Fjölmiðlar og framtíðin Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. apríl 2023 06:01 Mörg fjölmiðlafyrirtæki um allan heim eiga við ramman reip að draga um þessar mundir. Ör tækniþróun, samfélagsmiðlar og breytt neysluhegðun hefur óumdeilanlega áhrif á reksturinn. Fyrirtækin hafa sum hver þurft undirgangast uppskurð til að aðlaga sig breyttum veruleika. Sum hafa það ekki af, líkt og örlög Fréttablaðsins bera glöggt vitni um. En fjölmiðlar eru ekki einir um að þurfa að finna frumlegar leiðir til að fóta sig í breyttum veruleika á tækniöld. Ekki þarf að leita langt yfir skammt til að finna sambærileg dæmi. Bankaþjónusta hefur gerbreyst, Uber hefur haft þau áhrif að starfsumhverfi leigubílstjóra tók stakkaskiptum og það heyrir til undantekninga ef manneskja af holdi og blóði afgreiðir þig í verslun með matvöru. Fjölmiðlar líkt og önnur fyrirtæki standa frammi fyrir því að þurfa að aðlaga fyrirtæki sín að breyttum heimi. Pólítíkin á ekki að standa í stafni slíkrar frumkvöðlastarfsemi. Hlutverk stjórnmálanna er að búa svo um hnútana að eðlileg flóra fjölmiðla geti þrifist og að þau séu ekki beinlínis fyrir. Á hinu pólítíska sviði er það einkum tvennt sem stendur því fyrir þrifum að fjölmiðlafyrirtæki með framtíðarsýn geti siglt báruna - þótt gefi á bátinn - og vonandi endað í höfn. Annars vegar er það vera Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði og hins vegar sú staðreynd að ógrynni auglýsingafjár frá íslenskum fyrirtækjum rennur úr landi til erlendra fyrirtækja og streymisveitna. Þessi staða hefur legið fyrir lengi. Ráðherrar málaflokksins, hver á fætur öðrum, hafa stigið fram og lýst yfir þungum áhyggjum. Síðan hefur hver bútasaumslausnin rekið aðra undanfarinn áratug eða svo. Nú síðast, hundruð milljóna greiðslur á ári úr ríkissjóði sem hafa svo gott sem ekkert að segja um stóru myndina. Svo er skipuð nefnd. Og nefnd um þá nefnd. Fjölmiðlamarkaðurinn liggur nokkurn veginn svona. Hér á landi eru starfræktir tveir, stórir einkareknir miðlar. Þeir eru undir merkjum Sýnar annars vegar og Árvakurs hins vegar. Ölmusa úr ríkissjóði hefur engin teljandi áhrif á þessa miðla. Fjölmiðlastyrknum var ætlað að halda úti hinum minni miðlum. Það hefur algerlega mistekist miðað við hversu margir hafa horfið á braut á eingöngu fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Niðurstaðan er sú að ef það er yfir höfuð áhugi á því meðal valdhafa að sjá til þess að hér sé frjór jarðvegur undir lýðræðislega og fjölbreytta umræðu er löngu kominn tími á að líta málið raunsæjum augum. Annars vegar þarf að taka ríflegt gjald af þeim erlendu fyrirtækjum sem selja auglýsingar hér á landi fyrir marga milljarða á ári skattfrjálst. Hins vegar þarf að fjarlægja Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði og gera eðlilega hagræðingarkröfu á stofnunina svo jafna megi samkeppnisgrundvöllinn. Það þarf að slá í klárinn. Á meðan stjórnmálin gaufast áfram verður framhald á atgervisflótta úr blaðamannastétt, dýrmæt vörumerki tapast og verðmætur tími sem ætti að nýta til framþróunar glatast. Eftir því sem málið dregst á langinn eiga íslensk fjölmiðlafyrirtæki enn lengra í land til að snúa vörn í sókn. Höfundur er fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöf Skaftadóttir Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Mörg fjölmiðlafyrirtæki um allan heim eiga við ramman reip að draga um þessar mundir. Ör tækniþróun, samfélagsmiðlar og breytt neysluhegðun hefur óumdeilanlega áhrif á reksturinn. Fyrirtækin hafa sum hver þurft undirgangast uppskurð til að aðlaga sig breyttum veruleika. Sum hafa það ekki af, líkt og örlög Fréttablaðsins bera glöggt vitni um. En fjölmiðlar eru ekki einir um að þurfa að finna frumlegar leiðir til að fóta sig í breyttum veruleika á tækniöld. Ekki þarf að leita langt yfir skammt til að finna sambærileg dæmi. Bankaþjónusta hefur gerbreyst, Uber hefur haft þau áhrif að starfsumhverfi leigubílstjóra tók stakkaskiptum og það heyrir til undantekninga ef manneskja af holdi og blóði afgreiðir þig í verslun með matvöru. Fjölmiðlar líkt og önnur fyrirtæki standa frammi fyrir því að þurfa að aðlaga fyrirtæki sín að breyttum heimi. Pólítíkin á ekki að standa í stafni slíkrar frumkvöðlastarfsemi. Hlutverk stjórnmálanna er að búa svo um hnútana að eðlileg flóra fjölmiðla geti þrifist og að þau séu ekki beinlínis fyrir. Á hinu pólítíska sviði er það einkum tvennt sem stendur því fyrir þrifum að fjölmiðlafyrirtæki með framtíðarsýn geti siglt báruna - þótt gefi á bátinn - og vonandi endað í höfn. Annars vegar er það vera Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði og hins vegar sú staðreynd að ógrynni auglýsingafjár frá íslenskum fyrirtækjum rennur úr landi til erlendra fyrirtækja og streymisveitna. Þessi staða hefur legið fyrir lengi. Ráðherrar málaflokksins, hver á fætur öðrum, hafa stigið fram og lýst yfir þungum áhyggjum. Síðan hefur hver bútasaumslausnin rekið aðra undanfarinn áratug eða svo. Nú síðast, hundruð milljóna greiðslur á ári úr ríkissjóði sem hafa svo gott sem ekkert að segja um stóru myndina. Svo er skipuð nefnd. Og nefnd um þá nefnd. Fjölmiðlamarkaðurinn liggur nokkurn veginn svona. Hér á landi eru starfræktir tveir, stórir einkareknir miðlar. Þeir eru undir merkjum Sýnar annars vegar og Árvakurs hins vegar. Ölmusa úr ríkissjóði hefur engin teljandi áhrif á þessa miðla. Fjölmiðlastyrknum var ætlað að halda úti hinum minni miðlum. Það hefur algerlega mistekist miðað við hversu margir hafa horfið á braut á eingöngu fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Niðurstaðan er sú að ef það er yfir höfuð áhugi á því meðal valdhafa að sjá til þess að hér sé frjór jarðvegur undir lýðræðislega og fjölbreytta umræðu er löngu kominn tími á að líta málið raunsæjum augum. Annars vegar þarf að taka ríflegt gjald af þeim erlendu fyrirtækjum sem selja auglýsingar hér á landi fyrir marga milljarða á ári skattfrjálst. Hins vegar þarf að fjarlægja Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði og gera eðlilega hagræðingarkröfu á stofnunina svo jafna megi samkeppnisgrundvöllinn. Það þarf að slá í klárinn. Á meðan stjórnmálin gaufast áfram verður framhald á atgervisflótta úr blaðamannastétt, dýrmæt vörumerki tapast og verðmætur tími sem ætti að nýta til framþróunar glatast. Eftir því sem málið dregst á langinn eiga íslensk fjölmiðlafyrirtæki enn lengra í land til að snúa vörn í sókn. Höfundur er fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun