Segir aftökumyndband sýna hið raunverulega Rússland Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2023 10:37 Selenskí segir að ódæði eins og þau sem umrætt myndband sýni muni aldrei gleymast. Skjáskot og EPA Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að myndband sem sýnir rússneskan hermann skera höfuðið af úkraínskum hermanni í haldi Rússa, sé til marks um hvernig Rússland sé. Ódæðið muni aldrei gleymast og að Úkraínumenn þurfi aðstoð til að reka Rússa á brott. „Það getur enginn litið hjá því hve auðveldlega þessar skepnur drepa,“ sagði Selenskí í ávarpi sem hann birti í morgun. Hann sagði heiminn þurfa að sjá að myndbandið sýndi hið raunverulega Rússland. Umrætt myndband sýnir hvernig rússneskur hermaður hélt öskrandi úkraínskum hermanni niðri og skar af honum höfuðið á meðan annar stóð til hliðar, hvatti böðulinn áfram og tók ódæðið upp. Útlit er fyrir að myndbandið hafi verið tekið upp síðasta sumar eða haust en það fór í dreifingu á netinu í Rússlandi í gær. Selenskí sagði þetta alls ekkert einsdæmi. Rússar hefðu ítrekað sýnt hegðun sem þessa, eins og til dæmis í Bucha. Sjá einnig: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ „Ekki búast við því að þetta muni gleymast. Við munum ekki gleyma neinu og við munum ekki heldur fyrirgefa morðingjunum,“ sagði forsetinn og bætti við að öll ódæði Rússa í Úkraínu myndu hafa afleiðingar og nauðsynlegt væri að sigra Rússa. Til þess þyrftu Úkraínumenn aðstoð og kallaði hann eftir því. „Markmiðið er að vinna,“ sagði hann. The execution of a Ukrainian captive This is a video of Russia as it is. This is a video of trying to make just that the new norm.Everyone must react. Every leader. Don't expect it to be forgotten.We are not going to forget anything. The defeat of terror is necessary. pic.twitter.com/H8Or6HJnYW— (@ZelenskyyUa) April 12, 2023 Ekki í fyrsta sinn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ódæði eins og þetta lítur dagsins ljós í Úkraínu. Síðasta sumar var myndefni af höfði og höndum úkraínsks hermanns á stjökum í Popasna í Úkraínu í dreifingu. Það var um svipað leyti sem myndband af rússneskum hermönnum skera undan úkraínskum stríðsfanga með dúkahníf var í dreifingu. Myndbandið sýndi þrjá rússneska hermenn halda úkraínskum manni niðri, skera hann með dúkaníf og skjóta hann svo í höfuðið. Þá héldu Rússar því fram að myndbandið hefði verið sviðsett til að koma óorði á rússneska hermenn. Rannsakendur Bellingcat gátu þó borið kennsl á manninn sem misþyrmdi og myrti úkraínska hermanninn á myndbandinu. Sá tilheyrir téténskri hersveit í rússneska hernum en frekari upplýsingar um hvernig hann var fundinn má finna á vef samtakanna. Sjá einnig: Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Þá var í mars birt myndband sem tekið var upp af rússneskum hermanni sem sýndi ótilgreindan fjölda hermanna skjóta úkraínskan stríðsfanga til bana. Myndbandið sýndi úkraínskan hermann standa í grunnum skurði, reykjandi sígarettu. Maðurinn með myndavélina virtist vera að bakka frá honum þegar úkraínski hermaðurinn sagði: „Slava Ukraini“ eða „Lifi Úkraína“. Við það var hann skotinn margsinnis af nokkrum rússneskum hermönnum og sagði einn þeirra eftir á: „Drepstu hundur“. „Fáránlegt“ að Rússar stýri öryggisráðinu Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, hefur einnig tjáð sig um myndbandið nýja. Hann líkir Rússum við vígamenn Íslamska ríkisins sem birtu fjölmörg aftökumyndbönd sem þessi. Þar sem böðlar skáru höfuð af föngum eða myrtu þá með öðrum leiðum. Kuleba segir fáránlegt að Rússland sé í forsæti öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. „Rússneskir hryðjuverkamenn verða að vera reknir frá Úkraínu og úr Sameinuðu þjóðunum og draga þarf þá til ábyrgðar fyrir glæpi þeirra.“ A horrific video of Russian troops decapitating a Ukrainian prisoner of war is circulating online. It s absurd that Russia, which is worse than ISIS, is presiding over the UNSC. Russian terrorists must be kicked out of Ukraine and the UN and be held accountable for their crimes.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) April 12, 2023 Varnarmálaráðuneyti Úkraínu líkir Rússum við nasista en segir stærsta muninn á þeim vera að nasistarnir hafi reynt að leyna ódæðum sínum. Another horrifying video released by the russians yesterday. With each new crime committed in Ukraine over the last year, comparisons between russians and nazis have become more common. However, there s one striking difference. The nazis tried to hide their crimes from the world.— Defense of Ukraine (@DefenceU) April 12, 2023 Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Sérsveitahermenn frá NATO að störfum í Úkraínu Sérsveitahermenn frá nokkrum NATO ríkjum hafa undanfarið starfað í Úkraínu. 12. apríl 2023 07:33 Búið að greina mögulegar afleiðingar andláta Pútín og Selenskí Meðal þeirra skjala sem lekið var á netið í umfangsmiklum gagnaleka innan úr bandaríska stjórnkerfinu er greining sem unnin var af leyniþjónustu varnarmálaráðuneytisins, þar sem fjallað er um fjóra ófyrirsjáanlega atburði sem gætu haft áhrif á stöðuna í Úkraínu. 12. apríl 2023 07:19 Forseti Egyptalands hugðist sjá Rússum fyrir 40 þúsund eldflaugum Abdel Fatah El-Sisi, forseti Egyptalands, fyrirskipaði undirmönnum sínum að framleiða 40 þúsund eldflaugar fyrir Rússa en fara leynt með það til að forðast að styggja Vesturlönd. 11. apríl 2023 09:06 Rússum hafnað í atkvæðagreiðslum um nefndarsæti hjá Sameinuðu þjóðunum Rússland fór á mis við þrjú sæti í ráðum og nefndum Sameinuðu þjóðanna í þessari viku. Atkvæðagreiðslur um sætin fóru fram á vettvangi Efnahags- og félagsmálaráðsins (ECOSOC). 8. apríl 2023 10:06 Íslendingar auka framlög sín til öryggis- og varnarmála Fjárhagslegur stuðningur Íslands við Úkraínu í fyrra og á þessu ári er um 4,5 milljarðar króna. Ísland er að auka framlög sín almennt til öryggis- og varnarmála eins og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins. Bandalagið hefur áhyggjur af auknu samstarfi Rússa og Kínverja og umsvifum Kína á Kyrrahafi. 5. apríl 2023 19:31 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
„Það getur enginn litið hjá því hve auðveldlega þessar skepnur drepa,“ sagði Selenskí í ávarpi sem hann birti í morgun. Hann sagði heiminn þurfa að sjá að myndbandið sýndi hið raunverulega Rússland. Umrætt myndband sýnir hvernig rússneskur hermaður hélt öskrandi úkraínskum hermanni niðri og skar af honum höfuðið á meðan annar stóð til hliðar, hvatti böðulinn áfram og tók ódæðið upp. Útlit er fyrir að myndbandið hafi verið tekið upp síðasta sumar eða haust en það fór í dreifingu á netinu í Rússlandi í gær. Selenskí sagði þetta alls ekkert einsdæmi. Rússar hefðu ítrekað sýnt hegðun sem þessa, eins og til dæmis í Bucha. Sjá einnig: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ „Ekki búast við því að þetta muni gleymast. Við munum ekki gleyma neinu og við munum ekki heldur fyrirgefa morðingjunum,“ sagði forsetinn og bætti við að öll ódæði Rússa í Úkraínu myndu hafa afleiðingar og nauðsynlegt væri að sigra Rússa. Til þess þyrftu Úkraínumenn aðstoð og kallaði hann eftir því. „Markmiðið er að vinna,“ sagði hann. The execution of a Ukrainian captive This is a video of Russia as it is. This is a video of trying to make just that the new norm.Everyone must react. Every leader. Don't expect it to be forgotten.We are not going to forget anything. The defeat of terror is necessary. pic.twitter.com/H8Or6HJnYW— (@ZelenskyyUa) April 12, 2023 Ekki í fyrsta sinn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ódæði eins og þetta lítur dagsins ljós í Úkraínu. Síðasta sumar var myndefni af höfði og höndum úkraínsks hermanns á stjökum í Popasna í Úkraínu í dreifingu. Það var um svipað leyti sem myndband af rússneskum hermönnum skera undan úkraínskum stríðsfanga með dúkahníf var í dreifingu. Myndbandið sýndi þrjá rússneska hermenn halda úkraínskum manni niðri, skera hann með dúkaníf og skjóta hann svo í höfuðið. Þá héldu Rússar því fram að myndbandið hefði verið sviðsett til að koma óorði á rússneska hermenn. Rannsakendur Bellingcat gátu þó borið kennsl á manninn sem misþyrmdi og myrti úkraínska hermanninn á myndbandinu. Sá tilheyrir téténskri hersveit í rússneska hernum en frekari upplýsingar um hvernig hann var fundinn má finna á vef samtakanna. Sjá einnig: Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Þá var í mars birt myndband sem tekið var upp af rússneskum hermanni sem sýndi ótilgreindan fjölda hermanna skjóta úkraínskan stríðsfanga til bana. Myndbandið sýndi úkraínskan hermann standa í grunnum skurði, reykjandi sígarettu. Maðurinn með myndavélina virtist vera að bakka frá honum þegar úkraínski hermaðurinn sagði: „Slava Ukraini“ eða „Lifi Úkraína“. Við það var hann skotinn margsinnis af nokkrum rússneskum hermönnum og sagði einn þeirra eftir á: „Drepstu hundur“. „Fáránlegt“ að Rússar stýri öryggisráðinu Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, hefur einnig tjáð sig um myndbandið nýja. Hann líkir Rússum við vígamenn Íslamska ríkisins sem birtu fjölmörg aftökumyndbönd sem þessi. Þar sem böðlar skáru höfuð af föngum eða myrtu þá með öðrum leiðum. Kuleba segir fáránlegt að Rússland sé í forsæti öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. „Rússneskir hryðjuverkamenn verða að vera reknir frá Úkraínu og úr Sameinuðu þjóðunum og draga þarf þá til ábyrgðar fyrir glæpi þeirra.“ A horrific video of Russian troops decapitating a Ukrainian prisoner of war is circulating online. It s absurd that Russia, which is worse than ISIS, is presiding over the UNSC. Russian terrorists must be kicked out of Ukraine and the UN and be held accountable for their crimes.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) April 12, 2023 Varnarmálaráðuneyti Úkraínu líkir Rússum við nasista en segir stærsta muninn á þeim vera að nasistarnir hafi reynt að leyna ódæðum sínum. Another horrifying video released by the russians yesterday. With each new crime committed in Ukraine over the last year, comparisons between russians and nazis have become more common. However, there s one striking difference. The nazis tried to hide their crimes from the world.— Defense of Ukraine (@DefenceU) April 12, 2023
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Sérsveitahermenn frá NATO að störfum í Úkraínu Sérsveitahermenn frá nokkrum NATO ríkjum hafa undanfarið starfað í Úkraínu. 12. apríl 2023 07:33 Búið að greina mögulegar afleiðingar andláta Pútín og Selenskí Meðal þeirra skjala sem lekið var á netið í umfangsmiklum gagnaleka innan úr bandaríska stjórnkerfinu er greining sem unnin var af leyniþjónustu varnarmálaráðuneytisins, þar sem fjallað er um fjóra ófyrirsjáanlega atburði sem gætu haft áhrif á stöðuna í Úkraínu. 12. apríl 2023 07:19 Forseti Egyptalands hugðist sjá Rússum fyrir 40 þúsund eldflaugum Abdel Fatah El-Sisi, forseti Egyptalands, fyrirskipaði undirmönnum sínum að framleiða 40 þúsund eldflaugar fyrir Rússa en fara leynt með það til að forðast að styggja Vesturlönd. 11. apríl 2023 09:06 Rússum hafnað í atkvæðagreiðslum um nefndarsæti hjá Sameinuðu þjóðunum Rússland fór á mis við þrjú sæti í ráðum og nefndum Sameinuðu þjóðanna í þessari viku. Atkvæðagreiðslur um sætin fóru fram á vettvangi Efnahags- og félagsmálaráðsins (ECOSOC). 8. apríl 2023 10:06 Íslendingar auka framlög sín til öryggis- og varnarmála Fjárhagslegur stuðningur Íslands við Úkraínu í fyrra og á þessu ári er um 4,5 milljarðar króna. Ísland er að auka framlög sín almennt til öryggis- og varnarmála eins og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins. Bandalagið hefur áhyggjur af auknu samstarfi Rússa og Kínverja og umsvifum Kína á Kyrrahafi. 5. apríl 2023 19:31 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Sérsveitahermenn frá NATO að störfum í Úkraínu Sérsveitahermenn frá nokkrum NATO ríkjum hafa undanfarið starfað í Úkraínu. 12. apríl 2023 07:33
Búið að greina mögulegar afleiðingar andláta Pútín og Selenskí Meðal þeirra skjala sem lekið var á netið í umfangsmiklum gagnaleka innan úr bandaríska stjórnkerfinu er greining sem unnin var af leyniþjónustu varnarmálaráðuneytisins, þar sem fjallað er um fjóra ófyrirsjáanlega atburði sem gætu haft áhrif á stöðuna í Úkraínu. 12. apríl 2023 07:19
Forseti Egyptalands hugðist sjá Rússum fyrir 40 þúsund eldflaugum Abdel Fatah El-Sisi, forseti Egyptalands, fyrirskipaði undirmönnum sínum að framleiða 40 þúsund eldflaugar fyrir Rússa en fara leynt með það til að forðast að styggja Vesturlönd. 11. apríl 2023 09:06
Rússum hafnað í atkvæðagreiðslum um nefndarsæti hjá Sameinuðu þjóðunum Rússland fór á mis við þrjú sæti í ráðum og nefndum Sameinuðu þjóðanna í þessari viku. Atkvæðagreiðslur um sætin fóru fram á vettvangi Efnahags- og félagsmálaráðsins (ECOSOC). 8. apríl 2023 10:06
Íslendingar auka framlög sín til öryggis- og varnarmála Fjárhagslegur stuðningur Íslands við Úkraínu í fyrra og á þessu ári er um 4,5 milljarðar króna. Ísland er að auka framlög sín almennt til öryggis- og varnarmála eins og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins. Bandalagið hefur áhyggjur af auknu samstarfi Rússa og Kínverja og umsvifum Kína á Kyrrahafi. 5. apríl 2023 19:31
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent