarík leið til að sporna gegn launamun vegna lóðréttrar kynskiptingar væri að greiða götu kvenna í stjórnunarstöður án íþyngjandi aðgerða, t.d. með brúun umönnunarbilsins. Hugtakið lárétt kynskipting er aftur á móti notað til að lýsa því að konur og karlar gegni ólíkum störfum á vinnumarkaði og að kynskipting milli starfsgreina sé til staðar. Lárétt kynskipting íslensks vinnumarkaðar er töluverð en mælist þó minni en á hinum Norðurlöndunum. Til að bregðast við launamun vegna láréttrar kynskiptingar hafa stjórnvöld ráðist í þróunarverkefni á opinberum vinnumarkaði um endurmat á virði kvennastarfa. SA taka þátt í þeirri vinnu og telja mikilvægt að laun fyrir störf í þeim stéttum, þar sem konur eru í meirihluta, séu metin í samræmi við virði þeirra starfa. Við þá vinnu þarf að hafa í huga að: Endurmat á virði kvennastarfa hlýtur að fela í sér endurmat á virði starfa, óháð kyni. Ef meta á virði starfa sérstaklega á þeim grundvelli að konur sinni þeim frekar en karlar er hætt við að um það náist ekki sátt á vinnumarkaði. Atvinnugreinar eru fjölbreyttar og störf ólík og því ógerningur að styðjast við eina aðferð við mat á ólíkum störfum þvert á almennan og opinberan vinnumarkað. Á meðal aðila vinnumarkaðarins ríkir ekki einhugur um hvaða þættir skapa virði starfa né heldur hvert vægi þeirra eigi að vera. Launahlutföll á íslenskum vinnumarkaði ráðast af hundruðum þúsunda ákvarðana hjá 20 þúsund launagreiðendum á hverju ári þar sem ákvarðanir eru annars vegar teknar af markaðsástæðum og hins vegar af mati launagreiðenda á virði einstakra starfa fyrir viðkomandi stofnanir og fyrirtæki, sem getur verið mjög ólíkt. Skuldbinding forsenda sáttar Ekki er hægt að líta fram hjá því að núgildandi fyrirkomulag við gerð kjarasamninga, þar sem hver hópur rekur sjálfstæða kjarastefnu, vinnur gegn sátt á vinnumarkaði um virði starfa. Í því ljósi hafa SA kallað eftir því að aðilar vinnumarkaðarins, stéttarfélög og sambönd þeirra, skuldbindi sig til að standa vörð um endurmat á virði starfa, en það er forsenda þess að endurmat eins hóps leiði ekki til samsvarandi kröfugerðar annars. Hafa ber í huga að hlutfall kvenna í starfsstéttum þar sem greidd eru tiltölulega há laun hefur hækkað stöðugt undanfarin ár á meðan það hefur lækkað í starfsstéttum sem greiða tiltölulega lág laun. Sú þróun hefur leitt til þess að launamunur kynjanna hefur dregist saman. SA hafa bent á fjölmargar leiðir sem vænlegar eru til árangurs, t.d. brúun umönnunarbilsins, öruggt félagslegt vinnuumhverfi og breytingar á skipulagi vinnumarkaðarins, þ.e. að stuðlað sé að auknum hlut dagvinnulauna í heildarlaunum sem hefur áhrif á mun á heildarlaunum karla og kvenna. Aftur á móti telja SA íþyngjandi kvaðir á fyrirtæki ekki vænlega leið til árangurs á þessari vegferð. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Jafnréttismál Maj-Britt Hjördís Briem Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Það er mikið fagnaðarefni að rannsóknir sýni launamun kynjanna á almennum vinnumarkaði hafa farið minnkandi á undanförnum árum. Frá árinu 2008 til 2020 hefur leiðréttur launamunur farið úr 6,4% í 4,1% samkvæmt Hagstofunni. Samtök atvinnulífsins (SA) hafa ítrekað bent á að aukið jafnrétti og aukin atvinnuþátttaka, ekki síst kvenna, stuðli að auknum hagvexti og bættum lífskjörum. Þá hefur samræmd nálgun í launagreiningum og að vandað sé til verka í launarannsóknum lengi verið keppikefli SA. Í nýlegri launarannsókn Hagstofunnarkemur fram að launamunur kynjanna fari minnkandi hvort sem horft er til leiðrétts eða óleiðrétts launamunar en að sá munur sem enn sé til staðar skýrist mestmegnis af kynskiptum vinnumarkaði. Í umræðu um kynskiptan vinnumarkað er oft talað um lárétta kynskiptingu annars vegar og lóðrétta hins vegar. Hugtakið lóðrétt kynskipting vísar til þess að innan starfsgreina og vinnustaða gegna karlar og konur ólíkum stöðum og karlar eru oftar ofar í valdastiganum en konur. Áhrifarík leið til að sporna gegn launamun vegna lóðréttrar kynskiptingar væri að greiða götu kvenna í stjórnunarstöður án íþyngjandi aðgerða, t.d. með brúun umönnunarbilsins. Hugtakið lárétt kynskipting er aftur á móti notað til að lýsa því að konur og karlar gegni ólíkum störfum á vinnumarkaði og að kynskipting milli starfsgreina sé til staðar. Lárétt kynskipting íslensks vinnumarkaðar er töluverð en mælist þó minni en á hinum Norðurlöndunum. Til að bregðast við launamun vegna láréttrar kynskiptingar hafa stjórnvöld ráðist í þróunarverkefni á opinberum vinnumarkaði um endurmat á virði kvennastarfa. SA taka þátt í þeirri vinnu og telja mikilvægt að laun fyrir störf í þeim stéttum, þar sem konur eru í meirihluta, séu metin í samræmi við virði þeirra starfa. Við þá vinnu þarf að hafa í huga að: Endurmat á virði kvennastarfa hlýtur að fela í sér endurmat á virði starfa, óháð kyni. Ef meta á virði starfa sérstaklega á þeim grundvelli að konur sinni þeim frekar en karlar er hætt við að um það náist ekki sátt á vinnumarkaði. Atvinnugreinar eru fjölbreyttar og störf ólík og því ógerningur að styðjast við eina aðferð við mat á ólíkum störfum þvert á almennan og opinberan vinnumarkað. Á meðal aðila vinnumarkaðarins ríkir ekki einhugur um hvaða þættir skapa virði starfa né heldur hvert vægi þeirra eigi að vera. Launahlutföll á íslenskum vinnumarkaði ráðast af hundruðum þúsunda ákvarðana hjá 20 þúsund launagreiðendum á hverju ári þar sem ákvarðanir eru annars vegar teknar af markaðsástæðum og hins vegar af mati launagreiðenda á virði einstakra starfa fyrir viðkomandi stofnanir og fyrirtæki, sem getur verið mjög ólíkt. Skuldbinding forsenda sáttar Ekki er hægt að líta fram hjá því að núgildandi fyrirkomulag við gerð kjarasamninga, þar sem hver hópur rekur sjálfstæða kjarastefnu, vinnur gegn sátt á vinnumarkaði um virði starfa. Í því ljósi hafa SA kallað eftir því að aðilar vinnumarkaðarins, stéttarfélög og sambönd þeirra, skuldbindi sig til að standa vörð um endurmat á virði starfa, en það er forsenda þess að endurmat eins hóps leiði ekki til samsvarandi kröfugerðar annars. Hafa ber í huga að hlutfall kvenna í starfsstéttum þar sem greidd eru tiltölulega há laun hefur hækkað stöðugt undanfarin ár á meðan það hefur lækkað í starfsstéttum sem greiða tiltölulega lág laun. Sú þróun hefur leitt til þess að launamunur kynjanna hefur dregist saman. SA hafa bent á fjölmargar leiðir sem vænlegar eru til árangurs, t.d. brúun umönnunarbilsins, öruggt félagslegt vinnuumhverfi og breytingar á skipulagi vinnumarkaðarins, þ.e. að stuðlað sé að auknum hlut dagvinnulauna í heildarlaunum sem hefur áhrif á mun á heildarlaunum karla og kvenna. Aftur á móti telja SA íþyngjandi kvaðir á fyrirtæki ekki vænlega leið til árangurs á þessari vegferð. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun