Vara við tortryggilegum Toyota-gjafaleik Máni Snær Þorláksson skrifar 13. apríl 2023 14:33 Svikasíðan auglýsti gefins Toyota Hilux bíl í dag. Fjölmargir Íslendingar hafa tekið þátt í „gjafaleiknum.“ Facebook „Enn eitt svindlið á Facebook,“ segir í upphafi færslu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Færslan er gerð til að vara fólk við gjafaleik sem þúsundir Íslendinga hafa tekið þátt í. Lögreglan segir að ekki sé um raunverulegan gjafaleik að ræða heldur svindl. „Þetta er svika síða og sennilega vefveiðar,“ segir í færslunni. Vefveiðar er íslenska þýðingin á enska orðinu „phishing“ og á við um það þegar netþrjótar reyna að fá fólk til að fara á vafasamar vefsíður eða ýta á hlekki, oft með gylliboðum. Slíkt er einmitt að finna í svindlinu sem um ræðir. Þar segir að í tilefni 79 ára afmæli Toyota hafi verið ákveðið að gefa Toyota Hilux bíl sem ekki er hægt að selja vegna rispna og smáskemmda. Í færslunni er sagt að bíllinn verði sendur af handahófi til einhvers sem deilir færslunni og skrifar „til hamingju“ í athugasemd. Þúsundir Íslendinga hafa skrifað athugasemdir og deilt svikafærslunni.Skjáskot Umrædd Facebook-síða hefur hinis vegar ekkert með Toyota á Íslandi að gera. Ef síðan sem birtir færsluna er skoðuð nánar sést að þar er ekkert að finna nema gjafaleikinn, það er ekki traustvekjandi. Þá er einnig bjöguð íslenska í lýsingunni á síðunni eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. Þó svo að tölvuþrjótar hafi náð ágætis tökum á íslenskunni þá gera þeir ennþá mistök. Hér vantar til dæmis stóran staf og á íslensku er ekki talað um að „skrá sig á hnappinn.“Skjáskot Lögreglan segir að í rauninni sé þetta á suman hátt góð leið til að læra aðeins um svona svindl. „Ef þið skoðið tengilinn þá sjáið að þarna er bókstaflega ekkert annað og þar vantar mikið. Farið varlega í að trúa því sem er á netinu og samfélagsmiðlum. Þegar þið sjáið svona kíkið á hver er að baki. Þið sjáið fljótlega hvað það er falskt.“ Netglæpir Netöryggi Lögreglumál Bílar Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Lögreglan segir að ekki sé um raunverulegan gjafaleik að ræða heldur svindl. „Þetta er svika síða og sennilega vefveiðar,“ segir í færslunni. Vefveiðar er íslenska þýðingin á enska orðinu „phishing“ og á við um það þegar netþrjótar reyna að fá fólk til að fara á vafasamar vefsíður eða ýta á hlekki, oft með gylliboðum. Slíkt er einmitt að finna í svindlinu sem um ræðir. Þar segir að í tilefni 79 ára afmæli Toyota hafi verið ákveðið að gefa Toyota Hilux bíl sem ekki er hægt að selja vegna rispna og smáskemmda. Í færslunni er sagt að bíllinn verði sendur af handahófi til einhvers sem deilir færslunni og skrifar „til hamingju“ í athugasemd. Þúsundir Íslendinga hafa skrifað athugasemdir og deilt svikafærslunni.Skjáskot Umrædd Facebook-síða hefur hinis vegar ekkert með Toyota á Íslandi að gera. Ef síðan sem birtir færsluna er skoðuð nánar sést að þar er ekkert að finna nema gjafaleikinn, það er ekki traustvekjandi. Þá er einnig bjöguð íslenska í lýsingunni á síðunni eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. Þó svo að tölvuþrjótar hafi náð ágætis tökum á íslenskunni þá gera þeir ennþá mistök. Hér vantar til dæmis stóran staf og á íslensku er ekki talað um að „skrá sig á hnappinn.“Skjáskot Lögreglan segir að í rauninni sé þetta á suman hátt góð leið til að læra aðeins um svona svindl. „Ef þið skoðið tengilinn þá sjáið að þarna er bókstaflega ekkert annað og þar vantar mikið. Farið varlega í að trúa því sem er á netinu og samfélagsmiðlum. Þegar þið sjáið svona kíkið á hver er að baki. Þið sjáið fljótlega hvað það er falskt.“
Netglæpir Netöryggi Lögreglumál Bílar Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira