Ástralskur ferðalangur leitar að Íslendingnum sem hún kom til bjargar Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. apríl 2023 10:07 Rebecca segist hafa hugsað mikið til íslenska samfarþegans eftir að hún kom aftur heim til Ástralíu. Samsett „Ég finn svo til með honum, og ég vona innilega að það sé í lagi með hann,“ segir hin ástralska Rebecca Troughton í samtali við Vísi. Rebecca, sem er ferðabloggari, dvaldi hér á landi í lok seinasta mánaðar og kom íslenskum karlmanni til bjargar um borð í flugvallarskutlu. Hún veit engin deili á manninum og vill gjarnan vita af afdrifum hans. Að morgni 31. mars síðastliðinn var komið að heimför hjá Rebeccu eftir ánægjulega dvöl á Íslandi. „Ég yfirgaf gistiheimilið í Keflavík um hálfsex leytið þennan morgun og fór um borð í flugvallarskutluna á vegum gistiheimilisins. Við vorum bara tvö um borð í skutlunni, ég og 65 ára íslenskur maður sem sagði mér að hann væri á leið í þriggja vikna ferð til Kazakhstan. Við spjölluðum aðeins áður en skutlan lagði af stað og hann sagði mér frá ferðinni sem hann var að fara í, og sagði að hann væri að fara að skoða söguminjar og fræga staði og mér fannst það mjög heillandi, hann var mjög hress og skemmtilegur.“ Sveittur og þvalur og hristist allur til Rebecca segir að skutlan hafi verið nýlögð af stað þegar hún tók eftir að maðurinn byrjaði að stífna upp og hristast allur til. Hún segist fyrst hafa haldið að um hjartaáfall væri að ræða. „En ég á nokkra vini sem eru flogaveikir og mér fannst þetta líta út eins og flogakast. Ég hef líka unnið á járnbrautarstöðvum í Ástralíu og ég hef oft komið að allskonar bráðatilfellum.“ Hún segir bílstjóra skutlunnar hafa kunnað mjög lítið í ensku, og hún hafi því sjálf þurft að hringja í Neyðarlínuna til að biðja um aðstoð. Bílstjórinn hafi síðan náð að keyra skutlunni út í vegkant. Á meðan þau biðu eftir sjúkrabílnum átti Íslendingurinn í miklum öndunarerfiðleikum, andaði mjög grunnt og hratt. „Hann var mjög sveittur og þvalur gat ómögulega tjáð sig. Ég reyndi að honum þannig fyrir í sætinu að hann myndi ekki geta skaðað sjálfan sig. Ég reyndi að tala rólega við hann og fullvissa hann um allt myndi vera í lagi. Loks komu tveir sjúkrabílar og hann var settur á börur og fluttur á brott ásamt eigum sínum. Bílstjóranum, sem ók skutlunni var augljóslega mjög brugðið en mér skilst að hann hafi verið nýbyrjaður.“ Rebecca segist hafa hugsað mikið til íslenska samfarþegans eftir að hún kom aftur heim til Ástralíu. „Ég myndi endilega vilja vita hvort hann sé heill á húfi.“ Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Ástralía Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira
Að morgni 31. mars síðastliðinn var komið að heimför hjá Rebeccu eftir ánægjulega dvöl á Íslandi. „Ég yfirgaf gistiheimilið í Keflavík um hálfsex leytið þennan morgun og fór um borð í flugvallarskutluna á vegum gistiheimilisins. Við vorum bara tvö um borð í skutlunni, ég og 65 ára íslenskur maður sem sagði mér að hann væri á leið í þriggja vikna ferð til Kazakhstan. Við spjölluðum aðeins áður en skutlan lagði af stað og hann sagði mér frá ferðinni sem hann var að fara í, og sagði að hann væri að fara að skoða söguminjar og fræga staði og mér fannst það mjög heillandi, hann var mjög hress og skemmtilegur.“ Sveittur og þvalur og hristist allur til Rebecca segir að skutlan hafi verið nýlögð af stað þegar hún tók eftir að maðurinn byrjaði að stífna upp og hristast allur til. Hún segist fyrst hafa haldið að um hjartaáfall væri að ræða. „En ég á nokkra vini sem eru flogaveikir og mér fannst þetta líta út eins og flogakast. Ég hef líka unnið á járnbrautarstöðvum í Ástralíu og ég hef oft komið að allskonar bráðatilfellum.“ Hún segir bílstjóra skutlunnar hafa kunnað mjög lítið í ensku, og hún hafi því sjálf þurft að hringja í Neyðarlínuna til að biðja um aðstoð. Bílstjórinn hafi síðan náð að keyra skutlunni út í vegkant. Á meðan þau biðu eftir sjúkrabílnum átti Íslendingurinn í miklum öndunarerfiðleikum, andaði mjög grunnt og hratt. „Hann var mjög sveittur og þvalur gat ómögulega tjáð sig. Ég reyndi að honum þannig fyrir í sætinu að hann myndi ekki geta skaðað sjálfan sig. Ég reyndi að tala rólega við hann og fullvissa hann um allt myndi vera í lagi. Loks komu tveir sjúkrabílar og hann var settur á börur og fluttur á brott ásamt eigum sínum. Bílstjóranum, sem ók skutlunni var augljóslega mjög brugðið en mér skilst að hann hafi verið nýbyrjaður.“ Rebecca segist hafa hugsað mikið til íslenska samfarþegans eftir að hún kom aftur heim til Ástralíu. „Ég myndi endilega vilja vita hvort hann sé heill á húfi.“ Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Ástralía Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira